Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Blaðsíða 15
PROKOFIEFF
Framh. af bls. 9.
sertar og kammermúsik, fimmta píanó-
sónatan og mörg fleiri verk.
Af þeim tónverkum, sem Prokofieff
samdi eftir að hann hvarf alfarinn til
Rússlands 1934, hefur „Pétur og úlfur-
inn“ náð mestri útbreiðslu hér í hinum
vestræna heimi, og mun það þó ekki
vera veigamesta verkið.
Prokofieff hefur ekki rutt nýjar leiðir
á sviði tónlistarinnar og ekki .lagzt mjög
djúpt í verkum sínum yfirleitt eða brot-
ið erfið viðfangsefni til mergjar. En
hann er leiftrandi snjall höfundur,
gæddur kímnigáfu, sem stundum nálg-
ast kerskni, og ljóðrænni hneigð, sem
hann sjálfur taldi stundum vera mjög
vanmetna. Tónlist hans er hlaðin lífi og
orku, sem er hressandi og hrífandi á
sinn hátt, enda þótt hún skilji sjaldan
eftir djúp eða varanleg áhrif hjá áheyr-
andanum.
J. Þ.
Þórarinn Guðnason læknir, flytur á næstunni
erindi að tilhlutan Krabbameinsfélags íslands.
Mánudaginn 13. apríl verða þessi tónlistar-
atriði flutt:
Útvarpshljómsveitin; Þórarinn Guðmundsson
stjórnar:
a) Úr þjóðlögum Sveinbjörns Sveinbjörns-
sonar.
b) „Don Juan“, forleikur eftir Mozart.
Einsöngur: Anna Þórhalisdóttir syngur; Fritz
Weisshappel aðstoðar:
a) „Land míns föður“, eftir Þórarinn Guð-
mundsson.
b) „Vögguvísa", eftir Sigurð Þórðarson.
c) „Widmung", eftir Kobert Franz.
d) „An die Laute", eftir Schubert.
. ’ e) „Lachen und Weinen", eftir Schubert.
f) „Sandmannchen" ,eftir Brahms.
g) „Ave Maria", eftir Þórarinn Jónsson.
Skoðanakönnunin
Frestur til að skila atkvœðaseðli
fratnlengdur lil 25. april.
Atkvæðagreiðslan um vinsælustu út-
varpsmenn ársins 1952, sem Útvarps-
tíðindi efndu til í síðasta hefti, er nú í
fullum gangi. Berast atkvæðaseðlarnir
nú ört til afgreiðslu blaðsins, og virðist
þátttakan orðin mikil strax. En vegna
þess, að við óttumst að ýmis byrjunar-
mistök verði á dreifingu þessa fyrsta
heftis, og að þess vegna m. a. hafi frest-
urinn, sem við hugsuðum okkur í upp-
hafi, verið of naumur með tilliti til
fólks úti um land, höfum við ákveðið
að framlengja frestinn til að skila at-
kvæðaseðli til 25. apríl, og vonum, að
sá tími muni nægja til þess að fá al-
menna þátttöku.
Það skal tekið fram, að enn eigum
við nokkurt upplag af þessu fyrsta hefti,
og séu einhverjir, sem sérstakan áhuga
hafa á þessari skoðanakönnun, geta þeir
skrifað okkur og fengið atkvæðaseðla
til dreifingar.
Þessi fyrsta skoðanakönnun hinna
nýju Útvarpstíðinda hefur fengið hinar
beztu undirtektir. Er almennt álitið, að
niðurstöður hennar geti orðið til mikils
gagns. Má í því sambandi benda hér á
ummæli Morgunblaðsins um þessa skoð-
anakönnun, en þar segir Velvakandi
m. a. (13. marz ’53):
„Líklegt er, að vinsæl muni reyn-
ast meðal hlustenda skoðanakönnun sú,
sem hin nýju Útvarpstíðindi hafa stofn-
að til um það, hverjir hafi verið vin-
sælustu útvarpsmennirnir árið 1952.
Með því að taka þátt í þessari atkvæða-
greiðslu, gefst hlustendum ágætt tæki-
ÚTVARPSTÍÐINÐI
15