Prentarinn - 01.05.1936, Side 6
4
PRENTARINN
reikningur var víst ekki bezta námsgrein
hans i skólanum, né fjárglöggvi neinn aðal-
þáttur í upplagi lians, þó þessi fyrsta við-
kynning okkar virtist benda til þess. — Við
sáumst ekki aftur fyr 'en 5. maí 190(i, kl. 9
um morguninn, þegar hann kom í Félags-
prentsmiðjuna, en þetfa gerðist sumarið áður.
En það voru önnur einkenni í skapferli
Villa og gáfnafari, sem voru miklu sterkari
og sem ég hefi liaft miklu meira af að segja,
— einkenni, sem gerðu liann skemmtilegan
vinnufélaga og hrók alls fagnaðar í hóp okk-
ar námssveinanna i Félagsprentsmiðjunni.
Það var sönghœfni hans og glaðlyndi. Þessir
ágætu kostir hans veittu okkur margan holl-
an hlátur og skennntilega stund. Ég finn það
nú, að ég á Villa mikið upp að inna fyrir að
létta margar leiðindastundir á námsárunum,
og líklega engum meira. Mér leiddist oft á
fyrstu námsárunum; enda voru það mikil
umskipti, að hafa alizt upp við útivist og
smalamennsku alt sumarið eða vera lokaður
inni í óhreinni prentsmiðju allan liðlangan
daginn og fá ekki einu sinni eins dags sumnr-
fri á ári, hvað þá meira. — Ef Vilhelm hefði
fæðzt svo sem 25—30 árum síðar, hefði hann
að líkindum lent á réttari hyllu i lifinu en
hann hefir að líkindum gert; hann hefði far-
ið á hljómlistarskólann og orðið hljóðfæra-
leikari. Þar var hans rétta stai fssvið. Um það
getur enginn efast, sem þekkir hann; hljóm-
listargáfur hans voru svo ótvíræðar. Við
samverkamenn hans höfðum oft mikið yndi
af söng hans og raddfimi — og enda fleiri
en við einir; því oft var það, er Bjarni heit-
inn frá Vogi kom í prentsmiðjuna, að hann
bað um lag á „þann þúsund króna“, og
skemmti sér auðsjáanlega ágætlega við þá
músik. Villi liafði í raddfærum sinum allar
gerðir „grammófóna", frá fölsku og mjó-
róma glymskratta-krýli (verð 10 krónur
— takk) upp í finustu „radio-grammó-
fóna“ — sem reyndar voru þá öþekktir með
því nafni. Bjarni vildi alltaf fá það bezta og
heyrði vist sjaldan í lakari tegundunum, nema
þá endrunt og eins, til þess að láta hann heyra
mismuninn og kenna honum að meta góða
músik! Einu sinni var lialdið samsæti hjá
Romsu gömlu fyrir Gunnlaug Bjarnason, er
þá var verkstjóri í Félagsþrentsmiðjunni,
ekki man ég í livaða tilefni, en mikið var
sungið. Varð Romsa gamla mjög hrifin af
ágætum söng Villa og hrósaði honum hástiif-
um. En þó röddin væri góð, var eyrað samt
erinþá betra, en tækifærin til þroskunar þéss-
ara ágætu hæfileika voru hér þá lítil eða
engin.
Við, sem vorttm við nám i Félagsprent-
smiðjunni samtimis Vilhelm, mununi ætíð
minnast með ánægju margra samverustunda
í og utan vinnutima, er liann iífgaði nteð
gáska sinum og fjöri og ágætu skapi, og ég
held ég geti varla óskað honum annars betra
en þess, að hann —- og samstarfsmenn hans
— megi sem lengst njóta þessara ágætu skap-
ferliskosta.
Lifi greðin og lífsfjörið —■ lifi Vilhelnt
Stefánsson!
Ólafur Sveinsson.
PRENTARAR UTAN REYKJAVÍKUR!
Sendið blaðinu stuttar greinar um mál,
sem við koma iðninni eða stéttinni. Reynum
að láta Prentarann tengja saman, betur en
verið hefur, félaga um land allt! — Heimilis-
fang blaðsins: PRENTARINN, Alþýðuhús
Reykjavikur.
LEIÐRÉTTING.
Sú leiða villi hefur slæðzt inn í grelri Jóns
Baldvinssonar, i 3.-5. tölubl. 1935, uni Einar
heit. Sigurðsson, að kona hans er sögð
Eyjólfsdóttir í stað Eyþórsdóttir.
GJALDKERI HÍP.
Gjaldkerinn verður fyrst um sinn til við-
tals í skrifstofu félagsins, í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu 4. hæð, á þriðjudögum og
föstudögum kl. 6-—7 e. h.
PRENTARINN FRÁ BYRJUN.
Örfá eintök af Prentaranum eru til sölu
hjá gjaldkera HÍP. Verðið er 20 krónur.
RITSTJÓRI: JÓN H. GUÐMUNDSSON
Herbertsprent, Bankastræti 3, prentaði.