Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Side 6
vísu eftir hann, sem hann hefði ekkert
kannazt við. Hefði hann því tekið
Bjarna úr bókaskápnum og ekki hætt
fyrr en hann hefði fundið vísuna. Þetta
er lítil saga um það, hvað slíkur þáttur
sem þessi getur gert. Ef hann veitir
fróðleik og forvitni til meiri fróðleiks
og lestrar, og um leið einhverja eftir-
væntingu og ef til vill skemmtun, þá
er tilganginum náð. Og það var þetta
eftirsóknarverða mark, sem gerði það
að verkum, að ég lagði út í þetta áhættu-
sama fyrirtæki. Þetta hefur tekizt mis-
jafnlega, og er það fyrst og fremst mér
að kenna og hinum mjög ófullkomnu
aðstæðum; en ég er hjartanlega þakk-
látur öllum þeim, sem hafa sezt á pínu-
bekkinn fyrir framan mig og hlustend-
ur.
Þeir eru orðnir nokkuð margir, sem
komið hafa fram í þessum þáttum?
Já; þetta er eflaust sá af föstum þátt-
um útvarpsins, sem einna flestir hafa
komið fram í, og þannig hefur útvarpið
komizt í nánara samband við fólkið al-
mennt. Um hundrað manns hafa komið
fram í 6 þáttum. Það hefur verið mjög
ánægjulegt að stuðla að þessu. Ég tók
upp „viðbótarþáttinn“, um leið og hann
yrði óvænt atriði, til þess að sýna nýja
tegund af útvarpsþætti, sem gæti komið
til mála, þegar slík tækifæri byðust sem
þessi, — úr því að þeir voru uppi í út-
varpssal hvort eð var. Mér fannst það
geta verið fróðlegt og e. t. v. lærdóms-
ríkt, að kynnast félagslífi ýmissa starfs-
mannahópa hér; en yfirleitt er það dauft
og fábreytt. Og enn fremur væri hægt
að lokka fram í útvarpið ýmsa skemmti-
krafta, sem ekki myndu koma fram í
útvarpinu án tilefnis eins og til dæmis
þessa. Flestum félögum er algerlega um
megn að halda sjálfstæðar útvarps-
kvöldvökur. — En hvers vegna endilega
að teygja það út heilt kvöld — og þar
með tjalda öllu, sem til er, og eyðileggja
dagskrána meira og minna? Tvö—þrjú
atriði geta verið mátuleg. Betra að
hlustendum finnist dakskrárliðirnir of
stuttir en nógu langir.
Krause-hjónin voru á skemmtigöngu í dýra-
garðinum.
„Hvenær ætli öpunum sé gefið að eta?“ spurði
Krause.
„Hana nú,“ hreytti frúin út úr sér. „Ertu nú
srax orðinn svangur aftur?“ ■
★
Kurt er yfir sig ástfanginn af Lilo.
„Viltu verða konan mín?“ spyr hann ástríðu-
þrungið.
„Já,“ hvíslaði hún.
„Og hvenær ætti ég að tala við föður þinn?“
„Helzt einhvern tíma að kvöldi til, — þá er
hann alltaf á flókaskónum sínum!"
★
Emil vann við næturvörzlu. Hann ætlaði að
kv'ænast og bað um frí til miðnættis.
„Kæri vinur," sagði húsbóndi hans vingjarn-
lega; „úr því að þér ætlið að kvænast, getið þér
íengið frí í alla nótt.“
Emil svaraði: „Þess gerist ekki þörf, húsbóndi
góður; hún er nefnilega ekkja.“
★
Á gamlársdag kom Fritz inn á lögreglustöð-
ina með tösku í hendinni og lét hana upp á
borðið.
„Hvað er í þessari tösku?" spurði varðstjórinn.
„Náttfötin mín, inniskór og tannbursti," svar-
aði Fritz. „Ég er að fara á áramótadansleik og
lendi áreiðanlega hérna að honum loknum."
★
„Jæja,‘ sagði Jói við kunningja sinn; „nú
hef ég ákveðið að ganga í ævilangt bindindi!
Síðast, þegar ég lenti á því, sá ég tengdamóður
mína tvöfalda!"
ÚTVARPSTÍÐINÐI
6