Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Síða 20

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1943, Síða 20
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Þessi dæmi eru ekki nema þrjú þúsund ára gömul. En við skulum athuga elztu lieilu leyfar af mönnum, sem nú þekkjast. Á Spáni og Suður- Frakklandi hafa fundizt margar Iieilar beina- grindur af tegund, sem kölluð er Cro-Magnon maðurinn. Maðurinn var að meðaltali sex fet á hæð, heilabúið vat* 1590—1715 rúmsentimetrar — 150 rúmsentimetrum stærra cn í mönnum á vorum dögum — og maðurinn samsvaraði sér að ÖIIu leyti vel. Þeir hafa skilið eftir sig teikn- ingar og úlskurði á hellisveggjum, sem gefa til kynna nákvæma athugun og aðdáunarverðan Iistasmekk. Þannig mun liafa lifað aftur í grárri forneskju maður, sem greinilega stóð framar mönnum á voruin dögum. Á sama tíma lifði Neanderthal-maðurinn, sem var átta þumlung- um styttri, hafði þykkar aiigahrýr, en heilabú jafnstórt nútíma manni. Ymsar leifar af beinagrinduin manna hafa fundizt hér og þar og hafa vakið mikla athygli en sanna lílið, Á meðal þeirra cr eitl kjálkabein af manni, sem fundist hefur í malarhökkum við Ileidelherg, leifar af hauskúpu við Piltdown og hvirfilhein af gibbon-apa, sem fundist hefur fimmtíu fet frá lærbeini af manni á .Tava. Þess- ar leifar eru þýðingarlitlar samanhorið við þau dæmi, sem nefnd voru áðan, og sanna að meðal- stærð og bygging frummannsins var hérumhil sú saina og nútímamannsins, og að hann var þá ekki að myndast fyrir álirif einhverra nátt- úruafla. Þannig hafa uppgötvanir tuttugustu aldarinn- ar styrkt grundvöll trúar vorrar í stað þess að heilabrot nítjándu aldarinnar leiddu marga hurtu frá Guði. Það er ekkert ósamræmi milli Biblíunnar og sannra visinda. En það er ekki hægt að samræma Biblíuna ýmsum beilabrot- um, sem aldrei hafa verið sönnuð. Sterkasti grundvöllurinn fyrir trúna á Guð er sú staðreynd, að hann heyrir og svarar bænum og leiðbeinir mönnum, sem eru helgaðir honum. Þetta er því stórkostlegra er við minnumst þcss, að Guð stjórnar sömuleiðis gangi himintungl- anna svo nákvæmlega að sólmyrkva er hægt að reikna út mörgum árum fyrirfram. Líttu aftur í Biblíuna þina og atliugaðu ein- mitt það, sem hún segir. Lestu heila kapitula og lestu þá oft, því sundurlaus vers er hægt að misskilja. Þessi einslæða hók hefur lifað það aí' að kon- ungar og biskupar tóku Iiöndum saman til að hrenna síðasta eintakið. Hún hefur gefið fólki kraft til að gjörbreyla lífi sínu og verða að nýt- um mönnum. Hún er ekki á móti visindunum, því i þeim lönduni, sem Biblían hefur verið les- in og elskuð og eftir henni hefur verið breytt, þar liafa vísindin dafnað og blómgast. Líttu enn á það, sem segir frá Guði, bæði í hans opinberaða orði og hans skapaða lieimi, og efasemdir þinar munu hverfa eins og dögg fyrir sólu. Lestur aftur tvo fyrslu kapítulana i fyrstu Mósehók. Frásaga Biblíunnar af sköp- uninni er sönn visindi. ÖII Biblían — sköpun og endurlausn — er opinberun Guðs lil manns- ins. Þar er grundvöllur trúar vorrar á vald Guðs lil að skapa og endurleysa oss fyrir Jesúm Ivrist, Drottin vorn. Þetta er auðmjúkur vitnishurður manns, sem helgað hefur vísindunum krafla sína. Fyrir mig. (Gal. 2,20). Hver er þessi „ég“? Ég, ji.e.a.s. syndari, glat- aður og fvrirdæmdur, svo elskaður af syni Guðs, að hann lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. Láthcr. Göfujíur vitnisburður. Á tírnum hinná grimmilegu ofsókna í Rómaveldi, þeg- ar ungir og gamlir, ríkir og fátækir, konur og karlar voru kvaldir og deyddir sakir Krists, þá var, meðal ann- a.rra, ung stúlka dæmd lil dauða. Dagurinn rann upp, og mikill mannfjöldi var saman kominn til að vera viðstaddur aftöku þess'arar ungu, krlistnu stúiku. Allir hiðu með eftirvæntingu, og loks var dyrunum lokið upp og ungi píslarvotturinn leiddur fram til þess að deyja. Stúlkan var bundin við píslastaurinn og eldsneyti hrúg- að upp í kringum hana. En áður en kyndillinn væri borinn að bálkestinum, kom fram hofprestur, sem liróp- aði: „Vilt þú taka aftur játningu þína?“ Hún fölnaði, en svaraði ákveðið: „Nei.“ „Hvers vegna?“ spurði prest- urinn. „Geturðu gcrt grein fyrir trú þinni?“ Þá birti yfir ásjónu hennar sem af himneskum Ijóma, og hún sagði: „Ég get ekki færl rök fyrir Frelsara mín- uin, en — ég gel dáið fyrir hann.“ Nokkur stund leið, og unga stúlkan yfirgaf þetta lif og mcðtók kórónu píslar- vættisins. 20

x

Kristilegt stúdentablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.