Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Side 17

Útvarpstíðindi - 23.07.1945, Side 17
ÚTVARPSTÍÐINDI 161 Ö. S. skrifar um útvarpsleikritin og messur í útvarpinu: „Allan skrattan vígja þeir“, sagði kerlingin þegar hún heyrði að Hallgrímur Pétursson var vígður. Þessi orð hennar eru í minnum höíð — oð vonum. — I maí-hefti Út- varpstíðinaa , þessa árs minnist B, Sk. þessara orða kerlingar, og notar þau sem inngongsorð að nýju spakmæli: „Allan skrattan verðlauna þeir“. Þar á liann við leikrit þeirra sr. Gunnars og sr. Péturs. — Ég er á sama máli og B. Sk. um það, að mörg þýddu leikritin sé'u lítils virði fyrir almenning — en stundum virðist mér leikendur eiga þar nokkra sök, eins og raunar oftar þegar leikið er í útvarpið. Mér er óhætt að fullyrða að stærsti gallinn á flutningi leikrita í útvarpið er sá, að sumir leik- endur taia alltaf of lágt. Þeir gæta þess ekki hver regin munur er á því að leika í útvarp eða fyrir áhorfendur í einum sal. En hinsvegar geri ég ráð fyrir að hið nýja spakmæli B. Sk. verði í minn- um haft eigi skemur en orð kerlingar. Þó aðeins sé miðað við þau orð, sem B. Sk. lætur falla um útvarpsleikritin yfir,- leitt, finnsí mér ómögulegt að komast lijá að sjá að leikrit sr. Gnnnars her af fjöldanum, og það meira en verðlaunun- um svarar. Og finnst mér þó öllu meira til um leikrit sr. Péturs. Þar eru svo spaklega framborin algeng og hversdags- leg fyriröæri ■— sem flestir hafa dag- lega fyrir augum og eyrum, án þess að sjá né heyra — og skilja því ekki hvað veldur ýmsum stærri eða smærri misfell- um i samhúð manna. Leikrit sr. Péturs gefur ánægju, glögga innsýn, glöggt skyggni til þeirra fyrirbrigða lífsins sem mestu orka um líðan manna í sambandi við sambúðina. — Leikrit sr. Péturs er því — að mínu viti — þrungið af lífs- speki, — svölun fyrir þá, sem svelta — góð skemmtun fyrir alla, sem hlus£u“. Messurnar. „Beztu stólræður, sem ég hefi heyrt, hafa komið frá útvarpinu", segir í maí-hefti Útvarpstíðinda og ertu fremur, „Jón Auðuns flutti þar svo góða ræðu að hún gæti verið nóg guðsorð fyr- ir allt árið“. Umtalaða ræðu mun ég ekki hafa heyrt, og læt því aðra um að dæma liana. En mér er nú þannig farið að því lélegri sem ræðan er, því minna þarf ég af orðinu lil að fá nóg. En liitt get ég tekið undir, að beztu ræður sem ég hefi heyrt í seinni tíð hafa borizt mér gegn- um útvarpið. Það eru ræður þeirra sr. Benjamíns Kristjánssonar og sr. Péturs Magnússon. Sr. P. M. virðist flestum öðrum færari um að flytja þróttmiklar, sannfærandi og göfgandi stólræður. — Hann flutti ræðu, sína eins og hverri heilsteyptri persónu ber að gera, sló ekki um sig með aldatuga gömlum aust- rænum þjóðsagnasetningum og hrópaði eklci eins og röddin í eyðimörkinni út fyrir tíma og rúm, til að finna orðum sínum stað. Þessi eina ræða, sem ég hefi lieyrt til sr. P. M. er sú heilsteyptasta, lieilbrigð- asta og bezta stólræða, sem ég minnist að liafa heyrt. — Þannig er nú minn smekkur, — Þó gæti þessi ræða hvergi nærri nægt mér til ársins. Þvert á móti lcysi ég mér að lieyra eina slíka um hverja lielgi“. „Koggi“ skrifar um danslagatíma út- varpsins: „Ég vil byrja á því að láta ánægju mína í ljós yfir því að sá háttur liefir verið upptelcinn í danslagatímum útvarpsins á laugardagskvöldum, að nokkrir íslenzkir hljóðfæraleikarar liafa verið látnir koma þar fram og leika danslög á ýms hljóðfæri. Nú þegar hafa margir, bæði þekktir og óþekktir látið til sín heyra, og hafa eins og vænta mátti staðið sig misjafn- lega, og er það ekki nema eðlilegt. Laugardaginn 9. júní gafst okkur tæki- færi til að hlusta á ungan píanóleikara

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.