Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1910, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.05.1910, Blaðsíða 2
14 PRENTARINN ef til vill svo farið, að félagið hefði hag af; og stæði kanske betur að vígi að hafa pá ekki átt frumkvæði að uppsögn. Samningstímabilin ættu ekki, þar sem þessu máli er komið í jafngott horf og nú er, að vera skemri en fjögur ár. Það er vissulega þreytandi fyrir báða málsparta, og getur enda verið tilfinnanlegra fyrir prentsmiðjur, heldur en margur félags- maður hyggur, að félagið hrófli við samning- um þessum á stuttu millibili, — ef ekki eru því brýnni ástæður fyrir hendi. Prentarafélagið hefur hlaupið svo stórt skref síðustu fjögur árin til stór-hags fyrir stéttina, að því er til samninganna kemur, að það hefði óefað gott af að nema nú staðar um stund, njóta þess fengna, og hugsa meðal annars ofurlitið um afstöðu sina gagnvart prentsmiðjunum i sambandi við afstöðu prentsmiðjanna að því er snertir viðskifti þeirra út á við. — Prentarafélagið verður, er það gengur til samninga við prentsmiðjueigendur, að hafa glöggt auga fyrir þeirri verðlagshækkun, er koma hlýtur niður á alla framleiðslu verks- ins vegna krafa þeirra, er prentsmiðjueig- endur verða og liafa orðið að ganga inn á með samningum við félagið í það og það skiftið. Og þar sem allflestar kröfurnar beinast í fjárliagsáttina, er það auðskilið hverjum at- hugulum manni, að samningstímabilin, séu þau stutt, eru allviðsjárverð atriði prent- smiðjueigendum, — og enda hættuleg verka- mönnum jafnframt, því biði framleiðslan linekki vegna ótímabærra krafa frá liendi félagsins, — enda þótt afréttmætar kunni að vera í sjálfu sér, — hefnir það sín aftur á verkamönnunum. Og þá er ver farið. Eg hef heyrt einstaka félagsmann inna að þvi, að kaup prentara væri of litið, og vel mundi i mál takandi að hækka það að nokkru — cina krónu á livern mann hefur verið nefnt á nafn. — Sömuleiðis, að þriggja daga frí að sumarlagi, með óskertu kaupi, væri nauðsynlegt, og loks að prentsmiðjur borg- uðu i sjúkrasjóðinn ofurlítið gjald af hverj- um fullnuma sveini, er þær hefðu. Ekki skal eg leiða getum að því, hvorttil- lögur í þessa átt láta til sín heyra frá nefndar- innar hlið á sinum tíma. — Og síst ber því að neita, að ekki séu þær æskilegar i garð okkar prentaranna. En sem stendur eru þær ótímabærar að minni hyggju. — Pær skapa ný álög á framleiðsluna, er ekki má við þeim nú, vegna þess, hve örskamt er siðan að kröfur félagsins urðu til þess að leggja 15—30°/o á alt unnið prentverk hér i bænum. Pess hefur verið getið, og það að réltu, að núgildandi samningur væri ófullkom- inn hvað akkorðsmenn snerti, þeir hefðu þar ekkert atriði að styðjast við; yrðu því sjálfir að skapa sér reglur, eða þá að sætta sig við »gamia lagið«. Petta er satt. Samningurinn tekur það meira að segja skýrt fram, að hann nái ekki til akkorðsmanna. En eg man það, að þegar félagið hafði núgildandi samn- ing á prjónunum, þá var svo ákveðið, að akkorðsreglur skyldu fylgja honum, enda kaus félagið nefnd til að semja þær, og lauk hún því starfi. En stjórn sú, er að völdum sat, mun liafa orðið nokkuð naumt fyrir með undirskrift samninganna um áramótin 1908—’9 og akkorðsreglurnar því orðið viðskila, flýtis vegna. En þennan agnúa, sem akkorðsmönn- um, getur verið allhagalegur, getur félagið lagfært með þvi einu, að leggja akkorðsreglur fyrir prentsmiðjueigendur einhverntíma eftir októbermánaðarlok i haust, og fáþærviður- kendar sérstaklega. — Við s a m n i n g n u m er óþarft að hrófla þeirra vegna ein- göngu; — það sér hver maður. Hallgr. Benediklsson. SJÚKRASJÓÐURINN. Aukin hlunnindi veitir sjóður þessi prent- urum nær þvi árlega, og verða félagsmenn að vera vel á verði og gæta þess vandlega, að tekjur hans rýrni ekki. Nú í 3 ár höfum við ekkert gert fyrir sjóðinn til þess að auka tekjur lians og: virðist heldur slælega að verið. Engum stendur nær að koma með ný- mæli í þessa átt en stjórn sjóðsins, og gerir hún það væntanlega bráðlega.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.