Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1937, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.01.1937, Blaðsíða 1
PMENTAMNN BLAÐ HINS ÍSLENZKA PRENTARAFÉLAGS XVI. ÁR REYKJAVÍK, JANÚAR 1937 9. BLAÐ EFTIRMÁLI SAMNINGANNA í síðasta blaði PlíENTAHANS var skýrt frá því, sem þá hafði gerzt í samningum milli HÍP og FÍP og Hikisprentsmiojunnar, birt tvö bréf orðrétt, er farið höfðu á milli fé- laganna og nokkur orð um fyrsta sameigin- legan fund stjórnanna. Nú þykir hlýða að greina nokkuð ger frá þessum niálutn, enda þótt vitað sé, að félagarnir allir muni liafa fylgzt vel með þeim eftir því, sem unnt var, og hafi þegar i höndum sér sanminginn prentaðan. Hér munu þó ekki verða taldar upp þær kjarabætur, sefn prentarastéttinni tókst að ná í þetta skipti, því að þær eru niönnum kunngjörðar í samningunum. En það mætti margt um þessa samninga segja fram yfir það, sem þegar er á þrykk út gengið og talað hefur verið um á fundi og víðar. Þegar litið er á kjarabætur þær. sem feng- ust í þetla sinn, verður því varla neitað, að þæi’ eru allmiklar. Séu þær bornar saman við kröfurnar, eins og gengið var frá þeim í hendur prentsmiðjueigenda, er fengurinn litill. En i upphafi kom það skýrt í ljós hjá félagsmönnum, að slá ætti af kröfunum og búast má við, að flestir hafi verið á þeirri skoðun, að slaka yrði mikið til, svo að lik- legt er, að allur þorri prentara hafi ekki orðið l'yrir vonbrigðum — nema i þvi atriði, að samið var til þriggja ára. Flestir voru í rauninni á móti því. 't'veir fundir, auk jjess, sem þegar var get- ið um í blaðinu, voru haldnir með stjórnun- um óskertum. Það má segja sama um þá og fyrsta fundinn, að þar rak hvorki né gekk. Sama nuddið um söniu atriðin var eini á- vöxtur þeirra, nema að þvi leyti, að á þriðja fundinum kom fram uppástunga um að f.ekka samningamönnum og var hún sam- þykkt og kosnir tveir menn frá hvorum. Upp frá því fekk ekki höfundur þessarar greinar, frekar en aðrir félagar, að vita neitt af samningafundunum annað en árangur þeirra. Og það er þessi leynd og pukur, sem skylt er að deila á. Strax á fyrsta fundinum kom frain á- kveðinn vilji hjá prentsmiðjueigendum um það, að ekkert yrði bókað nema niðurstöð- ur. Og þetta var látið eftir þeim. Sá rök- stuðningur fylgdi, að annars mundu allar umræður verða þvingaðar og samningarnir jafnvel ganga ver en ella gæti orðið. Þessi lilhögun verður þó að teljast mjög mis- ráðin. Meðlimir HfP liefðu átl og þurft að fá að heyra eða sjá margt af því, sem sagt var á þessum fundum, því að það varðar stéttina í heild en ekki aðeins nokkra menn i henni. Það er og vítaverl, hverjum sem um er að kenna, að draga svo samningana fram á síðustu stund, að félagarnir fá ekkert að vita og ekkert að gera nema segja já eða nei, þegar samningarnir eru útrunnir og vinnustöðvunarvofan hangir yfir, ef ekki er gengið að þvi, sem fram er fært. En það er og annað, i sambandi við þessa samninga, sem vert er að víkja nokkrum orðum að. Örstuttu eftir að kröfurnar höfðu verið samþykktar í félaginu, svo skömmu siðar, að stjórnin var naumast búin að senda þær prentsmiðjueigendum, og gerði það þó eins fljótt og unnt var, birti eitt morgunblaðið í bænum þær. Og sama dag konui þær svo í öðru dagblaði, að líkindum teknar upp eftir hinu. Blaðið hlýtur að hafa fengið þær hjá prentara, en hann mun vel hafa vitað, að það var almennt álit innan félagsins, að stá ætti af kröfunum og jiað jafnvel mikið.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.