Prentarinn


Prentarinn - 01.05.1936, Síða 4

Prentarinn - 01.05.1936, Síða 4
2 PRENTARINN HELZTU SAMÞYKTIR AÐALFUNDAR H í P 1936 EIGNIR SJÚKRASAMLAGSINS: „Stjórninni sé falið að leggja fyrir félags- fund, sem hafi sama vald og aðalfiindur, hvernig fara skuli með eignir Sjúkrasamlags- ins, þegar það 1. okt. þ. á. verður lagt niður i sinni núverandi mynd“. VINNUDÓMSLÖGGJÖF: „Hið islenzka prentarafélag lýsir sig alger- lega mótfallið frumvarpi því um vinnudóm, er nú liggur fyrir Alþingi, og skorar á þing- menri Alþýcuflokksins að beita sér fyrir að frv. verði fellt. Jafnframt lýsir félagið því yfir. að það mun berjast á móti hverskonar lagasetningu íþessu efni, sem ekki liefur verið samþykkt af sam- bandsþingi alþýðufélaganna i Alþýðusam- bandi íslands". TRÚNAÐARMENN: „Aðalfundur HÍP lí)3(i felur stjórninni að koma á kerfi trúnaðarmanna í prentsmiðj- imum, er hafi vakandi eftirlit og náið sam- bánd við stjórnina um, að öllum lögum og sanmingum sé framfylgt gagnvart verkafólk- inu. Jafnframt er stjórninni falið að tryggja það, að trúnaðarmenn félagsins verði á eng- an hátt látnir gjalda þess, að þeir séu full- trúar félags síns. Fulltrúar þessir skulu vera hjálparmenn Prentarans". AUKIN IÐNÞEKKING: „Aðalfundur HÍP 1936 felur stjórninni að leita samvinnu við prentsmiðjueigendur mn að hafið verði skipulagsbundið starf til þess að auka iðnþekkingu prentarastéttarinnar og befja hana lil jafns við prentiðnaðarstéttir nágranna þjóðanna". BÓKASAFNIÐ: „Aðalfundur HÍP 1936 samþykkir að fela bókmenntadeild MP, ásamt einum inanni úr stjórn IIÍP umsjón með bókasafni HÍP og eflingu þess. Jafnframt samþykkir félagið að hækka styrkinn lil bókasafnsins upp i 300 kr. á ári og veiti því auk þess nauðsynleg áhöld, svo sem bókaskápa o. fl.“ EFTIRLIT MEÐ FRAMKVÆMDUM IÐNNÁMSLAGA: „Aðalfundur HÍP samþykkir að kjósa nefnd til þess að atliuga, hverriig bezt verði hagað framkvæmd á eftirliti með því, að ákvæðum iðnnámslaga (og reglug.) sé hlýtt og gera til- lögur um breytingar á kennsluaðferðum prentsmiðjanna“. Nefndin var kosin á fundinum, og skipa hana þessir menn: Stefán Ögmundsson, form., Guðmundur Helgi Pétursson og Jón H. Guð- mundsson. PRENTARATAL: • „Stjórninni sé heimilt að greiða Benédikt Gabríel Benediktssyni þóknun fyrir samningu ýtarlegs prentaratals". HÚSGAGNAKAUP: „Stjórninni sé heimilt að verja fé til nauð- synlegra húsgagna i hin nýju skrifstofuher- bergi félagsins við Hverfisgötu“. SUMARHEIMILI: „Aðalfundur HÍP 1936 samþykkir, að stjórnin skipi 5 manna nefnd til þess að at- huga möguleika á því að komið verði upp sumarheimili fyrir prentara og fjölskyldur þeirra. Nefndin leggi fyrir félagið frum- drætti að kostnaðaráætlun og tillögur um framkvæmd málsins". I nefnd þessa hefur stjórnin skipað: Jón H. Guðniundsson, form., Guðmund Halldórsson, Höllu Guðmundsdóttur, Guð- nnind H. Pétursson og Stefán Ögnnmdsson. HEILSUVERND Í PRENTSMIÐJUM: „Aðalfundur HÍP 1936 samþykkir að fela stjórn HÍP: 1. að fá upplýsingar frá nágrannalöndunum og Ráðstjórnar-Rússlandi um tilhögun heilsuverndar og vinnuskilyrði í prent- smiðjum, og hvernig op’jnberu eftirliti með þvi er háttað. 2. Að því fengnu semji stjórnin, skv. lögum um eftirlit með verksmiðjum og vélum, tillögur að reglugerð um tilhögun heilsu- verndar og vinnuskilyrði i prentsmiðjum og leggi þær fyrir félagsfund".

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.