Prentarinn - 01.06.1929, Blaðsíða 1
PRENTARINN
BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS
IX. AR
JL
C
JUNI 1929
IX
'l
2. BL.
I I
4)
BENEDIKT GABRIEL
BENEDIKTSSON
er fæddur 27. sept. 1881, að Gnúpi á SkarÖs-
strönd í Dalasýslu, sonur Benedikts Gabríels
Jónssonar, amtssltrifara og hómópata, og Guðríðar
Jóhannesdóttur. Hann fluttist til Reykjavíkur árið
1891 og byrjaði prent-
nám 1. júní 1897 í
prentsmiðju Dagsskrár
og vann hann þar
um nokkurra ára bil.
Hætti þá við prentiðn
um tíma, en starfaði
að skrifstofustörfum á
skrifstofu Edinborgar
um hríð og nam þá
bókhald. — 2. janúar
1905 tók hann aftur til
starfa við prentiðn í
Félagsprentsmiðjunni
og vann þar til vors-
ins 1919, að hann
fór að vinna í prentsmiðjunni Gutenberg og starf-
aði þar til vorsins 1925. — f>á hætti hann að
mestu leyti prentstörfum. Stundaði þó þá iðn um
t!ma, bæði í Alþýðuprentsmiðjunni og prentsmiðju
Ljósberans. Síðan haustið 1926 hefir hann ekkert
að prentiðn unnið. — I Prentarafélagið gekk
Benedikt Gabríel 13. sept. 1908. Eftir að Prentar-
inn hóf göngu sína, skrifaði hann talsvert í hann
um hríð og var einn af ritnefndarmönnum hans
árið 1912. I Afmælisminning Prentarafélagsinssamdi
hann skrá yfir alla þá, sem í það hafa gengið frá
upphafi. Nú fæst hann mest við ættfræði, sagn-
fræði, skrautritun og teikningu, enda er hann fróð-
ur maður og listfengur. J. Þ.
Benedikt Gabríel Benediktsson.
ELLISTVRKTARS]OÐURINN
STOFNAÐUR.
Fyrir tæpum þrem árum var því hreyft á fundi
í Reykjavikurdeild H. I. P., að prentarar færu að
vinna að því, að koma sér upp ellistyrktarsjóði.
Var þá kosin nefnd í málið, sem skilaði siðar á-
lili. Úr framkvæmd varð þó ekki að sinni. Mun
þar mestu hafa ráðið, hve erfiðir timar joru þá
fyrir prentara. En á síðasta ári fekk málið aftur
byr undir báða vængi, og var sjóðurinn stofnaður
24. apríl síðastl. með mjög myndarlegu framlaci
úr atvinnuleysisstyrklarsjóði og sjóði Reykjavíkur-
deildar H. I. P., um leið og sú deild var lögð
niður. Samtals er stofnféð nær IIV2 þús. kr. —
Reglugerð hefir verið samin og samþykt af fé-
laginu. Verður hún prentuð með félagslögunum.
Með sjóðsstofnun þessari hefir verið rent nýrri
og öflugri stoð undir félagsskap prentara. Verður
nú hlulverk þeirra að viðhajda stoðinni og styrkja
með ári hverju sem líður, svo hún verði öflugri
og viðameiri.
Margir af hinum eldri prenturum, sem á sín-
um tíma voru stofnendur félagsins, hafa fylgst vel
með sjóðsstofnun þessari og virðast líklegir til að
vinna sjóðnum talsvert gagn. Skyldi þó eigi síður
mega búasf við, að hinir yngri menn stéttarinnar
rétti honum öfluga hjálparhönd og vinni ótrauðir
að vexti hans og viðgangi, enda mun sú raunin á
verða, þá er mönnum er fyllilega Ijóst, hve sjóðs-
stofnun þessi er merkilegt og mikilsvert skref
á þroskabraut félagsskaparins og félagslífsins í
framtíðinni.
Prentarastéttin er ekki fjölmennari en það, að
með öruggri samvinnu og sæmilegri framsýni ætti
að vera hægt að gera kjör hennar vel lífvænleg,