Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1911, Page 1

Prentarinn - 01.05.1911, Page 1
PRENTARINN II. AR MAÍ 1911 f 3. B L. ---------------S -- '--------. TUTTUGU OG FIMM ÁR PRENTARI. Prentarinn hefir áður flutt mjrndir af fimni prenturum, sem unnið hafa 25 ár sam- íleytt við þá iðn. Petta vill hann gera fram- vegis, eftir því sem föng verða á, og skal hér bætt við hin- um sjötta. Friðfinnur Lárus Guðjónsson er fæddur 21. september 1870, að Bakka í Oxnadal i Ej'jafjarðar- sýslu. Bvrjaði að læra prent- iðn 16. maí 1886, í prentsmiðju Björns Jónssonar, ritstjóra »Fróða« á Oddeyri. Dvaldi þar til haustsins 1890, fór þá til Kaupmannahafnar og vann í háskólaprentsmiðju J. H. Scliultz til vors- ins 1892; kom með »Austra«-prentsmiðju til Seyðisfjarðar, og prentaði »Austra« — sem þá var ný endurreistur — í P/s ár. Ivom til Reykjavíkur um liaustið 1894 og vann i ísafold- arprentsmiðju til vors 1895; Iluttist þá til ísa- íjarðar og prentaði þá nýstofnað blað er »Grettir« nefndist. En það blað liætti eftir liðlega árs tilveru, — og kom hann þá aftur til Reykjavíkur og vann i ísafoldarprent- smiðju fram til ársloka 1904, eða tæp 7 ár, er hann gerðist einn af stofnendum prent- smiðjunnar Gutenberg, og hefir unnið þar síðan. Hann var þá þegar kosinn i stjórn hlutaielagsins Gutenberg og hefir gegnt þar skrifarastörfum til þessa. Friðfinnur er einn af stofnendum Prent- arafélagsins og var í stjórn þess 7 fyrstu árin: féhirðir 1897—1901 og formaður 1902 og 1903, og auk þess gegnt ýmsum öðrum störfum í félagsins .þaríir. Auk þessa sem nú er sagt er Friðfinnur mönnum að góðu kunnur sakir leiklistar- hælileika sinna, og er hann talinn þar í fremstu röð hér. Vinnu sína hefir hann þó ætíð stundað vel, en haft leiklist- ina að eins sem aukastarf. Friðfinnur er maður skem- inn og fjörugur, og er vinsæll meðal stétt- arfélaga sinna og annara er kynni hafa af honum. Hann er kvæntur Jakobinu Torfadóttur og á með henni fimm börn, þrjá syni og tvær dætur. Prentarinn óskar honum langra og góðra lífdaga og vonar að hann eigi eftir mikið starf óunnið, til heilla og blessunar fyrir stéttarbræður sína.

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.