Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Page 12
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ ^mmmm—m^^mmmmm
eingöngu legði áherzlu á höfuðatriði kristindóms-
ins. Dagskráin var samin, en þegar á átti að
herða, þá voru menn hikandi við að byrja á nokkru
nýju einmitt á þessum erfiðui tímum eftir stríð-
ið. Og það var ekki fyrr en á.rið 1921 að hugmynd-
in komst í framkvæmd.
Þetta fyrsta sumarmót á biblíulegum grund-
velli kom til með að verða orsök margvíslegra af-
leiðinga, og þau hafa, síðan all,taf verið iífæðin
í því starfi, sem út frá þeim .hefir sprottið. I boðs-
bréfinu. til þessa móts var það orðað þannig, að
»vér höfum cskað að haga dagskránni þannig, að
allt beinist að hinni persónulegu ákvörðun gagn-
vart þfinu í Kristi«. Mótið var haldið á æskujýðs-
skólanum í Haugetun við Fredriksstad og stóð í
5 daga. Formlega var til þess stofnað sem móts
fyrir nemendur Kristilega menntaskólans (Kr.
Gymnasium) í Oslo. En þátttakendur komu einnig
frá Svíþjóð og Danmörku. Þetta átti rót sína að
rekja til þesis, að prófessor Haflesby hafði vorið
1920 verið á ferð í Danmörkuj og vorið 1921 i Sví-
þjóð og á báðum stöðunum hafði hann hitt há-
skólaborgara, sem fannst það ,sama sem þeim
norsku, sem sé að það væri þörf fyrir nýja, já-
kvæða stúdentahreyfingu.
Einnig næsta ár var haldið sumarmót á Hauge-
tun. Nú var ramminn víkkaður og það var nefnt
»Norrænt mót stúdenta og menntaskólanemenda«.
Og til þess »að finna heiti, sem gæfi til kynna
sérkenni þessara móta, tilj þess að koma í veg
fyrir, að þeim kynni að verða ruglað saman við
önnur stúdentamót«, var bætt við »á biblíuleg-
um grundvelli«.
Á þetta mót kom líka einn Islendingur.
Frá Finnlandi komu fyrstu þátttakendurnir á
mótið 1924. Það var haldið á Hagaberg í Svíþjóo.
Og nú tókui mótin að fá meiri norrænan blæ og
nokkuð fastara form, þar sem um þau var séð
af nefnd með fulltrúum frá ýmsum háskólum á
Norðurlöndum. 1 fyrstu stóð samt enginn skipu-
lagður féfag'sskapur á bak við. »Við og við um
veturinn var skipzt á stuttum kveðjum, til þess
að halda við sambandinu á milli þátttakendanna«.
En samt va.rð ekki lengi að bíða fastrar skipu-
lagningar á starfinu í hverju landi fyrir sig.
Starfið skipulagt.
Fyrstuí' varð Noregur, er Norges Kristelige
Studentlag var stofnað 1924. Það var ekki með
óblandinni gleði að þetta skref var stigið -— að
mynda nýtt félag við hlið hins gamfa, söguríka
»Norske Studenters Kristelige Forbund«. En
mönnum fannst það kristin skylda og lífsnauðsyn,
svo framarlega sem menn vildu næra og styrkja
það andlega líf, sem hafði fæðst og sem dafnaði
svo vel fyrir starf nærrænu stúdentamátanna.
Og í dag hefur þetta félag flesta. meðlimi allra
þeirra félaga, sem til, eru við háskólann í Oslo og
vöxtur þess er geysilegur. Síðan ,hafa slík félög
einnig verið stofnuð við aðra háskóla í Noregi.
En starfið hefur einnig verið skipulagt niður á
við, í menntaskólum og gagnfræðaskólum um allt
lan.dið. Tveir fast-launaðir framkvæmdarstjórar
halda uppi sambandinu og samvinnunni og »lands-
ráðið« er tengiliðurinn í öll,u staríinu, Það gefur
út menntaskóla- og stúdentabfaðið »Credo« og gagn-
fræðaskólablaðið »Bli med«. Foringjarnir hafa allt'-
af verið Hans Höeg rektor og próf. Iiallesby.
Einnig í Svíþjóð varð ávöxturinn af norrænu
stúdentamútunum á biblíulegum grundveUi þörf
fyrir meira skipulagt starf við sænska háskóla.
Einn af brautryðjen du.num þar hefur verið séra
Nils Rodén. Og enda þótt það sé ekki enn eins
fast skipulagt og í Noregi, hefur það frá ljtilli
byrjun vaxið í mikið starf í sama anda og í Nor-
egi. Það hefur fastlaunaðan framkvæmdastjóra,
til að sjá um starfið meða.1 menntaskólanemenda
og það gefur út blaðið »Vi tro«.
1 Finnlandi hafa aðstæðurnar verið nokkuð aðr-
ar. Þar virðist ekki sama frjálslyndis afvötnun
á aðalatriðum kristins boðskapar hafa átt sér
stað og í fyrnefndum löndum. Finnlaindi á ef til
vill flesta persónuJeg'a kristna stúdenta af öllum
Norðurlöndum. Og félagsskapur þeirra, sem var
í Alþjóðasambandinu, hefur aljtaf unnið ákveðn-
ar kristilega en átt hefur sér stað í hinum lönd-
unum. En eftir því sem Finnar komust í nánara
samband við nýju hreyf'ingarnar í Noregi og Sví-
þjóð, va,rð þeim ljóst, að þeir áttu belur samleið
með þeim en með »Alþjóðasambandinu«. 1 raun
og veru hafa þeir því stöðugt unnið með bib-
líuJegu hreyfingunni í Noregi og Svíþjóð — enda
þótt þeir á pappírnum félagslega væru í Alþjóða-
sambandinu. Og 1930 buðu Finnar til norræns
stúdentamóts í Tammerfors. Á því mættu mjög
margir kristnir stúdentar og andl,egur ávöxtur
varð einnig mjög góður. Og í vor þ. á. skeði svo
sá stórviðburður, að öll hin volduga, kristilega stúd-
12