Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Síða 5
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
Valgeir Skagfjörð, cand theol:
Hugleiðingar um landið mitt.
[Valgeir Skagfjörð, cand. theol. andaðist 12. júní
1935. Það var hann, seni manna mest hefur borið
kristilegt starf meðal stúdenta hér fyrir brjósti
á síðari árum. Það má segja að hann hafi verið
ainn aðalfrumkvcðall [>ess starfs, sem nú i haust
hefur verið unnið hér á landi. Þessvegna þyk r
oss viðeigandi að minnast hans í fyrsta kristi-
lega stúdentablaðinu íslenzka, með því rð birta
kafla úr ræðu, sem hann flutti í Noregi, er
hann dvaldi þar að afloknu námi hér.]
Valgeir Skagfjörð.
er frá fslandi, e'ns og- þér hafið heyrt. Það
rtafn minn’r mig á norðu>rskautið með endalausum
ísbreiðujn og ógnar-kulc a, ísbjörnum, sefum og
mávum og einstaka íshafeskútum á reki ininan um
volduga ísjaka,
En gerið þér yður slíkar hugmyndir um landið
mitt, verð ég með allri vinsemd að biðja. yður að
endurskoða hu.gsanaferil yðar. Hann á nefnifega
alls ekki við fsland. Já, þyrði ég það fyrir Dön-
um, þá myndi ég hafa nafnaskipti á löndunum
tveims Grænlandi og íslandi, — en ég er nú reynd-
ar hræddur um, að ég í'engi ekki fylgi í Haag,
ef ég gerði sljka umskírn.
Þetta hefndar-nafn fengum vér frá Norðmanni,
sem varð í'yrir vonbrigðum af ástaindi landsins,
en hann hefði heldur átt að finna til vonbrigða út
af sjálfum sér. Hann hét Flóki og var nefndur
Hrafna-Flóki eftir hröfnum tveim, er hamn blót-
aði.. Hið fyrsta surnar er hann var úti, þótti hon-
urn all.t til unaðar, frjósemi og gras gott sauð-
um hans, bjartar, fagrar nætur með mionætur-
sól, heitar iaugar, streymandi elfur og hvarvetna
fegurð hin yndislegasta — og vötn öll og sjórinn
full fiskjar. Og hann. gladdist yfir öllu þessu og
hugði ei á komandi tíðir. Hann fiskaði aðeins —
en renndi eigi einni hugsun til komandi vetrar,
hugsaði ekki út í það, að sauðum hans mundi þá
heyja ]>örf; það var sem hyggðist hann kominn
til Paradísar með eilífu sumri. En veturinn kom
eigi ?.ð síður, miskunnarlaus og harður — og féll
all.t fé hans úr hungri. Þá reiddist hann, og er
það ekki að undra. En í stað þess að taka sökina
á sig sjálfur fyrir gáleysi sitt, þá reiddist hann
landinu. Ein um síðir, er voraði — líldega heíir
þetta verið einkar harður vetur og vor — þá gekk
hanm upp á fjall eitt hátt, og er hann l,eit í norð-
ur af tindinum, sá hann fjörð fullan af ísi. Þá
nefndi hann landið Island. Því miður. Og þó —
oss þykir auðvitað vænt um I>etta, nafn, þótt vér
megum reyna þann mikla. misskilning er það veld-
ur, Jxjga.r við komum út í heiminn víðan og stór-
an. Sem stendur rnega heitu löndin., svo nefndu,
taka ofam fyrir Islandi, því að meðan fólk er að
frjósa í hel í Suður-Evrópu, lesa menn blóm á Is-
tandi.
En er þá alls enginn ís á Islandi? Jú, ís er
þar. Vér höfum eins og í Noregi stór og mikil
fjöll á Islandi. Einstaka, eru svo há, að snjórinn,
sem fell,ur á tindana, bráðnar aldrei alveg. Og
svo safnast sífellt meiri snjór; ár frá ári dýpka
og stækka fannirnar, þrátt fyrir marga, læki og
ár, sem fossa niður fjallahlíðarmar. Og við það,
að þrýstingur eykst sífellt, breytist fönnin í ís,
sem myndar geysimikla ískollhúfu á tindunum.
Það er það, sem vér nefnum jökul. Það eru 5—6
stórir jöklar og nokkrir rninni.
Oss þykir vænt um jöklana vora. Þeir eru oss
heilagt tákn. Þar gnæfa ]>eir tindrandi hvítir og
tignarlegir og teygja sig mót, himni, svo hátt uppi
yfir öllu lágu og vesælu. Það er eins og eilífðin
sé þar komin, heilög kyrrð, svo djúp, svo hríf-
andi; það er sem náttúran öll standi á öndinni og
hl,usti, allt er hljóðnað, svo rótt, svo fagurt. Þar
uppi skilur maður þá, sem tala um sakramenti
þagnariinnar. Komdu með þangað upp — og þá
muntu. fá að reyna, hvað þögn( er. Þá ]:ögn getur
maður ekki rofið, það er sem helgispjöll.
En djúpið niðri, þar strita mennirnir í æðis-
gengimni önn með ærandi hávaða. Það hlýtur að
5