Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Qupperneq 7

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Qupperneq 7
BARNIÐ OG MAÐURINN Eftir Tove Ditlevsen „Árni! Vertu nú ekki sí og æ á hæl- unum á henni mömmu þinni! — Farðu og leiktu þér með hjólbörurnar þínar!“ „Æ, lofaðu honum að eiga sig. Þú verður að muna, eftir því, hvað hann er búinn að vera lengi án mín.“ Æðarnar þrútnuðu á enni unga mannsins; en hann svaraði rólega og hlýlega: „Ég held, að við ættum ekki að vera ósammála, þegar drengurinn hlustar á okkur; finnst þér það ekki, Ella?“ Hún roðnaði ögn um augun og setti barnið mjúklega niður. „Árni minn!“ sagði hún blíðlega. „Nú skaltu fara og leika þér að hjólbörun- um þínum.“ Drengurinn hljóp steinþegjandi eftir garðstígnum og settist á hjólbörurnar sínar fyrir framan húsið, gegnt gras- blettinum, þar sem þau sátu. Hann var gugginn eftir veikindin, með dökka bauga kringum stóru, gráu augun. Hann langaði ekki svo mjög til þess að leika sér; hann þreyttist svo fljótt og fékk höfuðverk af að steypa sér kollhnís, hvað svo sem náunginn þarna sagði um það, að hann ætti að vera hraustur strákur. — Það sögðu þær líka á spítal- anum; en það var bara vitleysa, því það voru engir hraustir strákar þar. Og konurnar voru svo heimskar. Og hendurnar á þeim voru svo hrjúfar, að hann kenndi til, þegar þær mældu æða- sláttinn, svo að hann æpti á mömmu sína, unz hann sofnaði út af. Hann var leiður í skapi, og það fór illa um hann á hjólbörunum. Hann gat svo sem beðið um að fá að fara að hátta, en það hefði verið svo miklu meira gaman að sitja hjá mömmu; og ef mað- urinn væri ekki, hefði hann áreiðanlega mátt það. Varir hans titruðu ofurlítið, eins og af aðsteðjandi gráthviðu. Svo spratt hann á fætur og ríghélt um hjól- börukjálkana, því nú sátu þau ekki leng- ur sitt á hvorum stól, heldur lágu hvort við annars hlið á flötinni, og maðurinn var að strjúka hálsinn á mömmu með strái, og mamma hafði lagt höndina á brjóstið á manninum og höfuðið á öxl hans. Litla drenginn langaði mest til þess að hrinda manninum í burtu og hjúfra sig upp að mömmu sinni og kyssa hana, því það var alltaf svo góð lykt af henni; og þegar hann væri orðinn eins stór og pabbi, skyldi hann tafarlaust ráðast á manninn og þjarma að honum, þangað til hann væri dauður. Hann kenndi sársauka innan um sig, áþekkt magapínu, og þó eitthvað öðru vísi. „Mamma!“ kjökraði hann. En móðir- in unga, sem reyndar hét Elsa og var ákaflega ástfangin, heyrði hann hvorki né sá. Þá reis hann á fætur og sparkaði í ÚTV ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.