Jazz - 01.06.1947, Page 14
Uppruni og þróun
jazzins 1■ grein.
Þessi greinaflokkur, er nú byrjar í þessu
hefti tímaritsins Jazz á að vera nokkurs kon-
ar yfirlit yfir þróun jazzins og æviágrip
þeirra manna, er haft hafa áhrif á þróun hans.
Þetta mun ekki vera neitt tæmandi yfirlit,
heldur á þetta að vera nokkurs konar þróun-
arsaga þessarar tónlistargreinar og skýring á
eðli og uppruna jazzins.
Kvikmyndahússgestir hafa oft skemmt sér
við að líkja „rythrna" Tam-Tam trommunn-
ar við rythma nútíma jazz.
Líkingunni er ekki hægt að neita, rythmi
Tam-Tam trommunnar og rythmi nútíma
jazz er mjög líkur. Jazzinn mætti kalla yngstu
og elztu hljómlist heimsins. Negrarnir í
Afríku hafa að líkindum leikið á sínar Tam
Tam trommur löngu áður en lúðrar fornald-
armannanna hafa verið fundnir upp.
En vísirinn að nútíma jazz kemur fyrst
fram um 1890, er negrahljómsveitirnar byrja
að leika á fljótabátum á Missisipi og í borg-
inni New Orleans.
Margir jazzsérfræðingar t. d. Hugues
Panassie, hinn frægi franski jazzsérfræðing-
ur, halda því fram að jazzinn hafi náð há-
marki sínu árið 1920 og síðan hafi verið um
stöðnun eða jafnvel afturför að ræða.
Það er vafalaust að mikil breyting hefur
orðið á jazzinum og hann er nú ekki svip-
aður þeim jazz, er þá var leikinn.
Jazzinn 1920 var að miklu leyti leikinn af
ómenntuðum negrahljómsveitum, en nútíma
jazz er leikinn af frægum hljóðfæraleikurum,
er margir hverjir hafa gengið í beztu hljóm-
listaskóla og hafa feikilega „teknik“. Þetta
timaritið JAZZ
Útgefandi Hljóðfæraverzl. Drangey
Ritstjóri Tage Ammendrup
Afgreiðsla Laugaveg 58
Símar:
Auglýsingar og ritstjórn 3311
Afgreiðsla 3896
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H-F
orsakar m. a. að jazzinn verður mun fágaðri
en jafnframt vill það oft bera við að „teknik“
sé beitt um of og má nefna Harry James sem
gott dæmi.
En það má segja að öllu samanlögðu að
jazzinn er ekki staðnaður, þvert á móti leitar
hann ávallt nýrri leiða, og má segja að hann
breytist ár frá ári.
Jazz er orðinn til fyrir samstarf milli hvítra
og svartra manna. Er þrælarnir komu til
Bandaríkjanna höfðu þeir með sér hin sér-
kennilegu og sorglegu lög heimalands síns
og hinn einkennilega rythma og er tímar liðu
fram fengu þeir áhuga á hljóðfærum hinna
hvítu, sérstaklega blásturhljóðfærunum t. d.
básúnu, trompet, og klarinetti og þarmeð voru
fyrstu jazzhljómsveitirnar til orðnar.
Það einkennilega við jazzinn er að þó hann,
einsog áður segir hafi orðið til vegna samstarfs
hvítra og svartra er það sjaldgæft að negrar
leiki með hvítum hljómsveitum og á þetta
sérstaklega við í Bandaríkjunum, þó eru til
einstakir hljómsveitarstjórar, sem eru fúsir til
að ráða negra í hljómsveitir sínar og má t. d.
nefna Benny Goodman og hann hefur haft
marga framúrskarandi duglega negra í hljóm-
sveit sinni og má t. d. nefna Linoel Hampton
og Fletcher Henderson. Framhald.
14 JAZZ