Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Page 5

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Page 5
aðrar spurningar, en þær hefðu allar tekið lengri tíma en „úrslitakostirnir11 leyfðu. Þetta getur ríú varla talizt alvarlegt? Nei, en leiðinlegt. Ég hefði losnað við mörg óþægindi, ef ég hefði klippt þá spurningu af þræðinum, og sé eftir því, að hafa ekki gert það; en það skiptir í rauninni ekki máli. Sannleikurinn kem- ur alltaf í ljós um þau atriði, sem spurt er um, og ekki aðeins það, heldur bein- ist ljósið sérstaklega að þeim atriðum, sem ekki reynast fullafgreidd í spurn- ingatímanum. Gracia Deledda virðist hafa orðið álíka umtöluð fyrir að hafa verið svift Nóbelsverðlaununum eins og fyrir að hafa fengið þau á sínum tíma. Mönnum var ennfremur yfirleitt algerlega ókunnugt um það, að Einar Benediktsson hefði gefið út fyrsta dag- blaðið á íslandi, fyrr en það urðu áhöld um það í þættinum. Hver var svo þín heimild í þessu til- felli? Ég hafði lesið, eftir ávísun bókavarð- ar á Landsbókasafninu, yfirlitsgrein um íslenzka blaðamennsku eftir þjóðkunn- an mann, og það reyndist alrangt, sem þar stóð, að Jón Ólafsson væri fyrsti dagblaðsritstjóri á íslandi. Það er fljót- gert, að leiðrétta það, sem fram kemur í þessum spurningaþætti, en þessi vit- leysa í umræddri grein verður aldrei aftur tekin, og það er alvarlegt mál. Aðalatriðið er, að sannleikurinn komi fram og í sem flestra- eyru. Hafa hlustendur sent þér nokkra gagnrýni þessu viðvíkjandi? Ekki mér, heldur blöðunum. Og þar hafa menn krafizt þess, að enginn vafi mætti leika á því, hvert hið rétta svar væri. í fyrsta lagi er sú regla nær ó- íramkvæmanleg. í öðru lagi myndi hún útiloka svo margar spurningar, senni- lega flestar þeirra, sem menn langaði að spyrja. Það er ekki hægt annað en að byggja á þeim heimildum, sem álitn- ar eru traustastar. Að rannsaka heim- ildir er vísindastarf. Það er í rauninni furðulegt, hvað þátturinn hefur getað snert við hlutum, sem byggðust á ótraustum heimildum. Síðasta dæmið er „þambarskelfir“, sem varð tilefni til ítarlegrar meðferðar í þættinum „íslenzkt mál“. Heimild mín var: Forníslenzk lestrarbók, eftir Guðna Jónsson, magister, 2. útgáfa, 1947. Þar stóð: Þambarskelfir: (viðurnefni) kk., sá, sem hristir ístruna, ístrubelgur, af þömb : vömb, ístran. Enginn önnur skýr- ing var gefin. Ég athugaði einnig orða- bók Sigfúsar Blöndals, og þar stóð: Þömb: 1. vömb 2. bogastrengur. Þar sem aðeins var getið um merk- inguna: sá, sem hristir ístruna, í Forn- íslenzkri lestrarbók, taldi ég málið aug- ljóst og aðeins eina skýringu koma til greina meðal norrænufræðinga. En fyr- ir bragðið kom orðið til umræðu, og þá er tilganginum náð. Það er einmitt leið- in til að útbreiða fróðleikinn og festa mönnum hann í minni. Persónulega hallast ég svo að skýringu Halldórs J. Halldórssonar, magisters, en get hins vegar gleymt hinni merkingunni, þegar ég horfi á suma meðbræður mína. En það skyldi nú vera, að kennslubókum yrði breytt vegnaþessa? Þessir þættir þínir virðast þá sétla að vekja áhuga almennings á almennum fróðleik? Ég vildi óska þess. Daginn eftir fyrsta þáttinn hitti ég vin minn, sem sagði mér, að hann hefði fram til þessa álitið sig þekkja vel skáldskap Bjarna Thor- arensens, en svo hefði ég komið með ÚTVAKFSTÍÐINDI 5

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.