Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Page 14

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1936, Page 14
KBISTILEGT STÚDENTAIILAÐ Kristilegt Stúdentafélag. Á ööriim, stað hér í blaðinu standa. lög Kristi- leas stúdentafél.ag's, og þar geta menn séð stefnu félagsins. En til skýringar skal hér bætt við fá- einum onðum. Félagið viH fyrst og fremst vitna um Jesúm Krist, frelsara m.annkynsins. Pað vill sérs'aklega vitna fyrir stúdentumi við Hsskól,ann og fyrir hinumi tilvonandi háskólaborgurum. Ekki fyrst og fremst tala um trúarbrcgð, lieldur um Krist, Drottinn vorn oig Frelsara. Félagið vilj vera grein á hinni lifandi kirkju Krisls, og það vill leitast við að vera grein sem ber ávöxt. Ennfremur i.angar félagið af fremsta, megni að stuðla að því að trúaðir stúdentar íslenzkir geti sótt mót, semi árlega eru haldin erlendis af kristi- legu stúdentahreyfingunni, sem byggir á bibiju- leguim grundvelli, og skrífað er um annarsstaðar í blaðinu. Okkar félag er ein grein þessarar hreyf- ingar, sem síðustu árin hefir farið mikiijli sigur- för um Noröurlönd og mörg önnur lönd Evrópu. Með því að sækja slík mót myndu stúdentarnir koma aftur endurnýjaðir, með nýju hugrekki til að starfa hér meðal okkar kæru þjóðar. — Þaö skal einnig tekið fram, að erl.er.dir vinir okkar hafa bcðið okkur ýms kcstakjör, ef við getum sent menn á mót þeirra, og erum við þeim mjög þakklátir fyrir það, því einangrun er ekki holl kristnum mönnum heldur en öðrum. Einnig hefir félagið að takmarki að vekja eftir- tekt á góðum, kristil,egum bókum, innlendum og erlendum, Því gcðar bækur efla mjcg kristileg- an þroska og áhuga fyrir kristilegu lífi og starfi. Einnig mun reynt að andmæla ókristilegum lífs- skoðunum og sorp-bókmenntum, á svipaðan hátt og kristileg stúdentafélög meðal annara þjéða hafa gert. Aftur á móti skiftir félagið sér ekki af stjórnmálum né stjórnmá],askoðumm nokkurs manns, þar sem það lítur1 svo á, að kristindómur- ihn sé hafinn yfir allar pólitískar skoðanir og deilur. Ennfremur skal, það tekið fram, að samfara hinni kristilegu stúdentahreyfingu hefir jafnan verið áhugi fyrir kristniboði meðal heiðngja. Þó félag okkar hafi sitt verksvið heima fyrir og hafi þar nóg að gera, þá mun það jafnan hafa' hug- fasta skipun, Jesú um að gera allar þjóðir að læri- sveinum. Að endingu nokkur o,rð til, þeirra, sem við vit- um að eru vinir félagsins. Kæru vinir! Hjálpið okkur með því að biðja fyrir félaginu, aci það geti starfað Guði til dýrðar og mönnum til bless- unar. Biðjið þess, að Guð geri okkur auðmjúka, svo hann fái notað okkur í sína þjónustu á þann hátt, sem liamn vil,I„ Við treystum honum, sem sagði: »Sjá, ég er með yðuir alla daga allt til ver- aklarinnar enda.« Jóliann Hannessun. Lög K. S. F. 1. gr. Félagið heitir Kristilegt Stúdentafélag, shammstafað K. S. F. 2. gr. Félagið byggir á hinum objektiva hjálprœðisgrundvelli, sem lagður er af Jesú Kristi með friðþægingu hans fyrir syndir vorar og upprisu hans oss til réttlætingar sam- kvæmt Heilagri Ritningu og játningarritum evangeliskr- ar lútherskrar kirkju. 3. gr. Takmark félagsins er: a) Að sameina trúaða stúdenta og menntaskölanem- endur, til þess að styrkja og glæða trúarlíf þeirra. b) Að vinna aðra fyrir Jesúm Krist. 4. gr. a) Meðlimir geta orðið ailir þeir stúdentar og nem- endur lærdómsdeilda menntaskóla, sem játast undir 2. og 3. gr. og greiða hið ákveðna gjald, kr. 2,00 á ári. b) Menn úr öðrum kirkjudeildum (sbr. 2. gr.) geta einnig orðið meðiimir, ef þeir skuldbinda sig til þess að gera engar tilraunir til að útbreiða sérkenningar kirkjudeildar sinnar i nafni félagsins. c) Brjóti einhver meðlimur félagsins lög þess eða breyti gegn anda félagsins á alvarlegan hátt, getur stjórnin vísað honum úr félaginu. 8. gr. Félagið er algjörlega ópólitískt og skiptir sér hvorki af pólitískum skoðunum meðlima sinna né annarra. PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAH 14

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.