Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1937, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.01.1937, Blaðsíða 4
36 PRENTARINN ÁSKORUN Til þess aÖ reikningar HÍP geti verið til- búnir fyrir aðalfund, sem lialdinn verður í inarzmánuði n. k., er hér með fastlega skor- að á þá félaga, sem enn skulda gjöld fyrir árið 1936, að gera upp við innheimtumenn félagsins í prentsmiðjunum i síðasta lagi fyrir 6. febrúar 1937. Gjaldkeri HÍP. SAMKEPPNI UM AUGLÝSINGASETNINGU Hér birlist „handrit" að hálfrar síðu aug- lýsingu i PRENTARANN, og mun sú aug- lýsing, sem bezt verður talin, koma í hátíðar- blaðinu. Nöfn dónmefndarmanna verða birt síðar. Auglýsingarnar þurfa að vera komnar lil blaðsins fyrir 20. febr. — Efnið er þetta: Klemens Jónsson: Fjögur bundruð ára saga prentlistarinnar á íslandi. Gefin út á kostn- að Félags íslenzkra prentsmiðjueigenda og Hins íslenzka prentarafélags. í bókinni er óhemju mikill fróðleikur um prentsmiðjur og prentara. Hún er prýdd mörgum myndum af gömlum prentgripum, og vönduð að frá- gangi. Verð kr. 15.00. Bókin fæst hjá Hinu ísle'nzka prentarafélagi, Alþýðuhúsinu, Rvík, Póstliólf 323. upp frá því við ýms störf, einkum i liágu Sjálfstæðisflokksins. 1933 varð Valdimar svo veikur af brjóst- veiki, að hann varð að fara á Vífilstaðaliæli og fekk þar bata eftir tveggja ára dvöl, en kringum ári síðar kenndi hann sjúkdóms þess, krabbameins, er varð honum að aldur- tila. Hann lést 17. nóvember .1936. Valdimar Hersir gekk i HÍP 22. október 1912. Guðni Jónsson magister, sem þekkti þenn- an látna félaga mjög vel, lýsir lionum m. a. svo í minningarorðum: „Valdimar Hersir var maður vel gefinn til munns og lianda, greindur vel, fljótur í hugsun, laginn í kappræðum. Á því þurfti hann oft að halda, þvi að aðaláhugamál hans öll hin síðari ár hans voru stjórnmálin. Hann var mjög laginn að telja menn á sitt mál. Mælskur var hann á mannfundum, en skemmtilegur í samtölum um áhugamál sín“. YRKIÐ NÚ, PRENTARAR! Eins og allir félagar vita, er 40 ára afmæli IIÍP 4. apríl í vor. Nú þegár er hafinn mik- ill undirbúningur tii þess að gera hátíðina eftirminnilega. Niu manna nefndin, sem kos- in var í liaust, skipti með sér verkum og starfar ósleitilega. Söngur er æfður undir stjórn Péturs Lárussonar prentára og organ- isla. Blaðnefndin vinnur, ásamt ýmsum rit- færum félögum, að samningu og tilhögun há- tíðarblaðsins. Sá hluti nefndarinnar, sem sér um húsnæðið, horðhaldið og dagskrána, hef- ur þegar leyst ágætt starf af höndum. En eitt vantar ennþá, félagar! Það eru hátiðarljóðin! Vitað er, að fjöldi manna i stéttinni kann vel tökin á ljóðagerðinni, svo að vænta má þess, að mörg kvæði komi frá þeim í tilefni þessa merkilega afmælis. En ef söngkórinn á að syngja eitthvað af þeim, verða þau að berast i hendur nefndarinnar sem allra fyrst. Það sem ekki verður sungið, en talið birting- arvert, kemur í hátíðarblaði PRENTARANS. Setjist nú við, ljóðasmiðir góðir, og yrkið eins vel og þið getið og sendið það fljótt. í þeim hluta nefndarinnar, sem söngur og Ijóða- val heyrir undir, eru Óskar Söebeck, Her- bertsprenti, Meyvant Ó. Hallgrímsson, Al- þýðuprentsmiðjunni, og Sig. Str. Ólafsson, Félagsprentsmiðjunni. Eins geta inenn kom- ið kvæðunum til ritstjóra PRENTARANS eða i póstbólf HÍP, 323, ef þeir vilja ekki láta nafns síns getið, eða þykir það handhægra. En um fram allt: Yrkið nú, prentarar, „fljótt og vel“ og dragið ekki að senda kvæð- in! KARLAKÓIt PRENTARA Nokkrir áhugasamir prentarar æfa nú söng fyrir afmælishátíð félagsins. Má það teljast hið mesta gleðiefni, ef starfsemi þessi getur borið góðan árangur. Iin til þess að svo verði, þurfa allir þeir, sem þátt ætla að taka í söngnum að mæta vel á æfingum. Þær eru á mánudögum og fimmtudögum. RITSTJÓRI: JÓN H. GUÐMUNDSSON Herbertsprent, Bankastræti 3, prentaði.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.