Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Qupperneq 16
Þessir þættir eru, eins og nafnið bendir til,
ætlaðir til þess að koma óskum og gagnrýni á-
hugasamra útvarpshlustenda á framfæri. Kins
og við höfum áður tekið fram, er okkur það
mikið áhugamál að sem flestir sendi okkur
greinar til birtingar í þessum þætti, og hefur
fyrrverandi ritstjóri Útvarpstíðinda sagt okkur,
að fyrr á árum hafi blaðinu borizt meira efni
frá áhugasömum hlustendum en það nokkurn
tíma gat birt. En þá var líka nýjabrum á út-
varpinu og áhuginn á efni þess ennþá betur
vakandi meðal almennings. En útvarpið er og
verður svo snar þáttur í daglegu lífi þjóðar-
innar, að áhugi hlustenda á efni þess má aldrei
dofna. Þess vegna er það von okkar, að „Radd-
ir hlustenda" verði jafnan háværar og fjöl-
breyttar og erum við þakklátir öllum, sem þar
láta til sín heyra.
Okkur hefur borizt bréf frá ágætum velunn-
ara Útvarpstiðinda norður í Skagafirði. Fer
hann mjög vinsamlegum orðum um fyrsta
hefti blaðsins, og um gagnrýni hans á því er-
um við honum sammála og þakklátir. Hann
segir m. a.:
færi til að veita viðurkenningu eftir-
lætum sínum við hljóðnemann. Ekki er
heldur ósennilegt, að slík skoðanakönn-
un geti í framtíðinni orðið þeim, sem
koma fram í útvarpið uppörvun til að
leggja sig enn betur fram við verkefni
sín. — Útvarpsmenn eru mannlegir,
engu síður en annað fólk!“,
Við þetta er engu að bæta nema því,
að Útvarpstíðindi skora á ykkur, góðir
útvarpshlustendur, að taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni og eggja til þátttöku.
Úrslitin getum við væntanlega birt í
maí-hefti Útvarpstíðinda.
„Þá finnast mér Raddir hlustenda frekar
innihaldslitlar og í gamla daga var í hverju
hefti ágæt smásaga, og þeirra sakna ég ef til
vill einna mest. Ég hef í huga að senda ykkur
bráðlega smápistil í Raddirnar og vænti þess,
að hann líti þá náð í augum ykkar, að hann
fái að fljóta heill og óskorinn í ritið.
Ég vil að lokum geta þess, að í vetur, er Ragn-
heiður Hafstein flutti sína ágætu útvarpssögu,
bar svo við í sveit einni, að halda átti samsæti
nokkurt á mánudagskvöldi. Gestir voru allir
mættir á tilskildum tíma, kl. 10, en þá var von
á útvarpssögunni. Var þröngt setinn Svarfaðar-
dalur, þar sem viðtækið var, og einnig notazt
við hátalara, og varð samsætið ekki sett fyrr
en að loknum lestri sögunar."
Við þökkum þessum skagfirzka bréfritara
ágætt bréf hans og vonum, að ekki líði á löngu,
að hann sendi okkur pistil í „Raddirnar".
„Áskrifandi" skrifar og biður um tvo á-
kveðna dægurlagatexta í þessu hefti: Drauma-
landið eftir Kristínu Clausen og texta við lagið
Ágústnótt eftir Oddgeir Kristjánsson. Því mið-
ur barst okkur bréf þetta svo seint, að við
getum ekki orðið við þessum óskum fyrr en í
næsta hefti, og vonum, að bréfritarinn sýni
okkur umburðarlyndi þangað til.
Þau mistök urðu í síðasta blaði, að mynd,
sem þar birtist í grein um Johann Sebastian
Bach og sögð er af honum, er af Mozart. Biðj-
umst við afsökunar á þessum mistökum, og
þökkum þeim, sem hafa bent okkur á þau.
Brynki var að koma úr hófi, dálítið valtur á
fótunum. Hann fór inn í strætisvagninn og var
ekki fyrr setztur en hann kveikti sér í sígarettu.
Vagnstjórinn sneri sér að honum og sagði
byrstur:
„Sjáið þér ekki hvað stendur á skiltinu þarna:
Reykingar bannaðar?“
Brynki svaraði með stökustu ró:
„Og sjáið þér ekki skiltið, sem er við hliðina
á því? Þar stendur: Notið „Lady“ brjóstahald-
ara! Gerið þér það?“
★
Gömul kona, sem sá Niagarafossana í fyrsta
sinn, hrópaði upp yfir sig: „Drottinn minn! —
Þá man ég það, að ég gleymdi að skrúfa fyrir
kranann í eldhúsinu."
16
ÚTVARFSTlÐINDI