Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Blaðsíða 8

Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Blaðsíða 8
.... smástunga í hnakkagrófina, hárgrannri holnál smeygt um mænugöngin og up í heilann og nokkrum millilítrum af skoðanavökva dælt inn. Svo að segja sársaukalaust og tekur ekki svipstund. Nei, það eitthvað annað“. „Já“, sagði ég. „Það er eitthvað annað“. „Enn sem komið er, er þetta allt skipulagslaust hjá okk- ur“, sagði hann. „Við höfum að vísu allmargar tegundir af áróðurstöflum, sem fólk gleypir ísig, hugsunarlaust. Já, og við höfum J)egar komizt alllangt í þeirri list, að húða þær Loftur Guðmundsson: VAR BARID'AÐ DYRllM ... Smásaga, flutt í út- _______________________________ varpið af frú Eddu ___ Kvaran, leikkonu. ýmsum bragðbætandi efnum, sem þó draga alls ekki úr áhrifunum.. En þetta er sem sagt, allt skipulagslaust hjá okkur enn, og í run og veru er það hending ein, sem ræður því, hvaða töflutegund hver gleypir." „Aróðurstöflur?" varð mér á að spyrja. „Hvað eigið þér við?“ „Æ, verið ])ér ekki að því arna“, mælti hann og brosti við. „Þér hljótið að þekkja áróðurstöflurnar. Þér hljótið að hafa kyngt þeim í tuga- og jafnvel þúsundatali. Hjá J>ví kemst enginn, jafnvel þótt át þeirra sé ekki skipulagt í sjálfu sér. Ungbarnið byrjar að tileinka sér áhrif þeirra með móð- urmjólkinni, og síðan neytir unglingurinn Jieirra stöðugt, og hvar sem hann fer. í skólum, kvikmyndahúsum, lieima hjá sér ... Og Jjegar hann eldist, er töfluátið orðinn honum ósjálfráður vani. Hann veit ekki af því, og getur samt ekki án Joess verið. Kemst heldur ekki hjá því. En sem sagt .... Jíetta er allt skipulagslaust hjá okkur enn. Og áróðurstöfl- urnar eru þegar úreltar. Við verðum líka að játa, að hin , aðferðin, sem ég gat um áðan, er ólíkt fljótvirkari, áhrifa- meiri. . . Og væri í raun réttri öllum til heilla, ef . . .“ Hann J>agnaði við og starði fram undan sér nokkra stund. Síðan hallaði hann sér fram í sætinu, lagði hendurnar á skrifborðsröndina, leit á mig og augnatillit hans var þrung- ið annarlegri ákefð. Erlendar útvarpsstöðvar: Danmöirk Kalundborg: Bylgjulengd 1224 m. og 1061 m. Kaupmannahöfn 210 m og 202 m. Auk Jiess er út- varpað á stuttbylgjum og tilraunir standa yfii“ með sjónvarp. Útvarpað er á iangbylgjum og miðbylgjum alla virka daga frá kl. 5,15—22,30 og á sunnudögum frá kl. 7,00-22,30. NOKKRIR DAGSKRÁRLIÐIR Symfoníuhljómleikar' á hverjum fimmtudegi, kl. 19,00, frá 7/9 — 12/4., að undanteknum síðasta fimmtudegi í hverjum mánuði. Léttari tónleikar á sunnudögum kl. 15,00-16,30 og kl. 19,00-20,00 frá byrjun septembermánaðar til aprílioka. Leikrit á hverjum föstudegi frá kl. 19,00-21,00. Iielztu atburðir dagsins; fréttir og atburðalýsing frá kl. 18,00— 18,15 daglega. Auk þess er dagskránni útvarp- að á stuttbylgjum frá kl. 17,45— 22,30, daglega; lyylgjulengd 41,32 m. Sérstakri dagskrá er útvarpað til Færeyja, og auk Jjess til ýmissa annarra landa. Skráðir útvarpsnot- endur 1.216,586 af 4.045,232 í- búum. jSvíþjód Motala, bylgjulengd 15.707 m. Sundsvall, bylgjulengd 505,9 m. Helztu dagskrárliðir: Virka daga morguntónleikar kl. 5,45; guðrækn- 8 UTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.