Prentarinn


Prentarinn - 01.01.1937, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.01.1937, Blaðsíða 3
PRENTARINN 35 PRENTARANS í það. Þó er rétt að geta þess, til að sýna, hvað blaðið telur góða og vonda sanininga fyrir verkalýðinn, að það býsnast yfir ágætri frainmistöðu járnsmiða og þeirra dugnaði, þótt ekki hafi þeir haft upp úr þeim nema kr. 1.51 á viku, og fengið festan i sanin- ing kaffitíma, sem þeir voru húnir að hafa samningslaust um langt skeið. Annars er tímakaup járnsmiða nú kr. 1.82 og enginn er þar á föstum vikulaunum. Beri menn þetta saman við þá samninga, sem prentarar náðu, geta þeir dæmt heilindi þessa hlaðs i mál- flutningi. Ekki má heldur gleyma fordæm- inu, sem minnst er á í sambandi við nemana, og rétt að bera saman kjör prentnema og þeirra, sem læra i járniðnaðinum. Það er heldur engin furða, að blaðinu þótti freistandi að bera saman árangur bátasmiða og prentara og að það er harðánægt yfir því, að bátasmiðum skuli leyft að leggja niður vinnu tvo daga á ári á sinn kostnað, og að það fyllist úlfúð i garð prentara fyrir þá frammistöðu, að þeir fengu hálfan dag, með fullu kaupi, í viðbót við sina fridaga! En eins og sjá má af tilvitnunum blaðsins, er hér reynt að gera lítið úr Hinu íslenzka prentarafélagi, jiví að þó að talað sé um „forystumenn félagsins" og skuldin eigi að skella á þeim, ]iá hlýtur HÍP sjálft að taka þetta til sín, þar sem núverandi stjórn þess er kosin af stórkostlegum meiri hluta allra félagsmanna og þeir hafa samþykkt gerðir hennar á mjög ótvíræðan hátt með atkvæða- greiðslum. Er auðséð af öllu, að árásin var gerð af pólitískum ástæðum vegna þess, að andstæð- ingar blaðsins fjölluðu um samningana. En það er illt, ef prentárar hjálpa til þess að Hinu ísl. prentarafélagi sé niðrað opin- berlega til stjórnmálalegs framdráttar. PRENTAltAR UTAN REYKJAVÍKUR! Sendið hlaðinu stuttar greinar eða fréttir um mál, sem við koma iðninni eða stéttinni. Reynum að láta PRENTARANN tengja sam- an, betur en verið hefur, félaga um land allt! — Heimilisfang blaðsins: PRENTARINN, Alþýðuhús Reykjavikur. f VALDIMAR HERSIR LÁTINN Valdimar Hersir var fæddur 24. des. 1891 í Reykjavik. Foreldrar hans voru Brynjólfur Ögmundsson og Sigríður Freysteinsdóttir. Föðurættin var borgfirsk, en móðurættin úr Árnesþingi. Möðir hans var dóttir Freysteins bónda á Hjalla í Ölfusi, Einarssonar á Þverá. Valdimar ólst upp i Reykjavik með for- eldrum sinum og tók að nema prentiðn. I Félagsprentsmiðjunni var hann til hausts 1915, en veturinn 1915—10 las liann undir gagn- fræðapróf. Sumarið 191(5 fór hann í síldar- vinnu, en sigldi um haustið til Danmerkur. Þar dvaldi liann þó stutta hrið, og hélt suð- ur til Þýzkalands og vann að prentverki i rúmt hálft annað ár. Þennan tima var hann i Frankfurt, Leipzig og Dresden. Síðan fór hann aftur til Kaupmannahafnar, en hvarf þaðan fljótt og kom heim á miðju suniri 1918. Vann hann ])á í fsafoldarprentsmiðju um skeið, en réðst austur á Seyðisfjörð og starf- aði i prentsmiðju þar i tvö ár. Þá kom hann aftur til Reykjavikur og vann eitthvað í ísa- foldarprentsmiðju. Síðan réðst hann til Vest- mannaeyja og vann þar í prentsmiðju og var um tíma jafnframt ritstjóri Skeggja. 1927 kom hann aftur til Reykjavikur og fekkst

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.