Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Page 3

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Page 3
HVER VEIT? Viðlnl við SVEIN ÁSGEIRSSON hagfræðirig. Spurningaþátturinn „Hver veit?“ er orðinn mjög vinsæll liður í dagskrá út- varpsins, og mun það ekki hvað sízt að pakka stjórnanda hans, Sveini Ásgeirs- syjii hagfræðingi, sem annazt hefur þennan þátt af mikilli röggsemi, og er Sveinn nú kominn í tölu vinsælustu út- varpsmanna. Sveinn Ásgeirsson er ungur mennta- maður, aðeins 27 ára að aldri. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1944 og las fyrri hluta lögfræðinnar árið eftir. Hann sigldi síð- an til Svíþjóðar, þar sem hann stundaði nám við háskólann í Stokkhólmi. og lauk þar kandídatsprófi í hagfræði og bókmenntum, með listsögu og heim- speki sem aukafög. Sveinn kom heim árið 1950 og er nú fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík. Útvarpstíðindi sneru sér til Sveins og spurðu hann að ýmsu í sambandi við þennan þátt hans. Leysti Sveinn greið- lega úr spurningunum, og fer samtalið hér á eftir. Er það ekki erfitt hlutverk, að sjá um þáttinn „Hver veit?“? Það held ég að öllum myndi finnast. Þegar Ríkisútvarpið fór þess á leit við mig, að ég reyndi að koma á fót ein- hvers konar spurningaþætti, taldi ég öll tormerki á því. Mér var þó veittur góður umhugsunarfrestur, og við nán- ari athugun fannst mér viðfangsefnið allt að því lokkandi, tilraunin væri þess verð, að þún væri gerð, þrátt fyrir alla væntanlega erfiðleika og augljósa á- hættu. Voru ekki ýmis vandkvæði í byrjun á að finna fast form fyrir þessa spurn- ingaþætti? Ég var sannfærður um það, að ein- staklingar fengjust ekki nema í hópi og hópar ekki nema til keppni. Og það er hætt við, að svo verði, meðan kven- leg óframfærni hjá fullorðnum karl- mönnum er talin til dyggða hér á landi. Á slíkum þáttum sem þessum má hugsa sér margs konar form, þótt ég hafi valið þetta. Og þa'ð er um að gera að breyta nægilega oft um form á útvarpsþáttum; ÚTVAKPSTÖDXNDI 3

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.