Prentarinn


Prentarinn - 01.11.1910, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.11.1910, Blaðsíða 4
I* R E N T A IIIN N 28 PRENTARAFÉLAGIÐ 1897-1910 (stutt yfirlit). (Klðurl.) Árið 1907 eru í stjórn félagsins þeir Ágúst Jósefsson formaður, Jón E. Jóns- son ritari og Guðm. Gunnlaugsson gjaldkeri. — í sjóði eru við árslokin 160 kr.; hefur vaxið um 50 kr. á árinu. Hlutavelta var haldin i nóvember um liaustið; nam ágóði liennar 5—600 kr. og rann í sjóð Sjúkrasamlagsins. 8. sept. samþykti félagið að ganga inn í Verkmannasamband íslands með því skil- yrði, að það kæmi ekki i bága við gildandi samninga þess. Samningamálið liggur i þagnargildi á fund- um félagsins þetta ár. Pess ber að geta, að prentsmiðjur þær, sem gengið höfðu inn á samninga við félag- ið árið áður, gáfu öllum starfsmönnum sin- uin fri (án þess að slcerða laun þeirra) þrjá fyrstu daga ágústmánaðar, samkvæmt skrif- legri ósk félagsins. Árið 1908 eru kosnir í stjórnina þeirÁgúst Jósefsson form. (endurkosinn), Jón Baldvins- son ritari og Hallgr. Benediktsson gjaldkeri. — í sjóði félagsins eru við árlok um 175 kr.; liefur gengið saman litið eitt; hafa tekjur félagsins gengið lil lúkningar óvæntum út- gjöldum. Á miðju árinu fær stjórnin því framgengt, að félagið gefur henni umboð til þess að gera bráðabjTgðarsamning við eina af prent- smiðjum bæarins. Var sá samningur undir- skrifaður skömmu síðar, og voru þær nú orðnar þrjár, prentsmiðjurnar, er samvinnu áttu við félagið. Er það, eins og gefur að skilja, eitt hið æskilegasta atriði i starfsem- inni þetta ár. — í úthalli sumars cr samningamálið mjög á dagskrá i félaginu, enda lá nú fyrir endur- nýjun á samningum fyrir næstu tvö ár(1909 —1910) við þær prentsmiðjur, er þegar höfðu gert samninga við félagið. Lauk þeim mál- um svo, að samningar voru undirskrifaðir 31. des. af forráðamönnum þessara prent- smiðja: Félags-, ísafoldar-, Gulenberg og Pjóðvilja-prentsmiðju. Er sannast að segja, að mál þetla sé komið í sæmilegt liorf eftir eklci lengri tíma. Vinnutímastyttingin — 9 klst. vinna í stað 10 — er veigamesla nýmælið í hinum nýju samningum. Að öðru leyti vísast til fundar- gerða til frekari fróðleiks. Petta ár veita prentsmiðjueigendur starfs- mönnum sinum frí svo sem árið áður. Árið 1909 eru i stjórninni Herbert Sig- mundsson form., Guðm. Porsteinsson ritari og Einar IJermannsson gjaldkeri. I sjóði á félagið við árslok 265 kr.; liefur aukist um 100 kr. á árinu. Við samningamálinu er ekkert hreyft. Á fundi 3. nóv. kemur fram tillaga um það, að félagið gefi út blað. Varð það úr svo sem raun ber vitni um — því »Prentarinn« er á- vöxtur þeirrar starfsemi. Að öðru leyti er starf félagsins þelta ár mest inn á við og verður ekki rakið hér frekar. Sænska jirentarafélagið liefir nýlega gert samning við prentsmiðjueigendur, sem á að gilda frá 1. október 1910 til 1. júli 1914. — í samningnum er ákveðið, að vikukaup setjara og prentara í Stokkhólmi skuli vera minst 26 kr. 2 fyrstu árin, 28 kr. 2 næstu árin og 30 kr. úr því, þar til nýr samningur verður gerður. Dagblaðaprentarar fá 2 kr. hærra kaup. Vélsetjarar fá 6 kr. liærra kaup. Ilússneskn stjórnin hefir fyrirboðið allan félagsskap meðal prentara og letursteypara i Póllandi. Einnig hefir hún sundrað prent- smiðjueigendafélaginu í Kiew, og skift sjóði félagsins milli félagsmanna. í Edinborg í Skotlandi hafa prentarar og prentsmiðjueigendur gert samning um, að karlmenn að eins skuli vinna að vélsetningu. Ábyrgðannaður fyrir hönd Prentarafélagsins: Hallgr. Benediktsson. Prentsmiðjan Gutenberg. .

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.