Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 01.04.1953, Blaðsíða 18
þótt skipuleg herferð yrði hafin í skól- unum, yrði það ekki nóg, ef ekki yrði um leið útrýmt verstu málvillunum af heimilunum og úr því lesmáli, sem fólk hefur mest um hönd — blöðunum. Eins og nú horfir held ég að þessir aðilar vinni heldur á móti skólunum í þessu efni, þ. e. rugli það aftur, sem kennar- arnir leiðrétta. Mestu varðar þó, að börnin læri strax að tala rétt. Það er erfiðara að kenna það, sem áður hefur verið lært vitlaust, en hitt, sem aldrei hefur verið kennt. Sú málkennd, sem barnið öðlast fyrstu árin, verður alltaf sterkust. í þessu efni er allt undir heim- ilunurrf komið. Mikið af málvillum og hrognamáli blaðanna held ég að stafi fyrst og fremst af flýti og hroðvirkni, en ekki því, að blaðamennirnir séu ekki starfi sínu vaxnir, hvað móðurmálskunnáttu snertir. Margir blaðamenn vorir hafa sýnt það, að þeir geta gert vel, ef þeir hirða um að vanda sig E.inhverjar und- antekningar finnast, en þær álít ég, að séu ekki ýkja margar. Það, sem blöðin skortir mest nú, er meiri vandvirkni og betri prófarkalestur. Með því held ég, að afstýra mætti flestum málvillum þeirra. Ég get ekki kvartað yfir því, að þætt- inum hafi verið sýnt tómlæti. Mjög margir hafa látið í ljós áhuga sinn munnlega og skriflega. Mér hefur borizt fjöldi bréfa, en þó flest úr Reykjavík. Yngsti bréfritarinn er 14 ára. Flest eru þessi bréf frá óskólagengnu fólki, og öll eiga þau sammerkt í því, að í þeim kemur fram brennandi áhugi á móður- málinu og meðferð þess. Verð ég að segja það, að ég er miklu bjartsýnni um framtíð íslenzkunnar síðan ég hóf flutn- ing þáttarins en ég var áður. Bréfin hafa Hin unga og glæsilega söngkona Þuríður Pálsdóttir, syngur í útvarpið á skírdag kl. 20,15. — Meðal annars syngur hún lög eftir Scliuhert, Brahms og Þórarinn Jónsson. sýnt mér, að meðal óskólagengins al- mennings á móðurmálið marga ótrauða liðsmenn — fólk sem kann íslenzkuna hreina og ómengaða og hefur svo sterka málkennd, að hvergi skeikar, þó að það hafi aldrei í skóla komið né í málfræði litið. Það er hjá slíku fólki, sem íslenzk- an varðveitist, og framtíð hennar hvílir á herðum þess. Um framtíð þáttarins get ég ekkert sagt. Það er á valdi ráðamanna útvarps- ins, hvort honum verður haldið áfram næstu vetur. Nauðsynlegt er, að hann sé ekki alltaf í höndum sama mannsins. Fólk þreytist á sömu röddinni til lengd- ar og líkum efnistökum. Eiríkur Hreinn Finnbogason. 18 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.