Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 3

Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 3
Ólafur Jóh. Sigurðsson: REfiniýri frá Rusturlönöum I. Þú drottnar, Balí Fala, yfir æfagömlu ríki með aldingarða bjarta og myrkri slunginn skóg. Og lifrauð eru blóm þín og biksvört leynidíki — og blóðþyrst eru dýr þín með fima veiðikló. í kórónunni, Balí Fala, gimsteinarnir glitra, og gullnar perlur skreyta þinn mjúka kyrtilfald. Við eyrum þínum, Balí Fala, fiðlustrengir titra og fylkingar af skáldum yrkja sálma um þitt vald. Á kvöldin, þegar stjörnurnar blika á himinboga og bládimmt rökkur vefur hið döggvasvala gras, í sölum þínum, Balí Fala, lampar gilltir loga, og litlar þernur fylla þitt kristallsskæra glas. Þú brosir mildilega. Og dátt er dansinn stiginn á dcmantsfáðu gólfi, sem krömdum rósum hylst, unz hallardrottning sérhver í sekt og dvala er hnigin, en sársauki og blygðun í næturþeynum dylst. Úr silkibleiku skikkjunum vætlar vínið rauða og vaxið drýpur niður á stjakans silfurfót. Og annarlegur geigur fer gegnum sali auða, því galdur tómsins svæfir hið austurlenzka blót. Þú reikar út á svalir og teygar kulið kalda. Svo krýpur þú í angist og biður fyrir þér: Ó, af hverju er ég borinn til yfirráða og valda, þegar enginn minna þegna vill reyna að hjálpa mér? • En fram úr einum skugganum skundar til þín gestur — og skóhljóð hans er lægra en falli bliknað lauf. Og áður en þú vissir, þá var hann hjá þér seztur — og vandalausum málrómi bænir þínar rauf. STUNDIN 3

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.