Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 8

Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 8
S. K. Steindórs: „Ab Normann orum libera nos, Domine“ Fáar eða engar þjóðir álfu vorrar hafa átt eins glæsilegt endurreisnartímabil og frænd- þjóð okkar, Norðmenn. Nöfn eins og Björnson, Ibsen, Grieg, Sinding, Undset, Amundsen og Nansen; svo fátt eitt hinna heimskunnu nafna sé nefnt, sem hafa nærzt og alizt upp við frjómagn norskrar þjóðar- sálar, eru sönnun þess. Fyrr á öldum var Norðmað- urinn refsivöndur á flestar þjóðir Evrópu. Á víkingaöld- inni var hann hinn voðalegi vá- gestur, sem þjóðhöfðingjunum stóð ógn og skelfing af. Harð- fengi þeirra, þrek og þraut- seigja var viðurkennd og róm- uð. Voldugustu menn þeirra tíma höfðu beig af þessari fá- mennu, en hraustu yfirburða- þjóð. Hinum volduga merkis- manni Karli mikla (Karla- Magnúsi), keisara Frankaveld- is, hefir verið það ljóst, að þegnum hans stafaði ekki neitt svipaður háski frá nokkurri annarri þjóð sem Norðmönnum. Þess vegna lét hann bæta þess- ari setningu í litaníur þær, sem sungnar voru við helgar tíðir, í kirkjum og bænahúsum í gjör- völlu ríki hans: ,,A Normann- orum libera nos, Dornine." (Frá Norðmönnum frelsa oss, Drott- inn!) Aldirnar liðu. Norðmenn áttu fyrir höndum sitt lággengis- tímabil, sína niðurlægingu, en sagnirnar um forna frægð og gengi héldu lífsglóðinni við. Okkur íslendingum þykir að því mikill vegur og virðing, að geta rakið ættir okkar til hinna fornu hreystimenna víkinga- aldarinnar, og þeirra frægðar- tíma, sem næst fóru á eftir. Norðmönnum hefir vafalaust einnig verið það lýsigullið og hvatningarglóðin til framtaks og dáða á liðnum tímum. Víkinga- og landnámsöld Norðmanna hófst aftur að nýju á öldinni sem leið, þó með feg- urri og friðsamari hætti en sú hin fyrri. Landnámsöld skáld- skapar og lista og rækilegra heimskautsleiðangra. Og enn sem fyrr voru hæfileikarnir þeir sömu: þrekið, dugaðurinn og markviss ástundun. Einnig til friðsamlegra nytja og mann- bótastarfa voru þeir sigursælir víkingar. Heimurinn varð að viðurkenna, að einnig á þeim sviðum voru þeir yfirburða- menn af jötnakyni, sem fluttu grettistök úr stað. En bænar- andvarp Karls mikla átti ekki lengur við. Mönnum er það ljóst, að án hins ríkulega menn- ingarskerfs Norðmanna væri heimurinn fátækari að mörgum fágætum menningarverðmæt- um. Norðmenn og íslendingar eru líkar þjóðir, á því er enginn vafi. Skyldleika einkennin eru svo áberandi, að sennilegt má telja, að engar þjóðir séu eins nálægt því að vera steyptar í sama formi og þessar tvær. — Gáfnafarið er svipað, báðar þjóðirnar eru lista- og ljóðelsk- ar með afbrigðum, dugnaðurinn og þrekið hið sama. Víkingar hafsins, sjómenn beggja þessara þjóða, eru viðurkenndir að verðleikum sem einhverjir þeir hraustustu og traustustu, sem menn vita dæmi um. Bæði löndin eru einnig lík, vogskor- in og fjöllótt, og ekki stórgjöf- ul á verðmæti án mikillar elju. Þó Noregur hafi skógarskrúðið fram yfir það ísland, sem við nútímafólk þekkjum. Þrátt fyrir skyldleikann og marga sameiginlega kosti og ó- kosti hefir sambúð íslendinga og Norðmanna ekki ávallt verið sem bezt. íslendingar hafa ekki gleymt ásælni Noregskonunga til forna, sem skóp hina löngu og ströngu niðurlægingarnótt, sem hvíldi eins og tröllaukinn nornahamur á þjóð vorri um margra alda skeið. Á seinni ár- um hefir einnig stundum gætt ásælni í okkar garð, þó í þýð- ingarminni atriðum, ásælni, sem gerir mörgum íslendingi gramt í geði, og er hlægilega tilgangslaus, en orsakar einung- is óeðlilegan kulda og tor- tryggni í sambúðinni milli þessara náskyldu og mjög svo líku þjóða. — Okkur gremst að Norðmenn skuli fram á síð- ustu tíma (það er að segja sum- ir þeirra) hafa haldið þeirri fjarstæðu fram, að fornbók- menntirnar íslenzku séu norsk- ar. Okkur finnst það ósann- gjarnt, að Norðmenn skuli ár- um og öldum saman hafa verið að braska við jafn tilgangslaust og fráleitt tiltæki og það, að telja Snorra Sturluson Norð- mann. — En þetta er í rauninni eins og gerist og gengur milli frænda, þeir deila af hörku og kappi um dýrmæta ættargripi, meira á yfirborðinu, af gáska eða stríðni, en að óvild eða ill- ur tilgangur sé orsökin. Vinátt- an er sú sama í hjartanu eftir sem áður. Norðmenn og íslend- ingar geta rifizt eins og hundar og kettir út úr engu, jafnvel slegizt, en eru sáttir og ljúfir að leikslokum.

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.