Prentarinn


Prentarinn - 01.08.1910, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.08.1910, Blaðsíða 1
PRENTARAFÉLAGIÐ 1897-1910 (stutt yfirlit). Arið 1904 er mjög eftirtektavert timabil í starfsemi prentarafjelagsins, og verður því ckki komist hjá, að geta þess allítarlega, vegna áranna sem í hönd fara. Á aðalfundi 21. fehr. eru kosnir í stjórn þess Guðjón Einarsson form., Guðm. Pór- steinsson ritari og Einar Hermannsson féh. Félagsmenn eru um 20 í ársbyrjun, en 6 bætast við á árinu. Fjárhagurinn er þröngur, cnda gengið til þurðar næstliðin tvö ár. Hlutavclta erhaldin síðari hluta ársins til ágóða fyrir sjúkrasjóðinn; gefur hún af sér 700 krónur í ágóða. Fegar eftir aðalfund tekur félagið að vekja upp samningstnálið og hreyfa þvi fyrir alvöru; skrifa prentsmiðjueigendum og leita hófanna um samvinnu. Og 1. mai eru bornar upp i félaginu tillögur til samnings, er sam- þyktar eru í einu hljóði. Eru þær síðan lagðar fyrir prentsmiðjueigendur. En svörin eru fá og smá. Einn þeirra þykist að vísu vera meðmæltur tillögunum, en á svörum hinna, ef svör geta kallast, er hreint ekkert að græða, því þau snúast um atriði, er félag- inu eða tillögum þess koma ekkert við; auk þess eru þau munnleg. Við þetta situr í bili. En á fundi 22. júní verða miklar umræður um þessi »svör — eða svaraleysi«, eins og komist er að orði i fundarbókinni. Lýkur þeim þann veg, að skorað er á stjórnina, að skrifa prentsmiðjueigendum brjef, sem undir- ritað sé af öllum félagsmönnum, og skora þar á þá, að senda skrifleg svör og skýr upp á sainningstillögurnar frá 1 maí; — þetta var gert þá þegar. En svo liðu samt tímar, að ekkert kom svarið. f*á gramdist félagsmönnum. Voru þeir nú annars vegar í miklum vafa um, livað gera skyldi — en liins vegar orðnir stórleiðir á þófi þessu og skriffinsku- vastri, er mál þetta liafði í för með sér; sáu líka, að við svo búið hrökk hvorki né stökk. Fóru svo leikar, að félagsmenn hölluðust nokkurnveginn einhuga að þvi, að leggja niður vinnu hjá prentsmiðjueigendum. Sú hugmynd félck líka byr undir báða vængi við það, að nokkrir Prentarafélagsmenn höfðu i kyrþey bundið það fastmælum, að setja prentsmiðju á stofn, til þess, ef verða mætti, að bæta kjör sín og lyfta stéttinni. Að vísu er stofnun þessi félaginu óvið- komandi, en því er samt ekki að leyna, að hún skapar þá ósjálfráðu von lijá öllum þorra félagsmanna, að aðstaða félagsins gagnvart prentsmiðjueigendunum hljóti að breytast til batnaðar, og færa það nær sam- vinnutakmarkinu. Á fundi 24. sept., kemur fram tillaga á þá leið, að Prenlarafélagið íslenzka biður prentarafélögin á Englandi, Pýzkalandi, Dan- mörku, Sviþjóð og Noregi að auglýsa bann gegn þvi, að meðlimir þeirra fari til íslands til að vinna þar. Ástæðan fyrir því sé sú, að innan skamms hugsi félagið til að leggja niður vinnu til þess að fá framgengt kröfum sinum, — og að bannið vari þangað til félagið liafi tilkynt aflýsingu. — Var lillaga þessi samþj'kt i einu liljóði. Nokkru síðar fær félagið brjef frá for- manni »Dansk Tyjiograf Forbund«, þar sem hann gefur félaginu bendingar í samninga-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.