Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Qupperneq 6

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Qupperneq 6
KRISTILEGT STÚDENTABLAI) vera merkilegt frá sjónarmiði jckulsins að sjá þessar örsmáu verur, sem hann getur naumast eygt — svo smáar eru þær — cg svo aJ,li ,r sá há- vaði og gauragangur, sem þeir gera. Mennirnir gera hark og háreisti og skammast og fljúgast á, syndga og- leika sér — og ekki kemur þeim í hug að líta upp á tign og hreinleika jökujlsins. Aðeins einstaka þreyttur, sundurmarinn, einmana synd- ari lítur þangað upp — a,f því að augu hans leita, til himins, eins og augu, jöku'gins. Og ,hann spyr sjálí'an sig: Mu.n jökullinn ekki undrast ve;æl.'.l mannanna? En getur þá ekkert rofið ró og kyrrð jökulsins? Jú, því að jökúUinn er af þessum heimi; allt, sem er það, er fallvallt. — Undir mörgum jöklum er hulið hyldýpi, el,dgýgur, og þar lifir í glæðum niðri, vellur og sýður glóandi, íijótandi stein- dyngja, sem getur hlaupið upp hvenær sem vera skal. Hún bíður aðeins bendingar frá undirheimi —- og svo, svo gjörist þetta óttafega, sem vér ntfn- um eldgos. Mörg þúsund tonn af fljótandj, glóandi stein- dyngju, hleyipur upp úr djúpinu, þúsundir hest- afla a.ð styrkleik og sprengir burt hverja ögn af hinum volduga, hreykna, rólega jökfi, sem leitar til himins. Eld- og cskustrókur gnæfir við him inn; askan breiðist út yfir landið sem þykkt, svart ský, er sólarljósið kemst ekki gegnum. Það verður niðdimmt um hábjartan ,d,ag — ekkert sést nema þessi hræðilega, æðisgengna, banvæna, eldsúla. Og glóandi steypizt hraundyngjan, ljósrauð, oían fjallshlíðarnar og brennir allt lifandi, er á vegi hennar verður og grefur það undir raubu breið- unni. Allt er lagt í eyði, gjöreytt — það er dauð- inn, sem náð hefur völdum. Og nú er ekki nátt- úran hljcðlát: látlaust ganga þrumur og elding- ar. Og síðan — allt í einu kveður við dimmt, tóma- legt, geigvænlegt hljóð, eins og úr víti neðan, þao er semi komi það frá undirheimum — öll náttúr- an stynur ógnlega — það er jarðskjálftinm, sem kemur. Hljóðinu veldur bylgjugangur í jarðskorp- unni, fjöllin lyptast, sem eldspýtur væru; bylgjur og dalir myndast; húsin hrynja, lindir stíflast og aðrar myndast í staðinn, árnar breyta farvegi, — jörðin rifnar víða. Og mennirnir? Já, lítið á þá. Lítið glundrcðann, lítið angistina, heyrið óp þeirra, kvein þeirra. Nú er hrokanum svipt burt, nú finna mennirnir, að þeir megna þó ekki allt: mætti þeirra eru takmörk sett. Þa.rna standa þeir hjálparvana og ráöþrota gagnvart þessum hræðilegu náttúruöflum. Þá fara þeir, þótt undarlegt megi virðast, að hugsa tii Guðs. Nú finnst þeim þeir þurfi hans. Og svo kippa þeir í neyðarklukkuna, — því að þannig líta flestir á bænina — og hrópa til Guðs um hjálp. Og þeir gera, honum mörg heit - ef hann vilji aðeins hjálpa.------Svo líður þetta frá, allt kyrr- ist aftur. Og smátt og smátt snýr styrkur mann- anna aftu.r. Og því, lengra sem líður og ógnirnar koma ekki aftur, því öruggari þykjast, menn. Gamla uggleysið og stórmennskan og þóttinn eru komin á ný. En gefin heit? Já, það voru nú aðeins nau.ðungarloforð, og menn hyggjast ekki þurfa að taka þau svo nákvæmlega- Og það er ekki víst, að Guð hafi tekið það svo alvarlega — ef þá nokkur Guð er til. — Hann getur þá að minmsta kosti ekki verið tiltakanlega meiri en mennirnir; já menri- irnir, lítið þessar dásamlegu verur, sterkir, vitrir og menntaðir — það má nú segja. Og svo vesæjir. ★ Og svo fáum vér menn, þrátt fyrir allan vesal- dóm vorn og rembing — eða e. t. v. einmitt þess vegna, að halda jól. Til vor hljómar boðskapur jólanna. Það var vor vegna — athugið: vor vegna, að Guð, — já, sjálfur Guð hinn, almáttki, hvarf frá dýrð sinni og kom hingað til vor. — IIa,nn þekkti oss, ótryggð vora, Ijcsfælni, grimmd og fjandskap við Guð. Þessvegna hef ég oft hugsað um það, hvernig það mátti verða, að han.n kom ekki í mætti og veldi, já hversvegna kom hann ekki á sama hátt og Elía fór upp. Nei, í mynd varnarlauss smábarns kom hann, og þannig fól hann sig féndum sínum. — Og þá heíði nrátt vænta, að hjörtui rnannanna hefðu hrifizt og þeir fagnað og vegsamað og þakkað Guði — ef þeir þá mættu nokkurs fyrir undrun. Því að hvað var það, sem gerðist nóttina forðum í Betlehem? Ekk- ert minna. en þetta, að upp frá þeirri stundu ráða önnur lögmál tilverunni en áður, sem sé, tilveran breytti stefnu og snerist um nýja þungamiðju: Jesúm Krist. Jóhannes segir það svo, að lögmáliö kom fyrir Móse, en náöin og sannleikurinn fyrir Jesúm Krist. Og það er ekki nema eðlilegt — gátum vér átt von á minni afleiðingum af því, að Guð sjálfur gekk inn í vom heim? ----------Er. hvað gerðu svo mennirnir. Já, það va,r dálítiU hóip- ur manna, sem voru kyrrlátir, auðmjúkir, litlir í eigin mætti — fyrir þeim var opinberuð dýrð 6

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.