Prentarinn - 01.10.1936, Page 4
24
PRENTARINN
SÍÐASTI FUNDUR HÍP
Eundur var haldinn í HÍP sunnudaginn 27.
septeniber siðastliðinn.
Kostnir voru þessir 5 menn í nefnd til
undirbúnings næstu samninga: Jóhannes Jó-
hannesson, Meyvant Ó. Hallgrímsson, Guðm.
H. Pétursson, Ólafur Árnason, Karl Krist-
jánsson.
Fulltrúar á Alþýðusambandsþing voru
kosnir: Hallbjörn Halldórsson, Magnús H.
Jónsson og Guðmundur Halldórsson.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
„Kosin verði 9 manna nefnd til þess að
undirbúa 40 ára afmæli HÍP, og verði liún
einnig til aðstoðar ritstjóra Prentarans við
undirbúning myndarlegs afmælisblaðs".
í nefnd þessa voru kosnir: Guðmundur
Halldórsson, Guðmundur Kristjánsson, Kll-
ert Magnússon, Stefán Ögmundsson, Meyvant
Ó. Hallgrimsson, Sigurður Str. Ólafsson,
Óskar Söebeck, Óskar Guðnason og Jón H.
Guðmundsson.
PRENTAIÍAR UTAN REYKJAVÍKUR!
Sendið blaðinu stuttar greinar eða fréttir
um mál, sem við koma iðninni eða stéttinni.
lteynum að láta PRENTARANN tengjja sam-
an, betur en verið hefur, félaga um land allt!
— Heimilisfang blaðsins: PRENTARINN,
Alþýðuhús Reykjavíkur.
GJALDKERI HÍP
er til viðtals á þriðjudögum kl. (i—7, í
Alþýðuhúsinu, 4. hæð.
siður væri þetta stórmerkilegt safn — það
sýndi í þessu tilfelli þróun prentlistarinnar
á fslandi i þrjátiu ár. Slikt safn væri mikiis
virði, ef einhvern tima kæmi að þvi, að þró-
unarsaga prentlistarinnar á íslandi yrði rituð.
Kristján Guðjónsson er ágætur félagi, þótt
lítið liafi hann opinberlega lagt til félags-
niála, ekki kært sig um að eiga sæti í stjórn
eða þess háttar. Hann gengur heill og óskipt-
ur að sínu lifsstarfi — og það er góður vitn-
isburður um hvern mann.
NOKKUR ATRIÐI UM
BÓKAGERÐ í FORNÖLD
Niðurl.
Hinir fyrstu prentlistiirmenn nefndu starfið
„ars impressoria", prentlist, en undir lok 15.
aldar var prentlistin nefnd „Typografia“.
A fyrstu árum prentlistarinnar var sem
mest reynt íið likja eftir hinum skrifuðu bók-
um. Venjulegast voru þær í tvíblöðungsstærð
(folio), sjaldnar í fjórblöðungsstærð
(kvarto), það var ekki fyrr en seint á 15. öld
að farið var að nota 8-blaða-brot.
Ártöl voru mjög sjaldan sett á bækur á
þeim tímiun, eða hvar þær voru prentaðar.
Titilblöð var fyrst farið að setja á bækur ár-
ið 1470. Til þess tíma var það siður, að inni-
hald bókanna var sett sem byrjunarlina með
meginmálsletri bókarinnar. Ekki voru heldur
blaðsiðutöl eða arkartöl notuð.
Undir eins á fyrstu árum prentlistarinnar
var farið að nota ýmsar rósir og borða til
prýðis í bókum. Einkum var þetta haft á
byrjunarsíðum, og við endi bóka hinir nafn-
kunnu bókahnútar og sigurlykkjur, eins og
gamla fólkið nefndi það. Þá voru og einnig
hinir stóru, fögru gotnesku stafir hafðir í
byrjun bóka og voru þeir oft prentaðir
rauðir. Á þeim tímum var alt þetta skraul
skorið í tré.
Fyrstu 200 árin, sem prentlistin stóð, varð
prentarinn sjálfur oftast nær að búa til það
letur, sem þurfti til prentsmiðjanna, en
slundum varð hann að fá tréskurðarmenn
sér til hjálpar. — Þegar farið var að steypa
st:ifi, þá voru gull- og silfursmiðir liinir beztu
lijálparmenn prentarans. Áður höfðu ])að
verið tréskurðarmenn, sem hjálpuðu þeiin
bezt. G. O. li.
25 ÁRA' MINNINGARRIT HÍP
fæst á skrifstofu HÍP hjá gjaldkeranum
og kostar 5 krónur.
RITSTJÓRI: JÓN H. GUDMUNDSSON
Herbertsprent, Bankastræti 3, prentaði.