Prentarinn


Prentarinn - 01.08.1910, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.08.1910, Blaðsíða 4
20 I’ H E N T AHIN N sökk svo æ dýpra og dýpra í skuldir, og eftir pað þorði hann ekki að setja nafn sitt á bækur þær, er hann prentaði, til þess þær ekki yrðu teknar upp í skuldir. Og að síð- ustu seldi liann prentáliöld sín Albreclit nokkrum Phister, erprentari varð í Bamberg. Nú hætti hann við alla bókaprentun, og var liann þá um sextugt. Komst hann svo inn á heimili hins kristilega St. Victors bræðrafélags og að siðustu gekk liann í þjónustu erkibiskupsins í Main/. og þar dó hann 2. febrúar 14(38. (Frh.). PRENTARATAL. í vor var skýrt frá því á fundi i Prent- arafélaginu, að einn af meðlimum þess liefði ákveðið, að semja einskonar yflrlit eða skrá yfir alla islenzka prentara, er sögur fara af liér á landi og erlendis, ásamt þeim prent- urutn úllendum, er til íslands liafa flutst á ýmsum tímum til að vinna þar að prent- verki. Á kver þetta að nefnast »Prentaratal«, og ná yfir allan timann frá þvi er prentverk hófst hér á landi, i tíð Jóns biskups Arason- ar, og allar götur til okkar daga. Prentari sá, er verk þetta ætlar að inna af liendi, er Benedict Gabríel Benedictsson, í Reykjavik, fróður maður um margt og hnýsinn á gömul fræði. — Gcng jeg að því vísu, að allir islenskir prentarar, hvar sem eru, fái á sinum tima góðan þokka á verki þessu, er verða hlýtur fróðlegt og skemtilegt. Eins og skiljanlegt er, hlýtur það að kosta liöfundinn mikinn lestur og fyrirhöfn, að safna til verks þessa. Og með tilliti til þess væri vel, ef prentarar, hvar sem eru og blað þetta sjá, eða liafa spurnir um þetta, vildu reynast höfundi hjálpsamir og senda honum upplýsingar um alt, sem þeír hyggja að lúti að Prentaratalinu. — En sjerstakleg'a eru það elstu prentararnir, sem hugsanlegt er, að mest hafi til brunns að bera í því efni. — Eru íslenskir prentarar í Vesturheimi og Kaupmannahöfn beðnir að gefa þessu gaum engu síður en hjerlendir. Ilalhjr. Ben. RÓKASKRÁ. Skrá yfir islenzkar bækur, blöð og tíma- rit, er prentað var árið 1908, hefur Bogi Th. Melsteð sagnfr. látið prenla, og nefnir ritið: »A List of Icelandic Books«; er meiningin að gefa það út árlega. Af þvi má sjá, að það ár liafa verið prentaðar 227 bækur og smárit, á þessum stöðurn: í Reykjavik .... 165 í Hafnarfirði.... 1 A ísafirði...... 19 í Kaupmannahöfn 5 Á Akureyri .... 20 í Vesturheimi ... 12 Á Seyðisfirði ... 3 Á Bessastöðum . . 2 Ennfremur 66 blöð og tímarit, og voru prentuð: í Reykjavik .... 40 í Hafnarfirði .... 1 Á Isafirði...... 2 I Kaupmannahöfn 2 Á Akureyri...... 6 í Vesturheimi ... 13 Á Seyðisfirði.... 1 Á Bessastöðum . . 1 Ciccro og prentlistin. Pað efar nú enginn, að Johan Gutenberg hafi fundið upp prent- listina. En þó hafði annar maður uppgötvað það áður, að setja mætti saman orð og setn- ingarmeð sundurlausum bókstöfum ogprenta. Hugmynd þessi er heiminum flutt 1500 árum á undan Gutenberg, af rómverska ræðu- skörungnum Marcus Tullius Cicero, f. 106 f. Kr., d. 43. f. Kr. Hugmyndina er að finna í bók eftir hann, er lieitir »De natura deorum«, og er hún þannig: »Fengi maður sér gull, eða annan málm, og steypti sér alla bókstafina í stafrofinu — 21 — mörg hundruð af liverjum staf, þá gæti maður sett saman Ennias-annála þannig, að hægt væri að lesa þá«. „Rnndcrs Amts Avis“ hélt 100 ára afmæli sitt 3. júlí í sumar. Sören Vissing Elmenhof prentari, stofnaði blaðið. Fnndur í Prentarafélaginu mánud. 29. ágúst. Abyrgðarmaður fyrir liönd Prentarafclagsins: Hallgr. Bencdiktsson. Prentsmiðjan Gutcnberg.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.