Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Side 17

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Side 17
DAGLEGT MÁL „Ég er tniklu bjartsýnni um framtíð ís- lenzkunnar síðan ég hóf flutning þáttarins Óhætt er að fullyrða, að þáttur Ríkis- útvarpsins í málvöndun sé þegar orð- inn mikill. Má þar m. a. minna á hina vinsælu þætti „íslenzkt mál“ og nú síð- ast þáttinn „Daglegt mál“, sem Eiríkur Hreinn Finnbogason cand. mag. hefur annazt. Hafa Útvarpstíðindi snúið sér til Eiríks og beðið hann að gera lesend- um þeirra nokkra grein fyrir þessum þætti hans. Fer grein hans hér á eftir. Ég er ekki upphafsmaður þeirrar hug- myndar, að Ríkisútvarpið flytti þátt á borð við Daglegt mál. Það munu vera um 20 ár síðan hún skaut upp kollinum fyrst og ætla ég, að Benjamín Sigvalda- son fræðimaður hafi fyrstur manna vak- ið máls á slíkum þætti við ráðamenn útvarpsins. Ekki veit ég þó, hvers vegna þessi hugmynd hefur ekki komizt í framkvæmd fyrr en í vetur. Ég tel mig geta fullyrt, að hér muni ekki vera um að saka áhugaleysi ráða- og áhrifa- manna Ríkisútvarpsins. Þeir hafa sýnt þessum málum, síðan ég fór að blanda / ÚTV ARPSTÍ ÐXNDI mér í þau, fullan skilning og áhuga, sem ég kann þeim miklar þakkir fyrir. Tilgangurinn með þessum þætti er fyrst og fremst sá, að taka til athugunar helztu málvillur og orðskrípi í mæltu máli og blöðum og vekja almenning til umhugsunar um þau efni. Af nógu er að taka, og hef ég óttazt annað meira í sambandi við þáttinn en að í hann skorti efni. Þágufallssýki, rangar beygingar, erlend áhrif, gömul og ný, ónákvæmni í meðferð málsins, sljór skilningur á merkingum orða — allt þetta á sér stað í daglegu máli voru, og fleira mætti telja. Auðvitað er baráttan gegn þessu fyrst og fremst í verkahring skólanna. En viðnám móðurmálskennaranna gegn málvillunum er þó óskipulegt og án samvinnu milli þeirra. Einn leggur mikla áherzlu á að leiðrétta málvillur, annar litla. Það torveldar starfið, að engin gagnger rannsókn hefur farið fram á því, hvers konar málvillur eigi sér helzt stað né hvernig baráttunni gegn þeim yrði bezt hagað. En jafnvel 17

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.