Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Síða 13

Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Síða 13
nú versnar málið, og þá er það orðabókin. .... Sól — það er sun, það vita allir . . lag .. bíðum við . . la-la-la- .... hérna kemur það .... tune .... sólarlag verður þá suntune og bil .... jú, það mun vera interval. Fyrsta hendingin verður þá svona: „My grandmoth- er that told me, at suntunes interval still“, og er þá síðasta orðinu, sem er ósköp meinlaust, bætt inn í vegna rímsins. Og þá kemur næsta hendingin . . . A sunnudögum gakk þú ei kirkjuhvols til, og er hún miklu auðveldari viðfangs.....You shall not go on Sundays to Churchill. .. Enda er það skiljanlegt, að stjórnmálamenn, sem eyða öllum virkum dögum í rifrildi og skammir, vilji njóta hvíld- ar heima hjá sér og forðast allan gestagang á sunnudögum .... “ Á líkan hátt gæti Stefán Jóhann tekið að sér að kenna „strassburgísku“, Einar Olgeirs- son rússneskuna og svo frv. Sér hver heilvita maður, að stórsparnaður gæti orðið að slíkri tilhögun, því að sjálfsögðu mundu þessir menn annast kennsluna ókeypis. Og þá held ég að ekki yrði amalegt að nema rússneskuna per radíó, ef hann Einar minn annaðist kennsluna. Eg er viss um, að 90 prósent hlustenda yrðu hraðtalandi á því máli á skömmum tíma, ef hann aðeins feng- izt til að taka hana að sér. „Brirrno Benovits, — pom-pom-pom .... Stefano Stefanovits, — pom-pom .... Her- manovits, — pom-om .... Atlantshafsbanda- lagið, — birrirrirr-bomm-bom-bom. Óld Ol- isky Torovits, — jolly good tovarits .... “ Rökrétt framhald af þessari sparnaðartil- högun væri svo það, að sameinaðir yrðu fræðsluþættir útvarpsins, til dæmis tveir og tveir, og einn maður þannig látinn leysa af hendi starf tveggja á þeim tíma, sem einum væri ætlaður. Svona rétt til gamans tek ég sem dæmi, að Vilhjálmj f>. yrði falinn hús- mæðraþátturinn ásamt bókmenntaþættimim, og gæti útkoman orðið eitthvað á þessa leið: „Kæru hlustendur. Að þessu sinni ætla ég að ræða um jóla- bækur og jólamat. Ykkur kann að virðast, að þarna sé blandað saman tveim óskyldum efn- um, en ekki þarf endilega svo að vera.. Bækur og matur eru nátengdara en margur heldur, og á þetta þó ef til vill enn betur við um bóka- höfunda og mat. Það væri til dæmis ekki ó- fróðlegt rannsóknarefni að athuga hvað þessi og þessi höfundur liefði étið á meðan hann vann að samningu einhverrar nánar tiltek- innar bókar. Borðaði Kiljan til dæmis síld, þegar hann reit söguna „Ur síldinni", eða langaði hann kannske í síld? Át Þorbergur reyktan hrökkál, þegar hann skrifaði Láru bréfið góða, — eða langaði hann í þann fisk, — eð var honurn borinn hann, og gat hann þá ekki neitt hans fyrir viðbjóði á þeim þjóð- anætti herraþjóðarinnar? — Þannig mætti lengi spyrja og gera sér margt í hugarlund. En í kvöld ætla ég að tala urn jólabækur og jólmat, og verður mál mitt eins konar bók- fræðilega mataruppskrift. Kiljan hefur að vísu ekki sent frá sér neina nýja bók í ár, og verðum við því að notast við Lárubréf Þorbergs í rauðgrautinn. Hangiketið getum við sótt í þriðja bindið af bókinni „Göngur og réttir,' fiskmetið, „Formannsævi í Eyjum“, mjólkurmatinn eða ,hvítuna“ eins og það var einnig kallað í bókina „Fjósakona fer út í heim,“ drykkjarföng í „Fljótið helga“, sæt- indin og ýmislegt listaukandi krydd í fjöl- margar þýddar skáldsögur, sem einkum eru ætlaðar konum á síðrómantísku aldursskeiði. Þannig mætti lengi telja .... Já, — og þannig mætti lengi telja dæmin og tillögurnar, er miða að því að slá rnargar flug ur í einu höggi, — spara, spara en gera þó útvarpsdagskrána skemmtilegri. Og því ekki að reyna .... (Framh. á næstu síðu.) ÚTVARPSBLAÐIÐ 13

x

Útvarpsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.