Prentarinn - 01.05.1911, Page 2
10
P R E N T A R I N N
400 ÁRA AFMÆLI
PRENTLISTARINNAR Á ÍSLANDI.
Arið 1930, mun að að líkindum liátiðlega
haldið á einhvern hátt, þó varia »heima að
Hólumcc, — nema máske af Akurevrarprentur-
um?—, en mér virðist færi vel á því m e ð a 1
a n n a r s, að þá kæmi út minningarrit: Saga
prentlistarinnar á Islandi, samin af góðum
sagnfræðing þá; vönduð bók og virðuleg.
Yrði bæði til ánægju og sóma prentarastétt
landsins að kosta útgáfu slíka. »Prentarinn«
getur orðið með tímanum alldrjúgt hjálpar-
rit um seinustu mannsaldrana ef áhuga brest-
ur ekki hjá félagsmönnum og fróðum vin-
um og flytji hann eftir mætti myndir af
prentsiniðjunum fyr og síðar, mestu dugn-
aðar- og framfaramönnunum i listinni o. s.
frv., og fyrir blaðinu finnn ég að vakir: að
fræða um ýmsar greinar listarinnar og safna
drögum til sögu hennar.
Vona ég að þessu verði vel tekið og
verði nú brátt stofnaður minningar-
sjóður 400 ára afmælis prent-
listarinnar á íslandi; og menn láti
sér ekki fyrir brjósti brenna þau smáu út-
gjöld sem af þessu mun stafa. — heldur telji
sér ljúft og skylt að gera alt sitt til að helja
list sína og stétt til frama og framfara í hví-
vetna, og muni það, að miklu getur góður
vilii áorkað.
B. G. B.
AMERÍSKAR PRENTSMIÐJUR.
Útdráttur úr fyrirlestri cr haldinn var nýlega
i xSvensk Bokindustri-museum«.
I.
Starfsemi Ameríkunianna byggist á því,
að afkasta sem mestu á sem skemstum tíma,
eða með öðrum orðum: afla rnikils fjár án
mikillar títnatafar. Ef t. d. ný vél kemur á
markaðinn, sem er betri og fljótvirkari en
þær sem fyrir hendi eru, þá þj'kir sjálfsagt
að skifta um vélar og horfa ekki í kostnað-
inn. Samkepnin lifi, segja Ameríkumenn;
það dugar ekki að láta tækifærið ganga úr
greipum sér, þegar arðsamari og betri vél
stendur til boða. Árangurinn af þessari að-
ferð er sá, að allur iðnaður bendir á ótrú-
lega miklar framfarir og gróða. Peir iðn-
rekendur sem af einhverjum ástæðum taka
ekki þátt í slikri samkepni, dragast aftur úr,
eða veslast upp.
Ameriskir verkamenn sýna að jafnaði
meiri dugnað við vinnu sína en aðrar þjóðir.
Petta kemur til af hinni miklu viðbót við
vinnuliðið, sem daglega Ilyst inn i landið frá
öðrum heimsálfum. Ameríski verkamaður-
inn byrjar vinnu sína á ákveðnum tíma
og hreyfir sig ekki til annars en þess er
verk hans heimtar, fj'r en vinnutíminn er á
enda. Ef verkamaðurinn á erindi i aðra
deild á sömu verksmiðju á meðan vinnu-
tíminn stendur yfir, fer liann til vfirmanns
síns og segir lionuin frá því; fær hann þá
spjald eða merki, sem hann tyllir utan á
treyju sína, eða ber sýnilegl á einhvern hátt.
Pegar liann kemur inn í hina deildina, sér
yfirmaðurinn strax á merkinu, að liann er
þar staddur í levfilegum erindagerðum, en
beri hann ekki merkið, er honum samstundis
vísað á dyr. Mér finst að hinn ameriski
verkamaður áliti sig hafa fengið stöðu sína
í verksmiðjunni, vegna þess, að vinnuveitand-
inn beri traust til sín, og leggur hann því
alt kapp á, að verkið verði íljótt og vel af
hendi leyst. Ameriskur verkamaður er knúð-
ur til að vera stundvís; hann veit það dugir
ekki að koma of seint eða vanrækja vinnu-
tímann. Pað ber ekki ósjaldan við, að mað-
ur, sem vanrækt liefir vinnu sína 3 sinnum,
hefir verið sviftur vinnunni og annar maður
tekinn þegar i hans stað. Við Sviar höfum
talsvert að læra í þessu efni, og þeir okkar
landar, sem ferðast til Vesturheims, til þess
að alla sér daglegs brauðs, verða fljótt full-
vissir um, að til þess að ná i hið háa kaup,
sem þar er borgað, dugir ekki að liggja á
letibekknum.
Hvað viðvikur sérstaklega prentaraiðn-
inni, þá er hún á mjög háu stigi í Ameriku
og prentararnir hafa bezta orð á sér. Vinnu-
timinn er fyrir prentara 8 kl.t. á dag skift
niður á sólarhringinn með tilliti til mis-
munandi vinnu. Við stóru blöðin er unnið
allan sólarhringinn; þar er vinnunni skift
niður þannig, að þegar einn flokkur hefir