Prentarinn


Prentarinn - 01.08.1910, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.08.1910, Blaðsíða 2
18 P R E N T A R 1 N N viðleitni sinni við prentsmiðjueigcndur og býður því jafnframt að komast i samband við félag sitt. En úr þvi verður samt ekki. Er óhætt að fullyrða, að með þessum viðburðum eykst mótstöðuþróttur félagsins að miklum mun. A fundi 27. nóv. lætur félagsmaður i ljósi það álit sitt, að sér finnist nauðsynlegt að prentsmiðjueigendum væri enn einu sinni skrifað og krafist skriflegs svars þeirra um það, livort þeim sýndist nú, fremur en í sumar (1. maí) að ganga inn á samninga- lcið við félagið á líkum grundvclli og áður liefði verið farið fram á. — Var álit þetta tekið upp sem tillaga, og sljórninni siðan falið að birta það prcntsmiðjueigendum skrif- lega. — Þetta er þriðja slík tilraun á þessu ári. — En þegar hér er komið hafn ýmsir félagsmenn sagt upp vinnu hjá prentsmiðju- eigendum. Og mcð tilliti til þess er stjórn- inni, á þessum sama fundi, falið, að tilkynna þeim, samhliða liinu, að uppsagnir þær, er nú þegar séu fram komnar, og fram kunni að koma frá einstökum vinnuþiggjendum, séu alleiðing þeirra undirtekta, er þeir (vinnu- veitendur) liefðu sýnt fjelaginu með því að svara eigi bréfum þess um samvinnu, er þeim höfðu verið send í sumar (sjá hér framar). Hér er ekki farið i neina launkofa. Og liér er það í fyrsta sinni, að félagið spennir bogann, ef svo mætti segja, andspænis prcnt- smiðjueigendum. Svör prentsmiðjueigenda viðvíkjandi því, er nú var sagt, komu svo að segja um hæl. Ekki eru þau sem vingjarnlegust, en þess efnis þó, að félagið á fundi sinum 4. des. finnur ástæðu til, rétl einu sinni, að velja 4 menn í nefnd til þess að reyna að koma á samvinnu. En hún fer út um þúfur. Og um þessar mundir er stjórn félagsins fatið að skýra formanni »Dansk Typograf For- bund« frá ástandinu milli beggja aðila, félags- ins og prentsmiðjueigenda, sem nú halda sina leiðinahvor. En um áramótin harðnar deilan, þvi þá eru margir Prentarafélagsmenn, þeir er lagt liöfðu niður vinnu bjá prentsmiðju- eigendum, farnir að vinna i hinni nýju prentsmiðju, er áður var getið. En við það breytist hlutfallið milli lærlinga og sveina í gömlu prentsmiðjunum. Á nú lélagið i miklu stappi út af því, enda vilja hvorugir á engu slaka. Situr þar við um sinn, eða til 15. jan. En þá bera við þau óvæntu tíðindi, að frá Kaupmannahöfn koma 3 íslenzkir prentarar og einn danskur; fylgir þeim tilsjónar- og umboðs-maður frá»DanskTypografForbund«, er »miðla á hér málum« milli Prentarafélags- ins og vinnuveitenda. Eru nú margir fundir haldnir, og mörg gerast atvik söguleg í öllu þessu stríði, sem ofiangt er hér að rekja. — Er það styðst af að segja, að félagið vill á engu slaka, og setur sig á móti þvi, að hinir nýkomnu ]>rentarar taki til vinnu fyr en prentsmiðjueigendur gangi að margnefndum kröfum félagsins. Gerir sendimaðurinn danskt endurteknar tilraunir til þess. En altstendur við sarna og áður. — Tekur liann loks þaö ráð, upp á eigin ábyrgð og »Dansk Typo- graf Forbund«, að leyfa prenturum þeini, er á hans vegum voru hingað komnir, að taka hér til vinnu; gerir bráðabj’rgðasamn- ing milli hlutaðeigandi prentsmiðju og »D. T. F.«, og fer við svo búið til Kliatnar. — Kemst þá nokkur kyrð á deilur þessar, að minnsta kosti á yíirborðinu, og likur þann veg þessu sögulega starfsári félagsins. Er þvi síst að leyna, að samkomulagið er harla bágt, og enda spursmál, hvort sam- vinnu-útlitið hefur nokkru sinni verið jafn- vafasamt og einmitt nú, — því það verður engan veginn séð eða sagt, að félagið, sem slíkt, liaíi unnið neitt á i samningsmálinu út af fyrir sig á þessu ári, nema síður sé. En þess ber um leið að gæta, að aðstaða félags- ins nú er öll önnur en fyr; hún hefur stór- breyst á árinu. Má í fyrsta lagi þakka það hinni nýju prentsmiðju, er að sjálfsögðu vinnur í fullu samræmi við kröfur félagsins og reglur. í öðru lagi ber þess að gæta, að önnur stærsta prentsmiðjan er nú samningi bundin við útlent prentarafélag, sem svo er gerður, að félagið hér getur tekið hann að sér hvenærsem þvi þóknast. Og í þriðja lagi, að hinir nýkomnu prentarar, sent allir unna félagsskap og samheldni, búast til að- ganga i félagið og styðja þannig mál þess. Pað er þetta þrent, þrátt fyrir óvænlegt útlit, sem bendir félaginu út í framlíðina; bendir þvi á meiri likur til að ná samvinnu-.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.