Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Qupperneq 7

Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Qupperneq 7
// _ . g yj Eins og áður liefur verið frá sagt Ix IJOlCttO í útvarpsfregnum og blöðum, verð- ur óperettan „Rigoletto“ eftir Verdi flutt í 'Þjóðleikhúsinu á þessu vori, og eru æfingar þegar liafnar. Þeir Stefán íslandi og Guðmundur Jónsson syngja aðálhlutverk karlmannaraddanna, en austurrísk söngkona, Else Muhl að nafni, hefur verið ráðin til að syngja aðalkvenhlutverkið, og er hún eini útlendingurinn, sem þátt tckur í sjálfum flutningnum. Hins vegar verður leikstjórinn norskur maður, sem lengi hefur starfað lxjá ■ konunglegu óperunni í Stokkhólmi, og kom hingað í fyrravor með flokknum þaðan, sem flutti óperettuna „Brúðkaup Eigaros“ eftir Mozart,“ í Þjóðleikhúsinu. Stefán hefur sungið í óperum í Kaupmannahöfn í vetur, og hlot- ið ]>ar mjög lofsamlega dóma. Hann hefur margsinnis áður sungið hlutverk það í „Rigoletto“, — hlutverk hertogans, — sem liann syngur hér í þetta skiptið, og er talið, að þar njóti hann sín með afbrigðum vel. Eflaust gefst útvarpshlustendum kostur á að hlýða á hann í vor eða sumar, og ekki er ólíklegt að óperunni, eða að minnsta kosti atriðum úr henni, verði útvarpað. Viðhorf hlustenda ... Framhald af bls. 16 einn maður geti svarað öllum spumingunum. Þennan þátt vil ég alls ekki missa og trúi því ekki að trufl- anirnar síðast geti orkað svo miklu móti svo vold- ugri stofnun sem útvarpið er. Einn eða tveir glópar í hundrað og þrjátíu þúsund manna hóp, ættu ekki að hafa svo mikið að segja. Svo er það ljóðagerðin. Hún figgur nú sýnilega fyrir dauðans dyrum hér hjá oss. Bækur hennar seljast ekki og útvarpið vill sem minnst fyrir hana gera. Allt til þessa hafa þó stöku sinnum verið flutt kvæði, oftast þó alkunn kvæði eftir Jónas Hallgrims- son, líkast því, að enginn annar íslendingur hafi ort. Stöku sinnum hafa menn fengið að flytja sin eigin ljóð og er þá tekið fram að þau séu frumort. Það er stutt og lagott. En um hljómlistina eru þeir svo margmálir, að það jafngildir heilum dagskrárlið á hverju kvöldi. Orðið frumort er nýmæli í þeirri merk- ingu, sem það er nú notað. Aður var það notað við að ættfæra þýdd kvæði. Handrit sem búið var að afrita voru kölluð frumrit. Fyrsta afkvæmið var kallað ffumburður o. s. frv. Nú eru öll kvæði sem höfundur flytur kölluð frumort, sem er þó óþörf skýring. Ef liann tilgreinir engann höfund, þá er það kvittun fyrir því að hann hafi ort það sjálfur. Og loks eru það leikritin. Þau íslenzku eru flest ágæt en þau útlendu eru flest lítilsvirði fyrir okkur alþýðumenn, enda flest öll um aðal og auðmenn. Um leikendur get ég ekki myndað mér neina skoðun en ég lief þá trú að þeir séu góðir. Þó kemur það fyrir að mér finnst leikurinn nokkuð vélrænn, puk- ursmál flutt í ræðuformi, og ofmikið tillit tekið til hlustenda, svo mótleikarinn verður jafnvel auka- atriði. Sigvaldi Hjálmarsson segist kunna á slökkvarann og telur það leysa allan vanda. Vitanlega kann ég að slökkva en ég veit aldrei hvað ég vil ekki heyra fyrr en ég er búinn að heyra það, og þá er það um sainan. Eins og nú er komið get ég fyrirfram slökkt fyrir alla hljómlist. En þá hættir mér til að gleyma útvarpinu og tapa þá oft því, sem ég vildi síst missa, svo þessi blanda (tónlistar og talaðs orðs) er mér allavega óþægur ljár í þúfum. I þriðja lagi, þá er ég ekki einsetukarl. Eins og ég gat um hér að framan þá eru svona skrif marklítil. Það sem einn og einn, máske sér- fræðingur segir um vissa þætti er ekki rödd þjóðar- innar, og svo mun það eiga sér stað að menn eru að slá sér upp á því að vegsama það fyrir hönd þjóð- arinnar, sem þeir skilja ekki sjálfir. En þetta plagg mitt mun þó verða sem næst rödd eldri kynslóðar- innar, þeirrar, sem lítUlar eða engrar menntunar liefur notið og þeir eru margir. Með vinsemd og virðingu, Þorsteinn Magnússon. UTVARPSBLAÐIÐ 7

x

Útvarpsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.