Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Qupperneq 16

Útvarpsblaðið - 15.04.1951, Qupperneq 16
Vilhcrjf kluAtehcfa Ég saknaSi Útvarpstíðindanna, þegar þau féllu frá, en nú hefur mér verið sent Útvarpsblað, og er þá sýnilega aðnokkru bœttur skaðinn, máske að öllu með tíð og tíma. 'Þátturinn „Þáttur Iilustenda" er vitanlega marklítUl en hann er skemmtilegur og því ómissandi. Fremur kysi ég hann þó í blaðinu en í dagskránni; skiptir þó ekki miklu máli, ef hann verður eins vel fluttur hér eftir sem Iiingað tU. Ég er bara hræddur um að þeir sem að útvarpinu standa vilji ekki segja það aUt um sjálfa sig, sem þeir liðu þó öðrum að skrifa. Ef til vill má það missa sig, en ströng ritskoðun veikir þó alltaf gildi frásagn- anna og gerir þær lífminni. Þar að auki eru gaman- þættir sígildari á blöðum en einu sinni heyrðir. Eg tel mig ekki hafa nema gott eitt um útvarpið að segja. Framburð þeirra sem þar láta til sín heyra tel ég vfirleitt góðan og sumra með ágætum. Þótt það komi stöku sinnum fyrir að menn ræski sig, þá tel ég það eðlilega tUviljun að menn sem halda langar ræður þurfi að liðka raddbböndin jafnvel í miðju erindi. En vatnsgutlið lætur illa í eyra, eins hafa sumir svo faUandi framburð að maður tapar síðasta orðinu i hverri setningu og getur þá stöku ágizkun mistekizt. Um dagskrárliðina er það að segja, að yfirleitt hlusta ég.með ánægju á allt sem talað er. Vitanlega er surnt af því hebreska fyrir mig svo sem fiskifræði og íþróttir. Ég hef alla æfi haft fast land undir fót- um og aldrei stokkið hátt svo þetta tvent og fleira er mér með öllu óviðkomandi. En ég get vel tekið þátt í annarra ánægju ef hún er mér ekki til baga. Lestur fornrita er fyrir mig albezti þátturinn og með afbrigðum vel fluttur. Lausavísnaþátturinn þykir mér góður. Hann er þjóðlegur og fróðlegur og svo er hann prýðilega fluttur, sem er eitt aðalatriðið. Barnatíminn er oft ágætur. Kvæði Stefáns Jóns- sonar eru með því bezta í nútíma skáldskap. Æska landsins á honum mikið upp að unna; mætti jafn- vel segja til hans eins og Jóns forseta: Þú komst sem andi af sjálfum guði sendur. Ritgerðasamkeppnina tel ég allgóðan skemmtiþátt en marklítinn, þar sem engin vissa er fyrir því að börnin séu ein um hituna. Sumir dómarnir komu mér undarlega fyrir sjónir, til dæmis fyrsta verðlaun í fyrsta flokki. Þar kemur fram bæði hjá barninu og dómnefndinni hrifning fyrir manndrápum og tortímingu. Vitanlega hefur heimili barnsins og dómnefndin tálið þá, sem hinn mikli hershöfðingi grandaði, réttdræpa og eignir þeirra einskisvirði, en fyrr má nú vera andúð á viss- um mönnum, en að skólar landsins fari að verðlauna slíkar gafur. Slikt fólk telur eflaust Fjallræðuna ekki mikils virði. Og svo er það með barnatímann eins og flest annað í útvarpinu, að hið talaða orð verður meir og meir að víkja fyrir söng og hljómlist. Það er hliðstætt því að maður byði vinum og vanda- mönnum 1 brúðkaup sitt, og veitingarnar yrðu svo hafragrautur og samlagsmjólk. Nú eru Akureyringar að syngja. Ég hlustaði á skemmtiskrána, það var söngur, söngur, söngur, leikrit, söngur, söngur og enn söngur. Þar sem allt er orðið svona syngjandi vitlaust, taldi ég víst að leikritið væri líka mest söngur, svo ég dró mig í annað herbergi.og fór að skrifa. Ég veit að söng- urinn hefur verið hreinasta snilld, en það er sama hvað hollu er helt ofan í fulla gæs, liún liefur ekki gott af því. En hvar skyldi nú vera héraðsstolt Ak- ureyringa, sem aldrei þola að maður leggi þar torfu í garð ef hann er ekki Eyfirðingur eða Suður-Þing- eyingur. Nú fara þeir að slá sig til riddara frammi fyrir þjóð sinni og koma þá. með það eitt sem alla daga ómar í eyrum hennar. En þcir töldu sig ekki hafa betra að bjóða. Það er sannarlega að gefa blind- um bók, að gefa Akurevringum höfuðskáld landsins hvert af öðru. Þeim yrði þá óefað sýndur meiri sómi á Sauðárkrók, ef ekki er rúm fyrir þá í borginni sjálfri. A morgun ætlar Grétar Félls að flytja erindi. List- in að lifa og deyja. Þau orð skil ég ekki. Ég hélt að lögmál náttúrunnar teldist ekki til lista, og síst svo ófrávíkjanlegt sem þetta. .Sem allt verður að lúta og getur engu um ráðið, að undanskildri þeirri eðl- ishneigð að varðveita lífið en forðast dauðann, en þar er maðurinn engri veru meiri. Raunar eru það allmörg orð er menntamenn flytja í útvarpi og koma mér fyrir, sem öfugmæli eða aínbögur, t. d. Það kemur ekki ósjaldan fyrir; Ég get ekki st.illt mig um annað; Hann er með nefið ofan í öllu o. s. frv. Spurningaþættir útvarpsins þykja mér alla tíð skemmtilegir og sakna þeirra sem nú tilheyra for- tíðinni. Þáttur Péturs Péturssonar þykir mér góður, að undanskildum tónverkaspurningunum, fyrst aðr- ar sérgreinir eru þá ekki teknar með, svo enginn Framhald á hls. 7 16 ÚTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.