Prentarinn - 01.12.1968, Side 13

Prentarinn - 01.12.1968, Side 13
Óðinn Rögnvaldsson: Ráðstefna norrænna prentarasamtaka í Svíþjóð 1968 Dagana 20.—21. ágúst síðastliðið sumar hcldu nor- rænu prentarasamtökin, Nordisk Typograf-Union, árlega ráðstefnu sína. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Kungálv, smábæ norðan við Gautaborg í Svíþjóð. Hið ísl. prentarafélag þáði hoð um að senda einn áheyrnarfulltrúa á þessa ráðstefnu, en árið 1967 sátu þeir Stefán Ogmundsson og l’jctur Stefáns- son ráðsefnu sanrtakanna, er haldin var í Danmörku. Þátttakendur voru frá Danmörku: Henry Nielsen, Gerhard Jensen og Louis Andersen. Finnlandi: Erkki Nissilá, Pauli Neiminen og Arvo Itáluoma, en að auki túlkur þeirra, Judith Sundman. íslandi: Óðinn Rögnvaldsson, áheyrnarfulltrúi. Noregi: Reidar Langás, Harry Pedersen og Arild Wigaard. Svíþjóð: Erik Alderin, Sten Cederqvist og Olle Hansson. Eig- inkonur þátttakenda voru einnig með í förinni og héldn þær hópinn og gerðu sér ýmislegt til skemmt- unar meðan menn þeirra sátu fundi ráðstefnunnar. Fulltrúarnir komu til Kungálv daginn fyrir setningu ráðstefnunnar og snæddu sameiginlega kvöldverð. Snemma næsta dag hófst svo ráðstefnan. Ráðstefnan sett og dagskrá hennar ákveðin Forinaður sænska prentarasambandsins, Erik Alderin, setti ráðstefnuna og bauð þátttakendur velkomna. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu að dagskrá: 1 Ráðstefnan sett og dagskráin ákveðin. 2. Kosning forseta, ritara og meðstjórnenda. 3. Skýrslur prentarasamtakanna um starfsemi sína s.l. ár, í þessari röð: a) Danmörk. b) Finnland. c) Island. d) Noregur. e) Svíþjóð. 4. Skýrsla varðandi hag Nordisk Typograf-Unions 1.1.-31.12. 1967. 5. Umræður varðandi þátttöku Hins íslenzka prent- arafélags sem fullgilds aðila í Nordisk Typograf- Union. 6. Umræður varðandi skipulagsbreytingu Nordisk Typograf-Union. Málshefjandi: Danska prent- arasambandið. 7. Layout — verksmið fyrir prentara? Málshefjandi: Danska prentarasambandið. 8. Tæknileg þróun og faglegt markmið. Sænska pren tarasambandið. 9. Onnur mál. 10. Norræna prentararáðstefnan 1969. 11. Ráðstefnunni slitið. Forseti ráðstefnunnar var kosinn Erik Alderin, ritari Sten Cederqvist og meðstjórnendur Henry Nielsen, Erkki Nissilá og Reidar Langás. Skýrslur einstakra sambanda um starfsemi sína á liðnu ári Danmörk: Nielsen Henry Nielsen, formaður danska prentarasam- bandsins, hóf skýrslu sína með því að skýra frá því, að samningarnir hjá þeirn rynnu út 1. marz 1969. Samningsaðilar hafa komið sér saman um að skipa nefnd til þess að fjalla um fyrirkomulag 40 stunda vinnuviku. Það er nú ákveðið með samningum að heimilt sé að taka upp bónusfyrirkomulag í prent- smiðjum, þar sem áhugi er fyrir að koma því á. Stjórn prentarasambandsins hefur því komið á fót sérstökum námskeiðum fyrir trúnaðarmenn um þetta mál. Þessi námskeið koma til með að hafa mikla þýðingu varðandi þetta fyrirkomulag. Prent- arasambandið hefur einnig sett fram ákveðnar grundvallarreglur við samninga um bónusfyrir- komulag í fyrirtækjum. Samningarnir skulu byggj- ast á eftirfarandi: 1. Framleiðslurannsókn, tímamælingar o. s. frv. skulu framkvæmdar af nefnd. Líta skal á þetta sem und- anfara atvinnulýðræðis, þ. e. þátttöku starfsfólks í stjórnun fyrirtækja. PRENTARINN 93

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.