Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 11

Stundin - 01.04.1941, Blaðsíða 11
þrota á steinstéttinni, hlægileg vera, sem ekkert skilur og eng- inn skilur, nógu góður í skop- leikinn og til að skapa þessum heimi brauð! Af þessu leiðir það, sem er meira vert en allt annað: Sér- hver pólitísk saga og atvinnu- saga verður ekki skilin nema því aðeins, að ljóst verði, að borgin losnar meir og meir frá sveitinni og fyrirlítur hana að síðustu og ákvarðar feril sög- unnar yfirleitt. Veraldarsagan verður borgasaga.......Höfuð- borgin ræður með pólitískum og atvinnulegum aðferðum, takmörkum og ákvörðunum yf- ir sveitinni. Sveitin og íbúar hennar verða meðal og andlag þessa leiðandi anda. Hinir stóru flokkar allra landa á öllum síð- stigum menningarinnar, bylt- ingarnar, einræðið (der Cásar- ismus) lýðræðið og þingið (Parlament) er háttur þess, hvernig andi höfuðborgarinnar tilkynnir sveitinni, hvað hún eigi að vilja og fyrir hvað hún eigi að deyja, ef svo ber undir. Hið forna torg (Forum) og pressa vestrænu menningarinn- ar eru valdameðul hinnar ríkj- andi borgar. Sérhver sveita- maður, sem skilur, hvað pólitík er á þessum tímum, hverfur til borgarinnar, ef til vill ekki lík- amlega, en að minnsta kosti andlega. Hugblæ og opinber- um skoðunum sveitámannsins er stjórnaú frá borginni með ritum og ræðum.......Bóndinn er hinn eilífi maður, óháður menningu þeirri, er hreiðrar um sig í borgunum. Hann er eldri en hún og hann lifir hana, fáskiptinn getur hann kynslóð eftir kynslóð, takmarkaður við jarðbundin störf, dulrænnar sál- ar, hagkvæmrar skynsemi, hinn eilífi uppruni og streymandi lind blóðsins, sem skapar ver- aldarsögu í borgunum. . . Borg- in er andi, stórborgin er hin frjálsa skynsemi. Borgarastétt- in, stétt andans, byrjar að verða vitandi sérstöðu sinnar með uppreisninni gegn öflum blóðs- ins og geymdanna (Tradition). Hún veltir hósætum og tak- markar fornan rétt í nafni skyn- seminnar, en fyrst og fremst í nafni „alþýðunnar", þar sem ,,alþýða“ merkir einungis al- þýða borgarinnar. Lýðræðið er sá pólitíski háttur, þar sem lífs- skoðun borgarbúans er krafin af bóndanum. Borgarandinn endurskoðar forntrúna og setur við hlið hennar hin frjálsu vís- indi. Borgin tekur að sér for- ystu atvinnulífsins, með því að setja í stað frumverðmæta sveitarinnar, sem aldrei er hægt að skilja frá lífi og hugsun sveitamannsins, hugtak pening- anna, sem er leyst frá verðmæt- unum sjálfum. Hið upprunalega hugtak sveitamálsins fyrir verzl un er vöruskipti. Og jafnvel þar sem um er að ræða skipti á vörum og góðmálmum, þá ligg- ur ekki að baki því nein „pen- ingahugsun", sem í hugtakinu (begrifflich) skilur hlutinn frá verðmætinu og bindur það í einhverja málmstærð, sem síð- an er ákvörðuð til að mæla hitt, þ. e. vöruna. Langferðalestir og víkingaferðir fortíðarinnar lágu milli bústaða manna og leiddu til vöruskipta og fengs. Síðar lágu þær milli borga og merktu ,,peninga“......Borgin merkir ekki einungis andi, heldur einn- ig peningar....... Svo hefst tímabil, er borgin hefir þróazt svo, að' sveitin verður að hefja vonlausa bar- áttu gegn einræði hennar. And- lega gegn skynsemisstefnu (Rationalismus) hennar, stjórn- arfarslega gegn lýðræði henn- ar, atvinnulega gegn peningun- um.......Þá hefir hugtak pen- inganna náð fyllstu sérhæfingu sinni. Þeir þjóna ekki lengur skilningnum á viðskiptalífinu, heldur kúga vöruviðskiptin undir sína eigin þróun. Það (peningahugtakið) verðleggur hlutina ekki lengur hvern gagnvart öðrum, heldur við sjálft sig. Samband þess við moldina og mann hennar er svo gerhorfið, að það kemur ekki lengur til greina í viðskipta- legri hugsun hinna ráðandi borga — peningastöðvanna. Peningarnir eru nú máttur, skynsemibundinn máttur. — Málmurinn er fulltrúi þessa máttar í vökuvitund hinnar at- vinnulega starfandi yfirstéttar, sem gerir manninn jafnháðan sér eins og jörðin bóndann áð- ur. Til er hugsun í peningum sem réttarhugsun, stærðfræði- hugsun....... En mold er eitthvað raun- verulegt og eðlilegt, peningarn- ir fjarrænir og gervieðlis, bein kennisetning eins og „dyggðin“ ó upplýsingartímunum........ Steinjötuninn heimsborg er á lífsskeiðs enda hverrar menn- ingar. Menningarmaðurinn, sem sveitin mótaði, er tekinn til eignar af sínu eigin verki, borg- inni, á valdi hennar, verkfæri hennar, fórn hennar. Þessi grjóthrúga er hin algera (abso- lute) borg. Mynd hennar, sem birtist mannlegu auga í stór- felldri fegurð ljósflóðsins, geymir hátíðlega táknmynd dauða þess, sem er algerlega ,,fullorðið“.... Stundin VIKUBLAÐ Útgefandi Blaðahringurinn Ritstjóri: Sigurður Benediktsson Ritsjórn og afgreiðsla: Austurstr. 12. Sími 3715. Pósthólf 925. Kr. 0,75 í lausasölu. Kr. 3,00 á mán. Alþýðuprentsmiðjan h.f. STUNDIN 11

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.