Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1937, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.01.1937, Blaðsíða 2
34 PRENTARINN Til hvers var þá verið að rjúka i að birta þær í dagblaði? Það gat aldrei orðið neinn ávinningur fyrir félagið. Og svo er eitt alvarlegt í sanibandi við þetta. Þessi verknaður var brol gegn HÍP og endurteknum samþykktum, sem það lief- ir gert. Á fundi Reykjavíkurdeildarinnar, 14. maí 1924, kom fram eftirfarandi tillaga í tilefni þess, að hlaupið bafði verið í eitt dagblað bæjarns með mál, er til umræðu var á deild- arfundi: „Reykjavíkurdeild HÍP lýsir því yfir, að liún telur óheimilt og brot á velsæmi að hlaupa með félagsmál af fundum í blöð eða óviðkomandi menn, og að slíkt geti orðið félaginu til óheilla". Tillagan var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðuin gegn einu. — Þar sem Reykja- víkurdeild HÍP fór með málefni félagsins milli fulltrúafunda og tillaga þessi er sam- þykkt á lögmætum fundi hennar, verður að líta svo á, að hún sé enn i fullu gildi, því að síðan hefur ekkert verið samþykkt í félag- inu, sem dregið geti úr gildi henuar. Þremur áruin síðar kemur fram svipað atvik, og endurnýjar þá deildin þetta álit sitt á enn ótviræðari hátt. Á fundi 13. janúar 1927 vítir formaður Reykjavíkurdeildar HÍP það, að félags- menn sýni ógætni í orðum út á við um mál- efni prentarafélagsins; sérstaklega geti þessi lausmælgi verið óliyggileg meðan á samn- ingum stendur. — Fleiri félagar tóku síðan i sama streng, og að umræðum loknum var eftirfarandi tillaga samþykkt i einu hljóði: „Reykjavíkurdeild HÍP telur það svo vítaverðar aðfarir, að bera út það, sem gerist á fundum deildarinnar, einkum þeg- ar um samninga milli HÍP og FÍP er að ræða, að luin ályktar, að þeim mönnum, sem gera sig seka um þvílíkt athæfi, skuli tafarlaust vikið úr deildinni, jafnframt að þess skuli krafist af fulltrúafundi HÍP, að hann sjái um, að þessir menn verði reknir úr HÍP með þeirn ummælum, að þangað geti þeir ekki átt afturkvæmt. — Ennfremur væntir deildin þess, af öllum góðum meðlimum sínum, að þeir geri allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma upp um þá menn, sem gera sig seka i þvílík- um söguburði, svo þeim verði refsað á viðeigandi hátt“. Má sjá á tillögunni, að mönnum hefur verið mikið niðri fyrir út af máli því, sem uni var að ræða. En blað það, sem fyrst birti hinar upp- haflegu kröfur HÍP gerði ekki endasleppt við félagið, hvað samningana snerti. Eftir áramótin skýrir það frá úrslitunum og bæt- ir siðan Jiessari klásúlu við: „Fram til þessa tíma hefur islenzkur verkalýður litið lil Prentarafélagsins sem einnar sterkustu stoðar i verkalýðshreyf- ingunni, enda hefur Prentarafélagið á und- anförnum árum sótt einna-djarfast fram um kjarabætur. Eu nú við þessa samninga virðist sero sókn þessa félags sé farin að linast. Þrátt fyrir hið glæsilega fordæmi járnsmiðanna nú i vetur lætur Prentarafélagið kúga sig til þess að slá af flestum kröfum síniini um meira en helming og sumum svo sem samnings- tímanum og aukavinnunni, alveg. Það sem einkum veldur því að svona er komið mun vera duglítil forusta félagsins. Stjórnin er þar að auki að meiri hluta skip- uð þeim félagsmönnum, sem við bezt kjör eiga að búa. Virðist því áhugi þeirra fyrir því að hæta kjör þeirra, sem lægst eru launaðir enganveginn svo vakandi, sem skyldi. Okkur rekur öll minni til þess þegar járnsmiðir fóru fyrir fáum árum út í mán- aðarverkfall til þess að bæta kjör nemanna. Slíku fordæmi hefur stjórn Prentarafélags- ins gleymt að fylgja að þessu sinni“. Og i annari grein í sama blaði, þar sem rætt er um samninga bátasmiða, var þessi setning: „— Það er freistandi að bera þetta sam- an við forystumenn prentara, sem létu sér nægja 4 tima frí 1. maí“. Út af þessum ummælum blaðsins væri sann- arlega freistandi að gera fullkominn saman- hurð á síðustu samningum HÍP og hinu , glæsilega fordæmi" járnsmiðanna, en ekki mun þörf á að eyða hinu takmarkaða rúmi

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.