Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Síða 10
KRISTILEGT STUDENTABLAÐ
Áð rannsaka sjálfan sig.
Nítján hundruð ára. trúarbrögð! Að rýna aftur
í tímann um nítján alda veg, til þess að reyna að
festa auga á Kristi á Gyðingalandj og krossinum
hans, — þannig dæmir margur maðurinm uan
kristna trú, og telur hið sama og að líta um öxl og
aftur fyrir sig við hvert fótmál, í stað þess að
hugsa um b'ðandi stund og horfa fram. En þessi
dómur er bara byggður á misskilningi. Við gröf
hins upprisna Jesú var borin fram fyrir mennina
þessi áminnandi spurning: »Hví leitið þér hins Uf-
anda meðal hinna dauðu? Hann er ekki hér; en
hann er uppri'irm. Þetta er misskilningurinn, að
margur maður leitar Jesú meðal lpngui horfinna
manna í heimssögunni, leitar atriða úr kenningu
hans, en leilar ekki sambands við hinn lifandi
frelsara, sem býðst til að lieiða hinn vegvillta mann
gegn um hættur lífsins. En sá, sem hefur fundið
þörf sína fyrir ftelsara, sem gæti afmáð syndir
hans, og hefur síðan reynt kærleika hans, kraft
og leiðsögn daglega sem hins lifanda, þrátt fyrir
eigin efasemdir og óstöðuglyndi, hann finnur marg-
ar gátur lífsins leystar, sem áður voru eins og
stór björg á vegi trúarinnar. Margar geta enn
verið huldar, en hinn trúaði maður sættir sig við
að bíða um stundi eftir lausn þeirra, án þess að
sú bið raski trausti hans. Hann horfir fram, í von
um meiri skilining og þroska.
Hver vill taka sér fyrir hendur að rannsaka
sjálfan sig í birtu þeirri, sem ber af lífi Jesú og
starfi meðal mannanna, við þá kærleikans birtu,
sem leggur frá krossi hans, sem reistur var vegna
afbrota mannsins gegn höfundi Ijfsins, við sigur-
birtu upprisu hans, við ljésið, sem stafar frá lífi
og dauða bræðra og systra, sem trúað hafa á hinn
lifandi frelsara syndugra manna?
Það er ráðlegt hverjum manni, að hefja þessa
rannsókn. Sé það satt, að nútíminn krefjist rann-
sóknar og raunveruieiks, þá ætti ekkert að tefja
þig frá að hefjast handa.
Helgi Tryggvason, stud. phU.
Ég gafst guði.
Hvernig í ósköpunum getur ungur mennta-
maður verið kristinn?
Ég skil það afar vel„ að slík spurning sé ofarlega
í huga margra ungra menntamanna. Eg átti sjálf-
ur fyrir eigi all-föngu í mikilli baráttu út af þess-
ari sipurningu. Hvernig getur sá, sem nokkra
menntun hefur til að bera, trúað Biblíunni? Er hún
ekki full af mótsögnum? Hvernig er hægt að vita
að kristindómurinn sé hin eina og sanna trú? Er
ekki heimurinn fujlur af aljskonar trúarbrögðum?
Þessar og þvílíkar spurningar átti ég við að stríða.
Ég vildi svo gjarnan vera kristinn, en mér fannst
ég verða að beita heilbrigða. skynsemi valdi, til að
geta orðið það!
En svo var það, að ég komst í kynni við nokkra
jafnaldra mína., sem mér var Ijóst að voru kristn-
ir. Kristindómurinn, var þeim áreiðanlega raun-
veruleiki, og þeir vitnuðu, með djörfung og fullvissu
um samfélag sitt við Krist. Ég tók að þrá að eign-
ast það sama og þeir, því að mér varð það ljóst, að
mér var það ómissandi. Ég reyndi að leita., því að
mér fannst ég þurfa að uppljfa eitthvað yfirnátt-
úrlegt, áður en ég yrði kristinn, en fann ekkert.
------En svo tók ég ákvörðun: nú er mér sarna
hvað það kostar, ég verð að gefa mig Kristi og
fylgja, honum eftir og bera, vanvirðu hans» —
Nú var ég orðinn kristinn. Nú mætti ég Kristi.
Það var ekki á óeðlilegan hátt, með yfirnáttúrlegri
opinberun eða neinu þessháttar. Heldur kom það
sem djúpur en kyrlátur friður í hjartað og full,-
vissa um það, að nú væri tilgangur lífsins fund-
inn. 1 þessu er sæla fólgin, þátt það kosti baráttu
og sjálfsafneitun!
Ungu menntamenn! Ki-istindómurinn er ekki
heilabrot um erfiðar spurningar, hann er líf, sem
lifað er í samfélagi við Krist, Gefumst því honum,
tökum á oss vanvirðu hans og fylgjum honum eft-
ir, hvað sem það kann að lmsta oss, þá leysast £31-
ar erfiðar spurningar og efasemdir af sjálfu sér.
Ástráður Sigursteindórsson,
stud. tlieol.
Álpjóða kristilega stúdenta-ráðstefnan
var að þessu sinni haldin I Helsingfors I Finnlandi
24.—28. okt. og voru þar mættir um "iO fulltrúar, leið-
andi menn innan kristilegu stúdentahreyfingarinnar á bih-
lxulegum grundvelli, víðsvegar úr Evrópu. Árangur af þess-
ari ráðstefnu mun hafa verið mjög góður. Dagblcðin fluttu
daglega langar greinar með fréttum frá fundunum og við'-
tölum við fulltrúa. Á kveldin voru haldnar almennar sam-
komur og sóttu þær um 4000 manns. Á þessari ráð-
stefnu voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, nema Is-
landi. Hvað verður langt jxangað til íslenzkir sti'dentar
hrífast með af boðskap kristindómsins?
10