Prentarinn


Prentarinn - 01.11.1910, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.11.1910, Blaðsíða 3
P R E N T A U I N N 27 ÖRFÁ ORÐ UM »AKKORЫ. (Niðurl.) f>á er aö minnast litið eitt á þá hliö þessa máls, er að þeim starfsmönnum snýr, er vinna í akkorði að prentverki. Hverjum setjara og prentsmiðjueiganda, er íhuga vill akkorðsvinnuspursmálið í al- vöru og með sanngirni, hlýtur að liggja það i augum uppi, að cngin vinna er jafnilla fallin til úthlutunar í »akkorð« eins og einmitt prentvinnan. Liggur það auðvitað i þvi, hversu luin er afarmisjöfn og margbrotin. En af því hlýtur aftur að leiða, að akkorðs- vinna við prentverk verður oftast, og jafn- vel altaf, svo meinhlutdræg gagnvart hverj- um cinasta akkorðssetjara undantekningar- laust, að engu tali tekur. Og liér er líka sá vandræða-liængur á, að engum jöfnuði verð- ur komið við, svo í nokkru lagi sé, — til þess eru verkin of ójöfn í cðli sinu, og auk þess ýmsum kringumstæðum liáð, eins og líka allir hljóta að viðurkenna, sem þessu eru kunnugir. — Maður getur því varla ann- að en dáðst að þvi, hversu akkorðsmenn hér hafa lengi unað þessu fyrirkomulagi þegjandi. En nú geri eg ráð fyrir, að menn amist við þessum sannleik og heimti sönnun. Skal eg þvi koma með nokkur dæmi, er næst liggja; hygg eg þau óhrekjanleg. Tveir setjarar standa samhliða. f*eir eru jafn-verklægnir báðir. Eeir setja sína ljóða- bókina hvor úr sömu leturtegund, og báðar eru settar í liendingum. Pað verður ekki annað sagt, en að báðir hafi ágætt verk. En — sé nú síðubreidd annarar bókarinnar 17 siseró, en liinnar 20 — eða freklega það? Hver er jöfnuðurinn þá? Og hvor ber meira úr býtum? Tökum aftur tvo setjara, er líkt eru verki farnir. Þeir setja sitt verkið hvor, en sama hrot og úr sömu lelurtegund. í fljótu bragði virðist þarna vera hnífjafnt á komið, og verkin alls ekki viðlits verð. En — ef það reynist nú við nánari athugun svo, að les- málið lijá öðrum þeirra er óslitin hella, en hjá hinum sífeldar nýjar línur, svo sem titt er í sögum, þá er um samtal milli persóna er að ræða o. s. frv.? Hvað verður þá? Er ekki ójöfnuðurinn auðsær og sýnilegt, hvor meira her úr býtum ? Tökum þriðja dæmið. Tveir menn setja töflur. Annar sex dálka töílusíðu í Lands- reikninginn, hinn 15 dálka töflusíðu í Lands- hagsskýrslurnar — að maður ekki segi 20— 22dálkatöflu—? Eg vona að hér þurfi eng- inn að vera í vafa um, hvor meira ber frá borði — og geta þó báðir mennirnir verið jafnleiknir setjarar all að einu. Svona mætti halda áfram langa lengi og ætíð finna nýjar og nýjar andstæður — hrúga upp ógrynnum daglegra dæma, er öll hlytu að reynast óyggjandi sannanir fyrir því, hversu akkorðsvinna á prentsmiðjum er ó- fyrirgefanlega hlutdræg og blátt áfram óhæf- ur vinnulauna-grundvöllur. Og getur inaður svo furðað sig á, þólt akkorðsbreytnin verði blendin, þegar agnú- arnir við úthlutun vinnunnar eru svona til- finnanlegir? Hugsum okkur nýsvein. Ilann er liðlegur setjari. Ilonum liefur verið vandvirknin fyrir mestu íueðan hann var nemandi. Hann á nú að fara að vinna i akkorði. Og livernig fer? Skyldi ekki vera nokkur hætla á, að honum yrði á að slá slöku við eitthvað af vandvirkni sinni, er hann sæi, að hannhæri skarðan hlut frá horði hennar vegna? Petta j’rði að teljast illa farið og verkinu sjálfu til ills. Vegna rúmleysis skal hér svo staðar num- ið, þótt margt fleira mælti um mál þelta segja. Enda hugsanlegt, að ileiri séu það en eg, innan prentarastéttarinnar, er um það vilja ræða frá sínu sjónarmiði, — eða þá gera athugasemdir við sitt hvað, sem sagt heflr verið um málið liér í blaðinu. En að siðustu vildi eg gera það að tillögu minni, í allri vinsemd þó, að prentarar og prentsmiðjueigendur tækju höndum saman um það, áður langt liði, að afnema akkorð úr prentsmiðjunum fyrir fult og alt, en vinna aftur á móti að því með ráði og dáð, að skyldurækni, alúð og vandvirkni verði númer eitt, — til sannra framfara fyrir islenzka prentlist og sameiginlegra hagsmuna fyrir alla hlutaðeigendur. Hallgr. Bcn.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.