Jazz - 01.06.1947, Qupperneq 13
Count Basie frh. af bls. 11.
inn Walter Paige og Buck Cleyton á trompet.
Með þessari áhöfn sló Basie í gegn og lék
með hljómsveit sinni í mörgum kvikmynd-
um m. a: Réville with Béverly, „Stage Door
Canteen“ og fleirum.
Eins fingur stíll Basie varð svo vinsæll að
fjöldi píanóleikara um heim allan léku ná-
kvæmlega eins og Basie eða réttara sagt
reyndu það.
Þó Basie sé ekki eins vinsæll nú og áður er
hann samt álitinn með beztu hljómsveitar-
stjórum Bandaríkjanna.
Meðal platna er Basie hefur leikið eru m.
a. „Mad Boogie“ og hinum megin „Bambo“
eftir Basie einnig „Royal Garden Blues“ „Jitt-
ers“ Buggle Blues“ og einni hið þekkta „One
O’Clock }ump“.
Ef spurt væri hvaða lag hefði verið leikið
fyrst á þýzkri jörð eftir innrásina, myndi
svarið e. t. v. verða „There will always be an
England“ eða „Lilli Marlene, nei ekki aldeilis
fyrsta lagið er leikið var eftir innrásna var
One O’Clock Jump eftir Bill Basie daglega
kallaður Count.
Bréfakassinn
Svar við grein Trpt.
Við þökkum fyrir bréfið, og efums ekki
um að það sé vel meint, ins og áður er tekið
fram í blaðinu, tökum við með þakklæti á
móti öllum greinum frá lesendum vorum og
öllum góðum hugmyndum.
Við myndum stynga upp á að Trpt. sendi
okkur greinar og sínar hugmyndir um það,
hvernig hlaðið ætti að vera, og okkur væri
sönn ánægja að fara eftir ráðleggingum Trpt
Rex Steward
heimsækir ísland
Þareð Joe Daniels gat ekki komið vegna
forfalla hefir Jazzklóbburinn ráðið hingað
Sextett Rex Stewards ásamt söngkonu og mun
hann halda að líkindum tvo hljómleika hér.
1 næsta blaði mun birtast það helzta um
Steward.
Rex Steward hefur leikið með hljómsveit
Ellingtons sem fyrsti trompetisti í fjölda mörg
ár, en hefur nú stofnað eigin sextett eins og
fjöldi annarra frægra hljómsveitarleikenda
eins og t. d. Charlie Ventura, Johnny Hodges
(hann er nú kominn aftur til Ellingtons) og
Gene Krupa svo fáein dæmi séu nefnd.
Sextett Stewards hefur mjög góðum nöfn-
um á að skipa og mun verða birt æviatriði
Stewards og manna hans í næsta blaði.
Steward mun koma í október-mánuði.
að eins miklu leyti og það er hægt. Þökk
fyrir áhugann á blaðinu.
Eru ekki til plötur með íslenzkum dans-
hljómsveitum, t. d. Bjarna Böðvars og hvar
fást þær?
Pési.
Svar:
Það hafa ekki verið teknar upp plötur til
framleiðslu með íslenzkum danshljómsveit-
um enn sem komið er a. m. k.
JAZZ 13