Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Page 9

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Page 9
ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖE verður leikið í út- varpið 4. apríl n. k. Þessi mynd er úr atriði í 1. þætti. Tcherepnin og Glazunov. Hann lauk námi í tónlistarskólanum í St. Péturs- borg vorið 1914, 23 ára að aldri, og hafði þá samið allmörg stórverk, m. a. óperu, hljómsveitarverk, tvo píanókonserta og fiðlukonsert, tvær píanósónötur og fjölda smærri verka fyrir píanó (þar á meðal hið alkunna „Suggestion dia- bolique11). Ekki munu þessar tónsmíðar allar hafa fundið náð fyrir augum hinna ráðsettu kennara Prokofieffs, en þó veittu þeir honum á burtfararprófinu fyrstu verðlaun fyrir píanókonsertinn nr. 1, sem hann lék sjálfur með nem- endahljómsveit skólans undir stjórn Tcherepnins. Um þetta leyti er talið, að stíll Pro- kofieffs sé orðinn fullmótaður í höfuð- dráttum, og frá næstu árum eru mörg þau verk, sem mestrar frægðar hafa afl- að honum, t. d. „klassíska sinfónían“, píanókonsertinn nr. 3, píanósónöturnar nr. 3 og 4, lagaflokkurinn „Visions fugi- tives“ o. fl. Vorið 1918 stjórnaði hann fyrsta flutningi „Klassísku sinfóníunnar 1 Pétursborg, og skömmu síðar hvarf hann frá Rússlandi og var eftir það langdvölum erlendis, eins og fyrr var sagt. Fyrst dvaldist hann í Bandaríkj- unum um fögurra ára skeið, og þar var flutt í fyrsta skipti óperan, sem nefnd er á ensku „Love for Three Oranges“, en hljómsveitarþættir úr henni hafa náð miklum vinsældum um allan heim. Hann kom einnig víða fram sem píanó- leikari, einkum í eigin verkum, og þótti mjög snjall. Árið 1922 settist hann að í París, og tókst þá náið samstarf með honum og Djaghileff, hinum fræga brautryðjanda rússneska ballettsins í París. Þar komst hann einnig í kynni við Koussevitzky, síðar stjórnanda Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Boston, sem lét flytja mörg verk Prokofieffs, sum í fyrsta skipti. Frá þessum og næstu ár- um eru sinfóníurnar nr. 2, 3 og 4, kon- Framli. á bls. 15. ÚTVARPSTÍÐINDI 9

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.