Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1910, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.05.1910, Blaðsíða 4
16 PRENTARINN sinnis höfðu verið bornar upp fj'rir þá — en ekki virtar viölits eða athugunar, hvað þá nieir. Aðgerðaleysi félagsins á þessu ári, á þvi vafalaust rót sína að rekja til þessa. En þetta værðar eða þreytunierki hverfur eins og þoka fyrir stormi með árinu 1904. Þá vakna félagsmenn allir með nj’’jum dug, nýjum áhuga og ráðum til að fleyta sér fram á við og trcysta félagsböndin. Pá kem- ur það verulega fram, að árið 1903 er undan- fari nýrra lramfara með prenturum i Reykja- VÍk. (Frh). HRAÐPRESSAN 100 ÁRA. Hundrað ára afmæli hraðpressunnar var 29. marz þ. á., og er það svo mikilsvert at- riði í sögu prentlistarinnar, að sjálfsagt er að minnast þess með nokkrum orðum. Pjóðverjinn Friedrich Koenig gerði þessa mikilvægu uppgötvun, og árið 1802—3 reyndi hann að koma henni í framkvæmd með þvi að íinna að máli ýmsa menn í Þýzkalandi og Austurríki og skýra fyrir þeim uppgötvun sina. En þar vildi enginn ljá lionum lið. Hann gafst þó ekki upp við svo búið, og datt í liug að snúa sér til Rússakeisara. Skrifaði liann síðan keisaranum og sendi uppdrætti og lýsingu á vélinni, en fékk það svar, að af þessu væri ekki hægt að fá »full- kominn og réttan skilning«. Prátt fyrir þetta hélt liann að sér gengi betur, ef liann færi þangað sjálfur, og stj'rktu vinir hans hann til fararinnar. En alt fór það á eina leið; í St. Pétursborg vildi eng- inn líta við uppgötvun hans. Paðan hélt hann svo til Lundúna. í Lundúnum fékk Koenig atvinnu hjá Thomas Bensley prentsmiðjueiganda, og 1. apríl 1807 gerðu þeir samning um, að nota uppgötvunina til sameiginlegra hagsmuna. Koenig byrjaði nú á smíðinu, sem var bæði erfitt verk og vandasamt; og ógjörla vita menn um, hvernig hann vann verkið, en góða hjálp fékk liann hjá landa sinum, sem þar var, Andreas Friederich Bauer; hann var afbragðs verkfærasmiður. En erfiðleikum Koenigs var þó ekki lokið, því Bensley þótti smíðin ganga seinlega og vera um of kostnaðarsöm. Hann hafði lagt 500 pd. sterling í fyrirtækið, og áleit nú nauðsynlegt, að fleiri legðu fé til; fengust til þess tveir prentsmiðjueigendur i Lund- únum, George Wood/all og Richard Taylor, en eigandi blaðsins »Times« neitaði að vera með. Hinn 29. marz 1810 var Koenig veitt einka- lej’fi í Lundúnum á pressu, sem liann nefndi h r a ð p r e s s u, og vorið 1811 varhún fullgerð og tók strax til starfa. Hið fj’rsta, sem hin nýja vél prentaði, var örk af »Annual Re- gister 1810«, 3000 eintök. Peir Koenig og Bauer endurbættu siðar pressuna á margvíslegan liátt, og 30. okt. 1811 fékk Ivoenig einkaleyfi á nýrri pressu; þriðja einkaleyfi fékk hann á enn fullkomn- ari pressu 23. júlí 1813, og 29. nóv. 1814 var Lundúnablaðið »Times« fyrst prenlað í slíkri pressu, og þann dag er hún álitin að vera fullgjörð; enda gekk Koenig öruggur að því verki. Hann vissi að aileiðingarnar fj’rir liann yrðu slæmar, ef að honum mistækist prentun blaðsins; en alt fór vel, og liann fékk nú endurgoldið margra ára erfiði og áhyggjur. Síðan hefir hraðpressan tekið mörgum og miklum breytingum. — Eltirlíking af pressu þeirri, sem Koenig bjó til 1811, er til i »Deutsclie Museum« í Múnchen. Koenig og Bauer héldu nú lieim til Pýzkn- lands og kej’ptu gamalt klaustur í Oberzell við Wúrsburg og stofnuðu þar hina frægu véla- smiðju með firmanafninu »Koenig & Bauer<t. (Þýtt úr »Typographiana«). Fnndur í Prentarafélaginu Sunnudaginn 26. Júní kl. 1. 1 EIR, er ekki hafa borgað blaðið, eru á- mintir um að gera það sem fyrst. Ábyrgðarmaður fyrir liönd Prentarafélagsins: Ilallgr. Bencdiktsson. Prentsmiðjan Uutenberg.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.