Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Page 3

Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Page 3
Nú tekur sumarblærinn að segja til sín, — einn- ig í útvarpsdagskránni. H áskó lastúdentar kveðja veturinn nieð kvölddagskrá á síðasta vetrardegi; þjóðkórinn, undir stjórn dr. Páls ís- ólfssonar heilsar sumri með glöðum söng á sum- ardaginn ftjrsta. Þetta er allt eins og það á að vera. Auk þess syngur þá einn voldugur karla- kór, eða öllu hehlur margir karlakórar einum hálsi, — sennilega líka hver með sínu nefi, — en þessi söngur er fluttur af hljómplötum, sem gerðar voru í sambandi við söngmót íslenzkra karlakóra, er háð var hér í Reykjavík síðastliðið sumar. Á þessu tímabili flytur Martin Larsen sendikennari nokkur erindi, Bjöm Sigfússon háskólabókavörður sömuleiðis; Gylfi Þ. Gíslason flytur erindi um efnahagsstofnun samein- uðu jrjóðanna, Hannibal Valdemarsson skólastjóri flytur erindi um danskan'íslandsvin, og svo verður að sjálfsögðu hljómlist í öllum tegundum, dúrum og mollum--------- Dagskráin CJetlð þess fjeUtfl Martin Larsen, sem starfað hefur sem sendikennari við háskóla íslands, er nú á förum héðan, heim til Danmerkur, og tekur þar aftur við menntaskólakennslu. Þau hjón- in komu hingað til landsins sumarið 1946, og unnu það sumar við heyskap að Hvann- eyri. Larsen hefur síðan haft á hendi kennslu í dönsku og dönskum bókmenntum við há- skólann á vetrum, en stundað sveitastörf, eða þhu lijónin háfa ferðast um landið á sumr- in. Hafa þau bæði náð góðu valdi á íslenzkri tungu og gert sér mikið far um að kynnast þjóðinni og menningu hennar, — og sömu- leiðis að kynna hvorttveggja meðal landa sinna í Danmörku. Má meðal nnars geta þess, að frú Inger Larsen hefur ritað hlýlegar frá- sagnir héðan í dönsk blöð; einnig hefur him séð um dagskráratriði, varðandi sögu þjóð- arinnar, athafnalíf, starfsháttu og fleira, sem tekin hafa verið upp á hljómplötur hér og síðan notuð við kennsluútvarp í Danmörku. Þá lét frúin og gera útvarpsþætti, um Kaup- mannahöfn, sem fluttir hafa verið í Ríkis- útvarpið hér, og fjölluðu þeir einkum um Hafnar-íslendinga. Áður en Martin Larzen f lyzt héðan, hyggst hann flytja fimm eða sex stutt erindi í út- varpið. Mun liann þar ræða áhrif þau, er hann hefur orðið fyrir af dvöl sinni hér; lýsa landinu og þjóðinni eins og það hefur kom- ið honum fyrir sjónir, lífi landsmanna í sveit og borg, bókmenntum þeirra, listum og starfi. — Þetta verður einskonar kveðja, — segir liann. En þegar ég kem heim og tek við starfi mínu þar, geri ég ráð fyrir að halda áfram að fást við íslenzk fræði, og ekki er óhklegt, að ég segi löndum mínum eitthvað frá dvöl minni hér. — Máltækið segir, að glöggt sé gestsaugað, og okkur er það ávinn- ingur að lieyra það álit sem greinagóðir og vinsamlega þenkjandi gestir, fá á okkur og málefnum okkar, eftir að hafa kynnst okkur allnáið. Vigfús Guðmundsson reisti suður í lönd í fyrra vor. Meðal annars gekkhann til Róm- ar, og mun hann segja nokkuð frá þeirri helgu borg í útvarpserindi innan skamms. Áður hefur hann sagt frá dvöl sinni í nokkr- um öðrum ítölskum börgum og för sinni um Ítalínu. Hannibal Valdemarsson flytur erindi um merkan danskan skólamann og íslandsvin, ÚTVARPSBLAÐIÐ 3

x

Útvarpsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.