Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Side 8
mölina; og allt í einu sleit hann upp
handfylli sína af stjúpmóðurblómum í
villtri þrjózku. Honum ægði svo dirfska
sín, að hann hélt niðri í sér andanum
og leit út undan sér til móður sinnar.
En hún hafði þrýst sér enn fastar að
manninum og sá ekkert, sem fram fór,
því hún var með lokuð augun.
Þá æpti drengurinn hátt og skerandi,
svo að heyrðist langar leiðir: „Ég skal
segja pabba mínum það! — Ég skal
segja pabba það!“ Stóð svo grafkyrr
með opinn munninn, hálfsturlaður af
hugaræsingu, því að honum var full-
ljóst, að hann hafði sagt eitthvað hræði-
lagt.
„Árni! — Hvað er þetta?“ sagði rödd
mömmu, og hún var svo full hryggðar,
að það vakti honum undarlega og kitl-
andi kennd niður í fætur.
Hún kom hlaupandi og tók hann upp
og var með tárvot augu; en það var
jafngott, því sjálfur var hann það ó-
sjaldan.
„Árni minn! — Hvers vegna segirðu
þetta? Veiztu ekki, að pabbi hljóp í burtu
frá mömmu og Árna? Og hvað hefðum
við svo gert, ef Georg hefði ekki komið
til okkar. Georg er svo góður og þykir
svo vænt um þig, ef þú aðeins ert prúður
drengur.“
Hann hjúfraði sig upp að henni og
lét hana hampa sér eins og brjóstabarni.
Hann var brjóstabarn og þráði að vera
það. Og nú mátti hann, þessi Georg,
sigla sinn sjó. Hann horfði hlakkandi
yfir öxlina á móður sinni á manninn á
flötinni, sem beit á jaxlinn án þess að
nokkur skeytti því hót.
Mamma sleppti ekki barninu sínu,
heldur settist hún á garðstólinn og vagg-
aði honum mjúklega: „Uss, Árna stúfur;
uss, uss —“
PROKOFIEFF
LÁTINN
Rússneska tón-
skáldið Serge
Prokofieff er ný-
lega látinn, tæp-
lega 62 ára að
aldri. Utan Rúss-
lands var hann
frægastur allra
Sovét-tónskálda,
enda starfaði hann erlendis, einkum í
Frakklandi og Bandaríkjunum, hálfan
annan áratug á bezta skeiði ævi sinn-
ar, og frá þeim tíma eru mörg kunn-
ustu verk hans. — í Ráðstjórnarríkj-
unum hafði hann verið búsettur frá
því 1934. Þar sætti hann misjafnri
meðferð, — ýmist hlaut hann hin æðstu
verðlaun og viðurkenningarmerki eða
hann varð að þola harðar ákúrur og
gagnrýni á yerkum sínum, og gaf sig
undir hana með ótrúlegu lítillæti og
auðsveipni við sína pólitísku húsbænd-
ur. En verk hans frá þessu síðasta tíma-
bili ævi hans hafa, með fáum undan-
tekningum, ekki aukið miklu við frægð
hans í hinum vestræna heimi.
Prokofieff var fæddur í þorpinu Sont-
zovka í því héraði Rússlands, sem nú er
kennt við Dnjepropetrov, 23. apríl (nýi
stíll) 1891. Hann byrjaði lagsmíði þegar
hann var á sjötta ári og var snemma
komið til tónlistarnáms, en heima fyrir
hafði hann notið tilsagnar móður sinn-
ar, sem var allgóður píanóleikari. Meðal
kennara hans voru ýmis frægustu tón-
skáld Rússa kringum og eftir aldamót-
in: Rimsky-Korsakov, Gliere, Liadov,
8
ÚTVARPSTÍÐINDI