Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Qupperneq 9
IÍRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
Alheimsnefndin liafði lálið byggja sérstaka
byggingu fyrir samkomurnar. Var það trégrind,
sem var rekin saman, klædd bárujárni og með
stórum gluggum, nærri því eins og í vermireit.
Allur salurinn var skreyttur fánum og græn-
um gróðri og var mjög viðkunnanlegur. Sæti
voru í honum fyrir liér um bil 1000 manns.
Fyrsta samkoman var haldin um kvöldið þann
30. maí. Þar hóf Svíinn dr. Karl Fries ráðstefn-
una með mikilli ræðu og ])auð alla velkomna.
Hann var þá einn af aðalframkvæmdastjórum
alheimsnefndarinnar. Næsla morgun og alla
dagana á eftir liófust samkomurnar kl. 8. Kall-
að var saman með klukknahringingu frá turni
kaþólsku kirkjunnar og auk þess með kirkju-
klukku, sem komið var fyrir á sjálfu samkomu-
liúsinu. Ég komst slrax í hátíðaskap, er ég gekk
til samkomustaðarins í morgunsólskininu og
heyrði klukknahljóminn.
Fyrsti liálftíminn var helgaður morgunguðs-
þjónustu, sem ýmsir liéldu til skiptis, einn morg-
uninn húðdökkur Indverji, annan morguninn
lílill, mjög vel greindur Japani o. s. frv. En þýð-
ingarmesta stund dagsins var án efa frá kl. 9%
■—10y2. Það var bænastund, sem var undirbúin
með stuttri ræðu um þýðingu og mátt bænar-
innar. Þessi ræða var lialdin marga morgna i
röð af Amerikumanninum Slierwood Eddij, cn
seinna tók við af honum enski rithöfundurinn
Basil Mathew's. Tímann þar á eftir til kl. IOV2
gat liver einstaldingur dvalið einn með Guði í
bæn og íhugun, og það var eins og djúp kyrrð
legðist yfir litla bæinn.
Ég gleymi aldrei fyrsla morgninum, er Slier-
wood Eddy talaði á undan bænastundinni. Ilann
Jas hvítasunnufrásöguna (Post. 2, 1-4) og tal-
aði um þann kraft Guðs, sem opinberaðist þenn-
an fyrsta livítasunnudag í Jerúsalem. Ræða lians
var rofin af ofsalegri regnskúr, sem buldi yfir
með þrumum og eldingum. Regriið buldi á báru-
járnsþakinu með svo miklum liávaða, að það
var alls ekki liægl að lieyra til ræðumannsins.
Allt í einu slotaði óveðrinu, og sólin sendi afl-
ur skerandi bjarta geisla sina inn í salinn.
Eg varð alveg frá mér numinn, eins og ég
fengi að reyna ytri opinberun Iivítasunnunnar
að nýju. Ég hafði mjög sterka tilfinningu fyrir
nærveru Guðs meðal okkar, og það fyllti mig
lotningu og tilheiðslu. Regnskúrin varð mér
ímynd þeirra strauma náðar og lcraftar, sem Guð
var fús að útliella yfir okkur, ef við vildum taka
á móti þeim, og þrumurnar hljómuðu fyrir eyr-
um mér eins og rödd Drotlins til samvizku
minnar. Sólskinið, sem kom á eftir, talaði um
hinn lieita, lífgefandi kærleika Guðs Anda. Ræða
Sherwood Edd3rs hafði mikil álirif sem undir-
búningur undir liljóðu bænastundina á eftir.
Allir þessir 12 dagar voru mér eins og for-
smekkur eilífðarinnar lieirna lijá Jesú, ásamt
öllum lians hólpnu. Það hljómaði með fögnuði
í lijarta mínu:
Ó, ])lessuð stund, er hátt í himinsölum
minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá,
og við um okkar æfi saman tölum,
sem eins og skuggi þá er liðinn hjá
Það er alveg undursamlegt, að vera á liverj-
um degi samvistum við svo marga af ágætustu
mönnum Iv.F.U.M. frá mörgum löndum og geta
skipzt á liugsunum og liugmyndum við þá á
sameiginlegu tungumáli. Það, sem veitti mér
mesla gleði, samhliða hinum áhrifamiklu ræð-
um og hinum nauðsynlegu, cn stundum nokk-
uð þurru umræðum, var liin frjálsa samvera
á hverjum eftirmiðdegi. Það, sem gjörði unað-
inn enn meiri, var það, að meðal liinna 80 Dana
voru margir af persónulegum og kærum vin-
um mínum, Meðal liinna annarra Norðurlanda-
búa voru margir, sem ég þekkti áður og þótti
vænt um.
Mér fannst ég gela fundið tvö aðal-sjónar-
mið í skoðun ráðstefnunnar á alþjóða kristi-
legu æskulýðshreyfingunni; engilsaxneska og
Norðurlanda sjónarmiðið, og ég bað þess, að
þau mættust eða gengju upp í æðri einingu,
lil þess að ekki 3'1'ði klofning i þessu mikla
málefni. Ég lield einnig, að góður vilji og gagn-
kvæm alúð ]iafi einkennt mótið sem heild. Ég
ætla ekki að fjölyrða frekar um þetta, heldur
lialda mér við það, sem fyrir mig sjálfan kom
sérstaklega, á meðan á mótinu stóð.
Ég kynntist einnig mörgum af drengjunum í
bæiium, sem urðu mjög elskir að mér, þrátt
fvrir ódugnað minn i að tala þýzku. Það voru
yndislegir drengir, kátir og elskulegir, en liöfðu
auðsjáanlega átt við næringarskort að búa. Mér
var sönn unun að ganga um meðal þeirra.
9