Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Blaðsíða 19

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Blaðsíða 19
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ WILLIAM J. TINKLE: Hver hefir skapað þig? Höfundur þessarar greinar, Dr. Tinkle, er prófess'or í líffrœöi — biologi — við La Verne háskólánn i Kaliforníu. Það, sem þú liefur lært um lieiminn og upp- runa hans, virðist þér ef til vill harla ólíkt þeirri mynd, sem þú hafðir i liuga þér, þegar þú varst harn og gekkst í sunnudagaskóla. Er þá Guð veruleiki eða er liann úrelt hugmynd, eins og jólasveinar og huldufólk? Varð heimurinn til fyrir tilviljun eða er til voldugur og kærleiksrikur Guð, sem skapaði liann og nú stjórnar honum? Líttu aftur á nátt- úruna og sjáðu hvernig dýrin, jurtirnar og mað- urinn eru löguð til að lifa einmitt því lífi, sem þau lifa. Tranan hefur langa fætur og langt nef, en öndin, sem lifir i sama nmhverfi og er sundfugl en ekki vaðfugl, liefur blöðkur á fótunum, breitt ncf og gnægð af fitn til að smyrja með fiðrið. Hvor um sig er vel gerð til að lifa sínu lífi. Þessi tilhögun er svo almenn, að luin er talin sjálfsögð oif fólk gefur því ekki gaum, að liún bendir á ákveðna niðurröðun i náttúrunni. Ef það væri umhverfið eitt, sem mótaði jurtir eða dýr, þá ælti allt, sem er í sama umhvcrfi, að vera líkl hvað öðru. En þess í stað eru til ölikar tegundir í sama umhverfi. Nú á dögum eru visindamenn ahnennt sammála um þetta at- riði. Umliverfið hefur talsverð áhrif á jurtir og dýr, sérstaklega þó jurtir, en það, scm þau mól- asl af umhverfinu, gengur ckki í arf til næstu kvnslóðar. Uiigu jurtirnar eða dýrin byrja sitt lif cins og foreldrar þeirra byrjuðu. Gerð jurt- arinnar eða dýrsins var ákvörðuð við sköpun þess. Þeim var ckki gefinn máttur til að um- breytast i æðri tegundir heldur dafna hvert eftir eftir sinni tegund. Þessu er skýrt frá í fyrsta kapitula fyrstu Mósebókar, ellefta, tólfta og tutt- ugasta og fyrsta og fimmta versi. Hæfnin til að laga sig eftir einliverju er oft afar flókin, eins og til dæmis i taugakerfi manns- ins eða kerfi því, sem stjórnar líkamshita manns- ins og heldur honum alltaf á sama sligi í lieil- brigðum manni. „Hita-miðstöðin“ i mænukólf- inum stjórnar öllum verkunum sjálfvirkt eflir hárfinum taugum. Aðal liitagjafinn er bruni fæð- unnar. Þegar hann mvndast of hægt, örfast lauga- hrif nýrnahettnanna svo þær gefi meira frá sér af honnónum, sem aftur auka brunann. Ef enn meiri liita er þörf, förum við að skjálfa og hreyfa okkur og það eykur einnig brunann. Ef okkur verður of heitt, sendir „hitamiðstöðin“ meiri svita út á hörundið og útgufun hans evðir hit- anum og kælir hörundið. Einnig öndum við frá okkur meiru lofti með þeim hita, sem það lief- ur inni að halda. Er slíkt kerfi sem þetta byggt upp af lilviljun eða af blindri baráttu fyrir lilveru? Vissulega liefur það ekki verið. Ciuð var byggingarmeist- arinn. Skyggnstu dýpra inn í náttúruna og þar muntu finna traustari grundvöll fvrir trúnni á Guð. Biblían staðhæfir, að maðurinn hafi verið skaj)- aður i Guðs mynd og niðurstöður visindanna staðfesta það. Maðurinn hefur ávallt verið mað- ur síðan hann var skapaður. Frank S. De Ilass, sem var ræðismaður Banda- ríkjanna i Palestinu, gerði árið 1881 ýmsar rann- sóknir i Egyptalandi. Þar var þá svo mikið af múmíum, að ibúarnir notuðu þær fyrir eldsnevti. Dc Hass rannsakaði mikinn fjölda af þessum múmium og taldi þær standa lramar að líkams- byggingu en Egypta á vorum dögum. Cuvier bar- ón rannsakaði smurða dýraskrokka, sem varð- veizt hafa i gröfum á sömu slóðum og taldi þá nákvæmlega eins að byggingu og sömu legund- ir á vorum dögum., 19

x

Kristilegt stúdentablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.