Prentarinn


Prentarinn - 01.11.1910, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.11.1910, Blaðsíða 2
26 I1 H E N T A H 1 N N Tvítugur kom Sigurður lil Reylcjavíkur (1875). Var pá aleiga hans einir 12 ríkis- dalir. Öllum var liann ókunnugur í bænum og alt óráðið, hvað hann tæki fyrir. Pað var því tilviljun likast, að liann réðist til Einars heitins Pórðarsonar þá um liaustið í þvi skyni að nema prentiðn. Útlærður var liann og fékk sveinsbréf 14. maí 1879. Siðan réðist liann til ísafoldar-prentsmiðju og vann þar þangað til um vorið 1886. Pá hætti hann að stunda prentiðn. A meðan hann var prentari i ísaf.-prent- smiðju (1883) keypti hann steinhúsið nr. 3 við Bankastræti af Sigmundi heitnum Guð- mundssyni prentara. Og sama ár, 20. okt. um haustið, keypti hann borgarabréf og byrjaði á bókaverzlun þeirri, er hann rekur þar enn. Sigurður heíir rekið bókaverzlun sina og bókaútgáfu með meiri dugnaði og meiri bag- sýni en nokkur dæmi eru til liér á landi áður. Hann heflr verið skjól og skjöldur islenzkra bókmenta. Margan nýgræðinginn hefði kalið til ólifls, hefði liann ekki lagt hendurnar yfir hann. fá heflr liann eklci verið fornbókmcntunum óþarfur. Honum er það að þakka, að íslendingasögum er nú öllum safnað í eina heild, sem flestir vilja eiga. Hafa þær i þcssum útgáfum fengið margfalda útbreiðslu við þá, er þær böfðu áður, og um leið komist hjartarótum þjóð- arinnar miklu nær. Prentarar biðja liverjum þeim manni heilla, sem eykur atvinnu þeirra. Petta hafa fáir núlifandi menn gert betur en Sigurður Krist- jánsson. En hann gcrir meira en það. Hann telur sig enn þá til prentarastéttarinnar og sýnir það i verkinu, því að svo má segja, að liann hafi skift arðinum af iðju sinni á milli sín og liennar. Pann 20. okt. 1908 voru liðin 25 ár frá því að Sigurður hóf bókaverzlun sína. Pann dag sendi liann Prentarafélaginu i Reykjavík svo hljóðandi bréf: »Með líniim þcssiiin leyfl cg mér að seuda 1000 — eitt þúsnnd — krónnr í peuingnni, sem grjiif frú mér til Sjúkrasninlngs Prent- arafélags Reykjavíknr, með þeim fyrirmæl- nm, að uppliæð þessi verði lútin úvnxtnst ú sem trygrglleg'astan og arðvænlegastan liúft, og vcxtirnir jafnnn Ingðir við grundvnllar- npphæð þessn, þegnr ekki þarf ú þeim að iialda. Gjöflu sú iiin smútækileg'a, sem nú vnr nefud, ú að geymn inniicga kveðju ústnr og virðingnr frú mér sem göinlum prentara til Prentarafólags Reykjavíkur, og verðnr luin nð vern í lítilræði sfim þegjandi minning um það, að í dag eru liðin 25 ár síðnn eg skifti iim vist í musteri hókmentannn og gerðist bóksali og útgerðarmaðiir fslenzkra hókn. Reykjavík 20. oktbr. 1908. Virðingarfylst Sigurður Krisfjúusson. Til Sjúkrasamlags Prenlaraiélagsins í lleykjavík«. Svo mörg eru þau orð. Annað eins bréf liafði Prentarafélagið aldrei fengið og lik- lega verður langt að bíða cftir næsta bréfi, sem færi því slík tiðindi. Bréfið sjálft lýsir Sigurði betur en nokkuð annað. Tiltækið sjálft — rausnin, liöfðings- lundin og trygðin við stéttarbræðurna. Og svo orðalagið. Ilæverskan og yflrlætisleysið er engin uppgerð, þó að svo mætti ætla í þessu sambandi. Sigurður lætur aldrei mikið yfir sér. En góðan starfsmann, hollan og trúan, hefir »musteri bókmentanna« átt síðan Sigurður kom þangað inn. Viku síðar (27. okt.) var aukafundur liatd- inn í Prentarafélaginu og Sigurður kosinn heiðursfélagi í einu liljóði. Par var á- kveðið að lialda honurn heiðurssamsæli, sem fór fram að nokkrum dögum liðnum. Par var lionum fengið í liendur heiðurs- félagaskírteini og flutt kvæði um lcið. Sam- sætið var haldið í »Hótel Reykjavík«. Sigurður er eini heiðursfélagi Prentara- félagsins. Heiðursfélaga-skírteini hans mun einhvern tima scinna þykja fágætur gripur. Pví að ekki er til af því nema það eina eintak. Sigurður er nú meira en liálf-sextugur; en ern er hann og heilsugóður og ungur í anda. Hann er maður í lægra meðallagi á hæð, en þéttvaxinn — »þéttur á velli og þéttur í lund«. G. M.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.