Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Síða 8
KKISTILEGT STÚDENTABLAÐ ^w
Þá reynir séra Sang- að lokum að þvinga Guð.
Hann fær þá trú, sem hann þarf •— og hann bið-
ur enn einu sinni, meir en nokkru sinni áður.
Hann, gjörir áhlaup á Guð. — Og ,hvað skeður?
Kona hans stendur upp af sóttarsænginni og
gengujr til hans. En -— hún fellur dauð í fang
hans!
Honum mistókst sem sé á úrslitastunidiinm. Eins
og við getur verið að búast. Því það mistekst
alltaf þegar mennirnir vilja þrengja sínum vilja
fram gegn vilja Guðs. Því þá fer maður sem sé út
fyrir ramma kristindémsins. Það er þá varla hægt
að kalla það kristindóm lengur. Því þýðingarmesta
bæn kristindómsins er: Veiði þinn vilji! Þessarar
bænar hafði séra. Sa.ng ekki lært að biðja, enda
þótt honum sé lýst sem miklum bænarmanni.
Nú skulum vér hugfesta að meðferð Björnsons
á kristindóminum í »Ofurefli« nær aðeins til einn-
ar einustu hliðar hans — sem sé kraftaverkatrú,-
arinnar. En það er nú að ráðast á »aukaatriði«
kristindómsins. Því meir mistókst árás ’nans.
Það er .hin frelsandi trú, sem er ljftaug krist-
indómsins. Ef Björnson hefði getað ráðist á hana
og sannað að hún fengi ekki staðizt ágjöf lífsins
og d,auðans, þá mundi hann hafa veitt kristin-
dóminum banahöggið.
En á þessu sviði hefir hann sjálfa reynslusönn-
un lífsins á móti sér. Hér mætir oss ótölulegur grúi
vitna —- 1900 ára hetjusaga u,m trúarhetjur, sem
gengu á báþð, sem gengu fram fyrir ijón, hetjur,
sem þoldu allt nema það eitt, að missa trú sína.
★
Ibsen hefir í bók sinni »Brandur« náð betur tök-
um á þessu sa.ma viðfangsefni. Hann snýr sér að
siðgæðiskröfum kristindómnsins. Séra Brandur er
maður, sem vill gjöra alvöru úr sidgæðiskröfum
kristindómsins.
En hann ofreynir sig einnig á því. Brandur
berst með quantum satis mannsviljans. Og hann
fer eins l,angt, eins og vilji mannsins nær, Hann
kemst líka langt. En honum mistekst að lokum. —
Hversvegna,? Jú, af því að quantum mannsviljans
er ekki satis! Það er sannleikurinn.
En svo heyrist að lokum undarlegt bergmál, í
»Bran,di« eftir Ibsen, sem ef til vill sýr.ir að lbsen
hafi séð lengra en Björnson —: »Hann er IJens
caritatis«.
Þegar vilji mannsins hefir erfiðað til ónýtis, þá
nær Björnson ekki lengra; hann leggur árar í bát.
En hjá Ibsen kemur þá rödd a>:) ofan, það er Guð
kœrleikans, sem kemur. Ibsen getur ekki annað
í hræðilegum vanmætti mannsins en — vonað á
eitthvað meira en quantum mannviljans.
En bæði Björnson og Ibsen eru sammála um, að
mannviljinn ræður ekki við kröfur kristindómsins.
Það er ómögulegt fyrir mennina að lifa cftir hinni
háleitu fyrirmynd kristindómsins. Og ef iðeins er
spurt um hvað vilji mannsins getur, þá svörum
vér: Kristindómurinn er sannarlega ofurefli.
Það er bara það sorglega, að Björnson og Ibsen
(eins og svo margir aðrir) hafa ekki skilið sér-
kenni kristindómsins. Hvorki kristindó’nurinn né
kristnilífið er neitt mannaverk. Það er verk Guðs.
★
Kristindómurinn gerir háleitaúar siðgæðiskröf-
ur allra trúarbragða.. Kröfuir hans eru að því l,eyti
»ómannlega,r«. önnur trúarbrögð gera ekki meiri
kröfur, en maðurinn, heíir mátt til að íullnægja.
Þau gera. að vísu miklar kröfur (eins og t. d.
Buddhismi og Confisianismi). En þær eru ekki
óviðráðanlegar, Með góðum vilja og undiigefni er
hægt að fullnægja þeim. Þetta er einmitt eitt at-
riðið í þeim mikla mismun, sem er á kristindómin-
um og öðrum trúarbiögðum: Kristindómu.rinn
gjörir svo strangar kröfur, að maðurinn getur ekki
lifað eftir þeim með viljakrafti sínum eingöngu,
þar sem önnur trúarbrögð gjcra ekki stramgari
kröfur en svo, að maðurinn getur fullnægt þeim.
I þessum tiúarbxögðuim reyina þá mennirnir að
teygja sig í eigin mætti upp til, Guðs. En í krist-
indóminum teygir Guð s:g niður til mannanna,
Trúarbrögðin leitast við í manniegum mætti að
teygja sig upp, en í kristindóminum kemur guð-
legur kraftur niður til þess að lyfta manninum
upp. Það er krafturinn, sem fremiir öllu cðru að-
greinir kristindóminn írá öðrum trúarbrögoum.
Þau komast þangað, sem mennirnir geta komist í
eigin mætti — ekki lengra.. Þau eru mannleg og
komast þessvegna ekki lengra en það' mannlega.
En kristindómurinn gefur nýjan, kraft, svo að
maðurinn kemst í raun cg veru út iyrir sjálfan
sig. Hin kristna trú er hæíileikar, sem Guö gel'ur
og ná út fyrir takmörk hugsunarinnar cg lyfta
manninum upp til samfélags við Guð.
Maðurinn getur ekki, aðeins í eigin krafti, konv
ist út fyrir það jarðneska. Til þess verður hann
að fá kraft utanað. Maðurinn getur ekki sjálfui’
Frh. á 11. síðu.
8