Prentarinn


Prentarinn - 01.08.1910, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.08.1910, Blaðsíða 3
P n E N T A R I N N 19 takniarkinu eftirleiðis, heldur en nokkru sinni áður. — Það er vinningurinn. (Frh.). PRENTLISTIN. Jóhanri Gutenberg er fæddur í Mainz á Þýzkalandi kringuni árið 1400; livaða dag mánaðar eða ár vita menn ekki með vissu. Um æsku lians og uppvöxt vita menn ekki annað, en að hann var af góðu bergi brotinn (af aðli), en pó var liann og ættmenn hans fremur fátækir. Arið 1420 fluttist hann og ættingjar hans frá Mainz, vegna uppreistar í bænum, og halda menn að allar eigur peirra haíi pá farið forgörðum. Þess er getið til, að Guten- berg, meðan hann dvaldi í Mainz hafl stund- að gullsmíði, pví gullsmiðir peirra tíma voru í miklu áliti, og margir peirra mestu lista- menn, sem pektu smíði og meðferð á málmi og dýrum steinum. Par næst heyrist lians gelið í Strassburg 1439. Hann er pá í málaferlum við menn nokkra, er liann heflr verið í félagi við. En pó vila menn ckki livað peir liöfðust að, pví réttarbækurnar eru týndar — hinar síð- ustu glötuðust í stríðinu 1871. Pó vita menn af afskriftum, sem til eru, að í peim liafi verið nefnd »pressa« og að »prykkja«; einnig er talað um að fága eða slípa dýra steina og að búa til spegla. Og auðséð er á öllu, að hann lieflrverið maður, sem hefir fengist við margt, eða réttnefndur Edison peirra tima. Að liann liefur haldið hugmyndum sín- um leyndum fyrir félögum sínum, sést af samningi, er hann gerir við pá 1438, par sem liann lofar að segja peim frá pvi, er hann haldi leyndu fyrir peim. Hann var hræddur um, að peir myndu stela hugmynd- um sínum, en varð pó neyddur til að segja peim f'rá nokkrum af peim, til pess að hafa út úr peim peninga, pví pá skorti hann ætíð. Hann bjó nú í Strassburg, par til 1444, að ræningjaflokkur réðist á borgina. Guten- berg gekk í lið með borgarmönnum, en hús hans var rænt og verkfæri lians eyðilögð. Þaðan fer hann svo allslaus til Mainz, og ætlaði sér að setjast par að sem gullsmiður. Hans er par næst getið í fæðingarbre sinum Mainz, og lánar hann pá 800 gyllini af Johan Fust, með 6°/o í rentu, og lofar Fust honum 300 gyllinum árlega. Nú sést og til hvers hann'notaði alla pá peninga, sem hann lánaöi. Hann keypti blý, tin, stál, liti og verkfæri. Pressuna hafði hann og tréramma, og árið 1450 gat hann búið til brúklegt letur til að prenta með. Pað ár heflr hann pví að öllum lik- indum verið farinn að prcnta bækur. Árið 1452 hafði Gutenberg fullkomnað uppgötvun sína, og alt var nú undirbúið til pess hann gæti notið óvaxta iðju sinnar. Biblían var fyrsta verkið, sem hann prent- aði, og margt annað hafði hann fyrirliggj- andi. Bækur voru pá dýrar, og vænti hann sér pvi mikils hagnaðar af uppgötvun sinni, — en pá misti hann einmitt aleigu sina. Fust og tengdasonur hans, Schöffer, sem báðir pektu uppgötvun Gutenbergs, póttust nú geta komist af án hans, og notuðu Bibli- una, sem langt var komið að prenta, sem ástæðu til að koma honum af sér. Fust hélt pví fram, að prentunin á pvi sem búið var hefði verið alt of dýr, og heimtaði pen- inga sína með vöxtum og vaxtavöxtum. Hann samdi langan okurreikning, og krafðist að Gutenberg borgaði sér 2026 gyllini, og fékk liann dæmdan til pess, eftir samningi, sem peir höfðu gert, en hann hljóðaði á pá leið, að áhöldin, sem voru að veði fyrir láninu, yrðu lians eign, ef samningurinn væri ekki haldinn. Tók liann til sín, samkvæmt dómi, öll áliöldin ogpað sem búið var af Biblíunni. Peir Fust og Schöffer fullprentuðu nú Biblíuna og seldu hana rándýrt, en fremur litið seldist af henni. Hún var í 2 bindum, hið fyrra 327 blöð, en hið siðara 317 blöð. Blöðin voru 30 sentimetrar á liæð og 20 sm. á breidd. Síðurnar voru tvídálkaðar með litskreyttum upphafsstöðum; 42 linur voru á síðu, og er hún pví nefnd 42-línu-Biblían. — 16 eintök eru nú til af lienni, 7 prykt á pergament og 9 á pappir, og virt á 60—90,000 kr. hvert eintak. Gutenberg stóð nú uppi, peningalaus og hjálparlaus. Með hinum gömlu letrum sin- um prentaði hann nú 36-línu-Biblíuna, en hún seldist illa, eins og hin fyrri. Ilann

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.